Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 46

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 46
 Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran é^.0í f ÍSLENSKUR LÆKNIR FER SALFORUM f BANDA RfSKRI TILRAUN I þessum þáttum hefur oft verið minnst á miðla og hina athyglisverðu hæfileika þeirra. En ávallt siðan spiritiska hreyfingin hófst hefur verið skoðana munur um það, hverjir þeir séu í raun og veru, sem kallaðir eru stjórnendur miðl- anna. En með því er átt við þær vitsmunaverur, sem virðast standa fyrir miðlatilraununum frá hinum ósýnilega heimi. Þeir setja miðlana i sambandsástand, ráða því hverjar ósýni legar verur komist að þeim, flytja oft skeyti til miðilsins, slíta sambands- fundum o.fl. Þessum stjórnendum gengur oft illa að sanna hverjir þeir hafa verið, eða reyna það alls ekki, þó aðrar verur sanni sig rækilega hjá sama niiðl- inum. Þetta hefur verið reynsla okkar hér i Reykjavik fram á þennan dag. Stjórnendur hafa neitað að gera grein fyrir sér með sönnunum og hafa sagt að þeir hefðu nóg annað starf með höndum, og að þetta samrýmist ekki sannanaviðleitni að hálfu sjálfra þeirra. Og þessi hefur rcynslan verið i öllum öðrum löndum. Það mun einkum vera vegna þess hve fágætt er að stjórnendur miðlanna sanni sig, að mjög hefur verið vefengd sjálf- stæð tilvera þeirra. Jafnvel hafa sumir rannsóknarmenn efast um að stjórn- j endurnir væru annað en einhver klofn- j ingur úr vitundarlífi miðlanna sjálfra. En þetta atriði var rannsakað vandlega fyrir tilstilli hins fræga enska miðils Eileen Garett, sem lagði sig undir rannsókn á þessu og er almennt talið. að hún hafi með þvi gert sálrænum visindum ómetanlegt gagn. En frá þessum fræga miðli hef ég nokkuð skýrt áður í einum þátta minna. Þetta mun hafa verið um 1936. Það voru einkanlega bandarískir rannsókna- menn sem sáu um þessar rannsóknir á Eileen Garrett. Þær voru mjög marg- þættar og er ekki hægt að skýra hér frá þeim öllum, en þó verður hér rifjað upp nokkuð af síðustu rannsóknunum, sem voru lífeðlisfræðilegar. Hér verður þó ekki látið ógetið einnar tilraunar, sem á undan var gengin og snart okkur islendinga og Sálarrannsóknafélag Íslands sérstaklega. Hingað til lands kom læknir. dr. Anita Míihl frá San Diego i Kaliforníu. Hún heimsótti meðal annarra þáverandi varaforseta félagsins, Þórð prófessor Sveinsson yfirlækni á Kleppi. En Þórður læknir var mjög sálrænn niaður og hafði meðal annars farið sálförum. Hann sagði henni frá sálförum sinum. Henni þótti mikils um vert að fá slikar staðhæfingar um persónulega reynslu frá jafnlærðum manni, en var efagjörn. Hún komst siðar i kynni við Eileen Garrett i San Diego og fór að gera tilraunir með hana. Og hér kemur frásögn af einni þessara tilrauna. Anita Múhl skrifaði Þórði Sveinssyni prófessor og bað hann að koma sálförum til San Diego á ákveðinni stundu. Þórður taldi sig illa fyrirkallaðan til þess að gera þessa tilraun, því skömmu áður hafði brjálaður sjúklingur ráðist á hann og meitt hann svo i mjöðminni, að hann hafði legið rúmfastur eftir. Nú var hann nýfarinn aðklæðast. En reynsla Þórðar var sú, að hann gæti ekki farið sálförum, ef hann fyndi til þjáninga meðan á tilrauninni stæði. Samt réð hann af að reyna að verða við þessum tilmælum. Hann leggur af stað í þetta ferðalag, og honum þykir það erfitt af þvi að hann er ekki þjáningarlaus. Að lokum hittir hann konu, sem hann veit að er frú Garrett, þó að hann hafi aldrei séð hana, og hann biður hana að segja dr. Múhl að hann búist við, að árangurinn af komu sinni verði litill, því sjúklingur hafi ráðist á sig og meitt sig i mjöðminrii. Þetta segir miðillinn Anitu Múhl samstundis, en hún heldur að þetta sé einhver vitleysa. Læknirinn á Kleppi sé veikur i bakinu. en ekki mjöðminni. Samt skrifar hún honum bréf um árangurinn. Og hann lætur verða sitt fyrsta verk morguninn eftir þetta ferðalag að skrifa Anitu Múhl, hvað fyrir sig hafi borið. Svo þessar sálfarir voru svo rammlega sannaðar að það nægði fullkomlega. En snúum okkur nú aftur að þeim tilraunum sem mestu máli skiptu um stjórnendur miðlanna. Það var dr. Alexis Carrel. forstöðumaður Rockefeller-stofnunarinnar í New York, nóbelsverðlaunamaður og einn frægasti lífeðlisfræðingur heimsins, sem kom Eileen Garrett inn á þá braut. Hún átti þriggja klukkustunda samtal við hann um miðilsgáfu sina, og hann spurði hana þá, hvort fengist hefðu visindalegar sannanir fyrir hinu sálræna ástandi. Hann sagði henni, að ef hún gæti lagt sannanir fram. þá myndi hún leggja verulegan skerf til læknavísindanna. Þvi næst komst hún í kynni við lækni. sem hét dr. Treager. Hann fór að gera tilraunir með hana og taldi sjálfur vist í byrjun þeirra tilrauna að stjórnendurnir væru ekki sjálfstæðar verur. heldur klofningur úr vitundarlífi hennar sjálfrar, sem hefði vaxið upp af einhverri niðurbældri þrá eða ríku imyndunarafli hennar. Frú Garrett hafði tvo stjórnendur. Annar þeirra var nefndur Uvani, og hann virtist vera aðalstjórnandinn. Hinn hét Abdul Latif, persneskur læknir. Hann hafði við og við með höndum stjórnina á frú Garrett, einkum þegar um lækningar var að tefla. Þessir stjórnendur lofuðu báðir að vera í samvinnu við dr. Treager og aðstoðarmenn hans við tilraunirnar. Eitt af því fyrsta sem tilraunamenn furðaði á var sjúkdómsgreining sem kom frá Abdul Latif viðvíkjandi heilsufari eins af tilraunamönnum. Hann sagði að hann þjáðist af blóðleysi sem engan hafði grunað og ráðlagði dr. Treager að rannsaka blóðið. Við rannsóknina reyndist blóðið nákvæmlega eins og þessi löngu framliðni maður hafði sagt það vera. Hann gat fært læknunum fullar sönnur á það, að hann byggi yfir allmikilli læknisþekkingu. Það varvitan- lega ekki undarlegt, því hann var þá þegar orðinn frægur fyrir lækningar. sem hann hafði náð fram með ýmsum miðlum. Þegar til tilraunanna kom lagði dr. Treager svo fyrir, að stjórnendurnir mættu ekkert segja meðan á tilraunun um stóð. Hann var hræddur um að talið kynni að breyta miðlinum. Svo stjórnendurnir áttu einungis að setja miðilinn í sambandsástand og halda stjórninni í frá 20 mínútum allt að tveim klukkustundum, eftir þvi hve langar tilraunirnar yrðu. Þeir áttu að gera þetta steinþegjandi og án þess að láta á sér bæra. Þeir lofuðu öllu sem þeir voru beðnir um og stóðu lika dyggilega við það. Áhrifin af tilraununum voru stórkost- leg og furðulega ólík, ekki aðeins eftir því hvort frú Garrett var í vökuástandi eða sambandsástandi, heldur líka eftir þvi, hvor stjórnandinn réð yfir henni. Uvani eða Abdul Latif. Til dæmis að taka var það, að þegar frú Garrett var tekið blóð vakandi. stöðvaðist blóðrásin eftir þrjár mínútur. Þegar Abdul Latif var við stjórnina stöðvaðist blóðrásin eftir hálfa aðra mínútu, en þegar Uvani stjórnaði eftir þrjátíu og þrjár sekúndur. Mikill munur var líka á hlutfallinu milli hvítu og rauðu blóðkornanna í ákveðnu blóðmagni. Og þegar frúin var vakandi var blóðjárninnihaldið 70 af hundraði. en þegar Uvani var við stjórnina var það 85%, og eitt hundrað og tíu til fimmtán, þegar Abdul Latif stjórnaði. Og það var ekki einungis hlutfallið milli blóðkornanna í ákveðnu blóðmagni og breyting var á blóðjárninu, heldur breyltisl lika efnasamselning blóðsins. eflir þvi hver réð yfir likama miðilsins. Þegar Abdul var við stjórn sýndi efnafræðileg rannsókn svo mikið sykurefni i blóðinu, að svo virtist sem hann hafi hlotið að hafa dáið af sykursýki. En það kom jafnframt i ljós, að hann hefði þjáðst af of miklum blóðþrýstingi. Hér er þvi um að ræða ástand blóðsins í stjórnandanum en ekki miðlinum. Það er að segja þegar stjórn- andinn dó! En hvenær dó þessi stjórn- andi. Abdul Latif. Hann dó fyrir meir en 700 árum! Eftir þessu ælli að vera hœgl aö rannsaka heilbrigðisástand manns. eins ofi það hefur verið ájörðunni. mörg hundruð árum eflir andlát hans! Við öndunarrannsóknir uppgötvaðist það, að Abdul Latif virtist einungis anda með efsta partinum af lungunum, eins og algengt er hjá gamalmennum. Ungt fólk notar miklu meira af öndunarfærunum. Mjög eftirtektarvert var það að árangur rannsóknanna á Uvani sýndi ástand, sem var eins og búast mátti við hjá manni, sem væri að blæða út, hægt og hægt. En Uvani hafði áður sagt fundarmönnum, að hann hefði dáið af hnífstungu. En ef til vill var mest vert um rannsóknirnar á hjartanu. Þær voru gerðar með hjartamæli, sem mælir vöðvastarfsemi hjartans. Miðillinn, Uvani og Abdul Latif voru rannsökuð með þessum hætti. Árangurinn var lagður fyrir dr. Lewis. sérfræðing i hjartasjúkdómum við Rockefeller-stofnunina: Hann lýsti þvi yfir, að hann gæti ekki hugsað sér að allur þessi árangur hefði fengist hjá sömu manneskjunni. svo mismunandi var hann. eftir þvi hver réð yfir likama miðilsins. Þá varð ekki síður merkilegur árangur af tilraunum sem gerðar voru meðeitur- lyfjum, sem miðlinum voru gefin inn. Rannsóknarmennirnir komust að raun um það, að lyf sem hefði átt að hafa mikil áhrif á stjórnendurna, ef þeir 46 Vikan 13. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.