Vikan


Vikan - 05.02.1981, Qupperneq 9

Vikan - 05.02.1981, Qupperneq 9
Utvarp Þegar best lætur er hægt að ná kvöld- fréttunum á venjulegt ferðaútvarp i Evrópu, en svo koma slæmir tímar og þá heyrist illa, ýmist vegna slæmra hlust- unarskilyrða eða truflana, eða hvort tveggja. Úrbætur eru ýmsu háðar, svo sem endurbótum á búnaði (betra viðtæki og loftnet), betri sendibúnaði. hreinni útsendingartíðni, en þar erum við ekki einráðir og eigum undir Alþjóðafjar- skiptastofnunina að sækja. Tíðnis- ákvarðanir á stuttbylgju eru nefnilega ekkert einkamál hvers lands fyrir sig. Ef svo væri mundi vera algjört öngþveiti á öllum stuttbylgjusviðum og truflanir mun fleiri en þær eru nú. Þeir í Gufunesi fá iðulega bréf frá áhugahlusturunum, rétt eins og Ríkis- útvarpið. Þeir hafa fengið bréf alla leið frá Japan og Ástralíu svo eitthvað sé nefnt. Allar upplýsingar um styrk útsendingar koma að einhverju gagni og þær auðvitað mest sem eru af þeim slóðum sem mest áhersla er lögð á að ná til. Til margra hluta nytsamlegur Sendirinn á Rjúpnahæð er til margra hluta nytsamlegur utan þess hálfa annars klukkutíma sem útvarps- dagskráin fer um hann á kvöldin. Þetta er dýrt tæki og verður að nýta það sem allra best. Það er líka gert. Sendirinn er notaður til samtalaþjónustu við skipin og um hann eru veðurkort einnig send. Stjórnstöðin er í Gufunesi og þaðan liggja línur upp á Rjúpnahæð i sendinn. Sendirinn hefur sér bylgju, fyrir stutt- bylgjuútvarpið, sem ekki er notuð fyrir samtöl. Eftir að hafa skoðað tækjabúnaðinn í Gufunesi hafði Stefán samband við Rjúpnahæð til að boða komu okkar til að mynda sendinn . . . og hann notaði símann til þess. Það er sjálfsagt mest um vert að velja alltaf bestu aðferð til að ná sambandi við umheiminn . .. miðað við aðstæður. Er einhver afi hlusta? Háloftin voru ósköp meinleysisleg að sjá þegar gengið var út úr lágreista húsinu í Gufunesi þar sem öll þessi fjar- skipti fara fram. Ekki sást tangur né tetur til alls þess sem þar flaug um loftin. Einu sýnilegu ummerkin um þá víðtæku starfsemi sem þar fer fram eru nokkur möstur og línur sem liggja til ýmissa átta. En margt lá í loftinu, það vissum við vel, eins og best sannast á bréfunum sem halda áfram að berast þeim i Gufunesi og I Útvarpi Reykjavík við Skúlagötuna. 1 fjarlægum heimshornum er vísast einhver að hlusta á undarlega íslensku á þessari stundu, eða er klukkan þín ekki að verða hálfátta að kvöldi? 1 ■ Morgon tsaiome Ný vasabrotsbók frá Prenthúsinu á næsta blaðsölustað 6. tbl. Vikan 9 MORGAN KANE
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.