Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 19

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 19
6. hluti veist. er það ekki, að Pamela bjó hjá ^kkur þangað til hún giftist föður þínum? Vivien var heima i skólaleyfi og hún eyddi mörgum klukkutimum i útreiðar á Diamond, hestinum sínum. Við vildum aldrei að hún færi mjög langt í burtu. Það var ennþá — ja. órólegt — þar um slóðir. En hún hlýddi þessu ekki alltaf, þegar hún var í þannig skapi. Pamela var orðin áhyggjufull því hún hafði ekki séð hana góða stund. Svo þess vegna gekk hún af stað til að svipast um eftir henni. Manstu eftir býlinu?" spurði Sara frænka. „Manstu eftir afleggjaranum frá aðalveginum. sem lá til allra býlanna i kringum okkur? Eða eftir einka- veginum. sem lá svo heim að okkar býli?” Ef ég lokaði augunum gat ég séð þetta ■fyrir mér; við afleggjarann var hvitmálaður staur. sem á voru negld skilti nieð nöfnum bændanna, hvert ofan við annað, og svo kom vegurinn fimm milna langur, þangað til komið var að einkaveginum heim til frænda mins. en sá vegur var um það bil mila á lengd. Svo mundi ég eftir tvöföldu járnhliðinu og tröppunum yfir girðinguna við hliðið og eftir trjánum sem voru meðfram akveginum. „Já," svaraði ég, „ég man eftir þvi." „Á einum stað. nálægt hliðinu. gat Diamond stokkið yfir girðinguna. en það var hættulegt og við vorum búin að banna Vivien að láta hann stökkva þarna." Sara frænka hélt þreytulega áfram: „Pamela hlýtur að hafa fengið einhvern fyrirboða. þvi hún spurði N'garja, kokkinn okkar. og allt hitt þjónustufólkið, hvort það hefði séð Vivien áður en hún fór frá húsinu og hún spurði líka vinnumennina sem hún hitti á leiðinni. Einhverra hluta vegna kom Pamela einmitt að staðnum, þar sem ráðist hafði verið á mig, rétt eftir að það skeði. Ég hafði verið ein i bilnum svo ég hafði engan til að opna fyrir mig hliðið. Ég skildi bílinn eftir i gangi, opnaði hliðið. ók i gegn og var nýkomin aftur út úr biinum, til að loka hliðinu, þegar þetta skeði. Mennirnir voru tveir og þeir tuldruðu eitthvað fyrir munni sér, en þó ég gæti skilið þó nokkuð í swahili töluðu þeir of hratt til að ég gæti skilið nema eitt og eitt orð. Ég spurði hvað þeir vildu og annar svaraði: „Mwezi, frú." I>eir voru glottandi og annar þeirra hélt á stórum bjúghníf. Ég var að velta þvi fyrir mér, hvort við gætum notað tvo vinnumenn i viðbót og hvort ég ætti að senda þá til Julians —" „Mwezi." greip ég frani i fyrir henni. Ég kunni svo til ekkert í swahili. Það er ekki það mál sem algengast er að heyra i Zambiu. „Þýðir þaðekki tungl?" „Jú. það lætur nærri. Það getur þó líka þýtt mánuður. Það segir sig sjálft að mennirnir voru ekki eins og þeir áttu að sér. Það var auövitað alveg gagnslaust að ætla að ræða við þá svona á sig komna.” „Ertu að meina að þeir hafi verið drukknir?” spurði ég. „Eða undir áhrifum annarra vimugjafa. Eða jafnvel dáleiddir.” Sara frænka hélt áfram: „Ég spurði þá aftur hvað þeir vildu og þeir gerðu mér skiljanlegt að þeir ætluðu að klippa af mér hárið. Ég hef alltaf álitið liklegast að þeim hafi verið fyrirskipað að ná i hárlokk af höfði hvítrar konu til að færa töfralækninum. Það var enga grintmd að sjá á frant- komu þeirra og mér fannst ég ennþá hafa í fullu tré við þá. Annar þeirra var meira að segja farinn að reyna að semja við mig og hann sagði að hann ætlaði ekkert meiða mig. Ég brosti til hans. því ég vildi fyrir alla muni hafa hann góðan. „Allt i lagi,” sagði ég, „ég er með nagla- skæri í bílnum. Leyfið mér að ná í þau og ég skal klippa handa ykkur smálokk." Ég var líka næstum þvi viss um að þeir hefðu leyft mér það ef ég hefði ekki einmitt á sama augnabliki heyrt hófa tak. Hinir innfæddu heyrðu þetta auðvitað líka og ég sá hræðslusvipinn á andliti þeirra. Ég vissi að það var Vivien, sem kom ríðandi. og að ég varð að losna við þá áður en hún kæmi. 1 heimsku minni reyndi ég að komast að bilnum. Maðurinn með sveðjuna hljóp til og sveiflaði henni í átt að vanga minuni. Ég fann um leið fyrir undarlegri kulda tilfinningu, eins og höfuð mitt hefði frosið öðrum megin og það næsta sem ég vissi var að ég lá á jörðinni og hinn maðurinn tók upp eitthvað sem lá við hliðmér. Mennirnir hlupu af stað en námu svo 13. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.