Vikan


Vikan - 05.02.1981, Page 34

Vikan - 05.02.1981, Page 34
Sigurður Hreiðar tók saman Eina og Eiríkur var ÞjMrakur biskup «andur tM Islands að boöa mormOnatrti og ains og Eiriki var honum misjafnlaga tskifl. Þatta er atriði úr Paradísarheimt — Þjóflrekur rœflir mklin vifl hóp bœnda é Þingvöllum. Um skip og menn Skipið heitir Nevada og er á lengd 350 fet, 58 faðmar, á vídd 50 fet, 8 faðmar, það stóð í sjó 22 fet, borðhæð ofan sjó 27 fet og ber 2000 tons; það er járnskip og fjarskalega sterkt og líka prýðilegt. Það er þrídekkað og er ekkert af góssi á þeim, allt það skelfingar góss undir því neðsta dekki. Maskínan stór og mikilfeng, upp úr henni stóðu 2 járn- boltar, 4 álna langir og digrir sem strokkur, og gengu þeir upp og niður með kasti, eins og þeir væru ekki þyngri en físisveppur; dekkið er sums staðar steinlagt, allar rár og möstur klædd með járn, skipið æðir áfram með mikilli fart, þó það sé stormur og stórsjór á móti og kastar frá sér sjónum; því er stýrt með maskinu, og þarf ekki meiri átök en liðlegt hesputré. Fólk á skipinu var 590 manns, 490 farþegar, 100 fylgdi skipinu, og allt þetta fólk hafði 6 ýmisleg trúarbrögð og annaðhvort hefur einn trúarflokkurinn verið réttur á trúnni ellegar enginn. Frelsarinn segir, að það sé ekki nema einn vegur til eilífs lífs og hann þröngur; ég hefi ekki meiri orð um það KVENFOLK ER EKKERT AÐGERA NEMA MAT- REIÐA, VASKA OG SAUMA Hér kemur þriðji og síðasti hlutinn með upprifj- un á sögu Eiríks á Brúnum, mannsins sem er fyrirmynd að svo mörgu í sögunni Paradísar- heimt. Hér segir frá ferð hans og fjölskyldu hans til Spanish Fork og lífinu þar, trúboðsferð Eiríks heim til íslands og loks fráhvarfi hans frá mormónatrú og því er hann snýr alfarinn aftur heim á fornar slóðir. nú. 40 manns voru á fyrstu káetu, er ætluðu til Nýju Jórvikur vestur yfir Atlantshaf, en þeir verða að borga fyrir mat og rúm á hverjum degi 40 krónur, og mun ykkur þykja það ótrúlega mikið, en þar er ekki á borðum tálkn og söl og bræðingur við. 1 12 daga tutlast úr buddunni 480 krónur vestur yfir sundið. Á annari káetu voru 70 manns og áttu þeir að gjalda fyrir rúm og mat 144 krónur. Á þriðju káetu 380 manns, og þar vorum við tslendingar og fór fullvel um okkur; við fengum þrisvar á dag nóg af hveitibrauði og kexi, kjöti og kartöfl- um, smjöri, kaffi og the, stundum graut með sírópi út á. Þetta þótti okkur nú viðunanlegt, og þurfa ekki að borga fyrir á parti. Við lágum við okkar rúmföt sjálf, rúmin voru úr við, en borð og bekkir á miðju dekki í 15 faðma löngum sal. Á skipinu var vertshús, sjúkrahús, tukthús; skipsmenn léku ýmsa leiki á hverjum degi til skemmtunar uppi á efsta dekki. Á hverjum degi er öllum skipað upp á dekk einn klukkutíma. Þá eru sópuð öll verelse og svo sáldrað þurru sagi um allt gólfið. Eitt barn úr trlandi dó á hafinu og var látið í poka og kastað fyrir borð. 34 Vikan 6. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.