Vikan


Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 38

Vikan - 27.03.1980, Blaðsíða 38
Hörmuleg sjóslys Yfirloftskeyta- maður var glæpamaður sem endaði daga sína í fangelsi. Atti hann líka sök á harm- leiknum um borð í Morro Castle? og sér ekkert fyrir reyk. En þvi miður leggur hann ranga merkingu i reykinn. Hann heldur að hann stafi af þvi að verið sé að vinna á sjálfum eldinum. Það er ekki fyrr en að öll Ijós blikka á töflunni i brúnni að honum verður hið raunverulega ástand ljóst: Hitastigið i öllum klefum er komið upp i 70 gráður sem þýðir að skipið er alelda. Þá loksins fer Warms að huga að slökkviaðgerðum og hárin risa á höfði hans í skelfingu. Allt vatn er löngu uppurið, það er ekki vatnsdropi í leiðslunum. Skipstjórinn æðir um skipið. Hann finnur yfirvélstjórann á gólfinu i stýrishúsinu — hóstandi og náfölan. — Hvers vegna eruð þér ekki niðri i vélarrúntinu, spyr hann. — Það er ekki dropi af vatni i leiðslunum. — Það er urn seinan, stynur Abbot. — Skipið er glatað'— það er of seint að gera nokkuð. Warnts grípur um axlir hans og hristir hann. Um leið er tilkynnt að skipið sé orðiðstjórnlaust. Ekkert af stjórntækjunum er starfhæft lengur. — Skipið rekur, herra. En skipstjórinn á ekkert svar til. héðan í frá eru allar skipanir þýðingar- lausar. Skipið er allt eitt eldhaf. Öll von er úti. í loftskeytaklefa Morro Castle er orðið jafnheitt og í helvíti. Gólfið, sem á Urðu 134 manneskjur að láta lífið af því að skipstjórinn vildi spara útgerðinni björgunarkostnað- inn ? að vera eldtraust, glóir. 2. loftskeytamaður. Alagna, reynir að ná sambandi við skipstjórann til að fá skipun um að senda út neyðarkall. Hann finnur hann ekki. Andlit Alagnas er alsett brunablöðrum, einkennis- búningurinn sviðinn. Sendu út SOS, segir hann við I. loftskeytamann, George Rogers. — Ekki án skipunar, svarar Rogers. Hann veit að samkvæmt sjórétti verður útgerðarfyrirtæki Morro Castle að taka á sig allan kostnað við björgunar- aðgerðir eftir að neyðarkall hefur verið sent út. Kostnaður sem gæti í þessu tilfelli farið upp í margar milljónir. — Ertu brjálaður, hrópar Alagna. — Ætlarðu að láta alla stikna i hel? I sömu andrá springur gluggi á loftskeytaklefanum og eldtungur teygja sig inn. Alagna ryður sér braut út. Hann verður að finna skipstjórann og fá hann til að gefa skipun um að senda út neyðarkall. Hann finnur skipstjórann sem gefur skipunina. Kl. 3.20 berst fyrsta neyðar- kallið yfir öldur hafsins: SOS, SOS — Morro Castle. Staða: 20 milur suðaustur af Scotland Light. SOS — SOS ... Þrjú skip hafa þegar orðið vör við eld sem ber við himininn: Strandferðaskipið Tuckerton, farþegaskipið Monarche of Bermude og vöruflutningaskipið Andrea S. Luckenbach. Strax og fyrsta neyðar- kallið berst til þeirra flýta þau sér á vettvang. Rogers tekst að endurtaka neyðar- kallið þrisvar sinnum. Þá stendur loginn út úr rafalnum. Morro Castle getur ekki framarlátiðísér heyra. Það er búið að slökkva á öllum vélum i vélarrúminu, 1. vélstjóri er hniginn í ömegin. Hann nær þó meðvitund á ný og tekst að nota siðustu kraftana til að koma þrýstingi á slökkvileiðslurnar. Siðan tekur aðstoðarmaður hans utan um axlirnar á honum og tekst að draga hann uppá þilfarið. Þar rekast þeir á hóp farþega. konur. karla og börn, sem hafa kropið á hnén og syngja sálm. Þau eru u.þ.b. 10 metra frá eldhafinu. Þá kemur Bujia auga á brunahana, skrúfar frá þeim og eldurinn hörfar undan vatninu. Klukkan 3.15, áður en fyrsta neyðarkallið er sent út, er fyrsti björgunarbáturinn settur á flot. Þar er pláss fyrir 58 manns. — Látið konur og börn sitja fyrir. æpir 2. stýrimaður. 12 manneskjur sitja þegar i bátnum og nú stekkur sá þrett- ándi um borð. Það er yfirvélstjórinn. Abbott, í hvita einkennisbúningnum sinum. Og hann gefur hásetanum skipun um að láta bátinn síga niður þó enn sé þar pláss fyrir 48 i viðbót. — Takið fyrst fleiri farþega, hrópar \ 38 Vikan 13. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.