Vikan


Vikan - 05.02.1981, Side 31

Vikan - 05.02.1981, Side 31
mmmammmaaa Plakatið Eftir stríðið varð Reagan formaður hagsmunasamtaka kvikmyndaleikara og gegndi því embætti i sex ár samfleytt. Þar þótti hann standa sig framúrskar- andi vel og kjör leikara stórbötnuðu á þessum tíma. Síðar, eða árið 1959, þegar málefni þessa verkalýðsfélags kvik- myndaleikara voru komin í hnút, var hann enn á ný kjörinn forseti. Hann vék sér ekki undan kallinu og félagið fór í verkfall undir forystu Reagans og vann verulegan sigur. Ronald Reagan er þannig fyrsti forseti Bandaríkjanna sem verið hefur i verka- lýðsfélagi, hvað þá formaður þess. eiga unga ieikkonu frá Chicago, Nancy Davis. Nancy hafði þá leikið i átta kvikmyndum við góðan orðstír en er hún varð eiginkona hætti hún að leika. „Aðrar konur geta kannski verið á tvenns konar vettvangi og staðið sig jafnvel á báðum,” sagði hún, „en ég get það ekki.” Þau eiga tvö börn, Particiu Ann (Patti), sem fædd er 1955, og Ronald (Skipper), fæddan 1961. Lengi vel framan af fylgdi Ronald Reagan demókrötum að málum. En árið 1960 hófst hann fyrst verulega handa i stjórnmálum og bafðist fyrir forsetaefni repúblikana, Richard Nixon. Og tveimur árum seinna, þcgar Nixon var 1 framboði sem fylkisstjóri í Kaliforníu, var Reagan aftur einn fremsti stuðnings- maður hans, en þá hafði hann lika vent sínu kvæði í kross og var orðinn repúblikani. AF HVÍTA TJALDINU í HVÍTA HÚSIÐ Árið 1940 gekk hann að eiga leik- konuna Jane Wyman. Þau eignuðust dóttur ári seinna, Maureen, og 1945 tóku þau að sér fósturson, Michael. Jane og Ronald skildu árið 1948. Fjórum árum seinna gekk hann að Fagnað mafl fjölskyldunni. Frá vinstri: Ronald yngri, Patti, Nancy, Ronald aldri, Michaal mafl soninn Cameron, Collaan kona Michaels, Maureon. 1965 tilkynnti Reagan framboð sitt til fylkisstjóra í Kaliforniu 1 komandi kosningum. Fyrst í stað var hlegið að þessum stjórnmálaleikara, eins og hann var kallaður, en þegar á hólminn kom vann hann glæsilega og aftur 1970. 1976 tókst hann á við Gerald Ford um útnefningu sem forsetaefni repúblikana — og tapaði. En hann hélt baráttunni áfram og ekki til einskis — hann er kominn af hvita tjaldinu 1 Hvíta húsið. Ronald litli Raagan I þriflja bakk I bamasköta. Hann ar yst til vinstri i annarri röfl — styflur hönd undir höku. Iþröttafréttaritari hjá WHO útvarpsstöflinnl I Das Moinas. 6. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.