Vikan - 05.02.1981, Side 23
— Nei, hún er í hárgreiðslu
eða í Bronsh^j hjá frænku
sinni.
— Jæja, það skiptir ekki
máli. Ég ætlaði bara að segja
takk fyrir lánið á snúrunni.
Ég tók við snúrunni og frú
Larsen fór aftur. í sama mund
hringdi síminn.|Ég lagði snúr-
una frá mér, gekk inn og tók
upp tólið.
— Það er bara ég,
Thomasen, heyrðist sagt
áköfum rómi. Erna er búin að
gefa mér leyfi til að fara á
veiðar á morgun svo ég ætlaði
að láta þig vita. Þú ert til í að
koma9 Héraveiðarnar byrja á
morgun og ég ætla að hafa bjór
og sjúss með svo við getum
reglulcga notið dagsins.
Þetta var aldeilis freistandi
boð. Maður verður að vera
mjög kugaður til að standast
svona boð.
Svo eg þakkaði pent.
— Ef mér tekst að fá Marí-
önnu til að sleppa mér, bætti ég
við fyrir siðasakir.
— Það tekst áreiðanlega,
sagði Thomasen, en mundu nú
að hafa byssuna með! Ekki eins
og í fyrra . . . þá mundirðu svo
sem eftir bjórnum og brugginu,
en byssan, hún . . .
— Já, þar hafði ég aldeilis
legið í því.
— Ég fer inn í stofu og tek
hana niður af veggnum á
stundinni! sagði ég.
Svo lagði ég á og gekk inn í
stofu og skyndilega fann ég
gaslykt. í flýtinum við að
sækja flöskuna hafði ég gleymt
Þýð.: Anna
að kveikja á gasinu á gaselda-
vélinni og nú streymdi gasið um
allt, í stað þess að brenna
undir katlinum.
Ég fór áleiðis að eldhúsinu til
að redda því og um leið var
aðaldyrunum hrundið upp. Ég
tók snúruna (Marianna þolir
ekki að allt sé út um allt) og
með hana og byssuna upp á
arminn gekk ég niður í for-
stofu.
Það var Maríanna. Hún leit
eldsnöggt á byssuna og veinaði.
Svo fleygði hún sér upp um
hálsinn á mér og grét í mikilli
geðshræringu.
— Þetta var grín! hrópaði
hún. — Ég gerði þetta bara til
að komast að því hvort þú læsir
þessa miða frá mér sem ég
skrifa þér. Ég hélt ekki að þú
ætlaðir að skjóta þig af sorg út
af því að . . . .
Hún kom auga á snúruna.
— Þú hefur líka reynt að
hengja þig! öskraði hún
skelfingu lostin. Siðan tók hún
eftir gaslyktinni.
— Ó nei! Það líka! æpti hún
og hjúfraði sig upp að mér.
— Elskan mín! Ástin mín!
Ástin mín!
Hvað í fjáranum átti ég að
gera? Annað en að standa
þarna eins og nátttröll?
En út úr öllu þessu kom þó
það, að daginn eftir fór ég með
Thomasen á héraveiðar, með
veiðistöngina með mér. iM
Skop
6. tbl. Vikan 23