Vikan


Vikan - 05.02.1981, Page 47

Vikan - 05.02.1981, Page 47
Myndlist orðinn eins góður og Kurt Ard. Seinna sá ég að Gísli hafði rétt fyrir sér. Þetta voru ósköp viðvaningslegar myndir hjá mér. Þó fór ekki svo, að ég fengi ekki myndir eftir mig í Vikunni. Ég þekkti Stefán Aðalsteinsson, sem skrifaði smá- sögur fyrir Vikuna, og hann bað mig að teikna við sögurnar. Það voru fyrstu myndir minar á prenti. En vilji minn til myndgerðar fór vaxandi. Ég sótti kvöldnámskeið hjá Sigurði Sigurðssyni og Sverri Haralds- syni og þótti báðir góðir. Satt að segja fékk ég óhemju áhuga á Handíða- og myndlistaskólanum, en hafði það ætíð á bak við eyrað að verða hæfari prent- myndasmiður. Sú hugsun varð aldrei djúpstæð hjá mér á þessum árum að gerast myndlistarmaður. En ég fékk frí frá námi i Rafgraf hálfan daginn, fyrir vpú'ilia Hilmars eiganda og Þorsteins Oddsonar, sem fyrr er getið. Þar með hóf ég nám við forskóla Handíða- og myndlistaskólans, samtímis fjórða náms- ári i prentmyndagerð. Hvað olli þessum mikla áhuga þínum á prentmyndagerð? Vildi feta I fótspor Eiríks Smith Ég vissi um frábæran listamann í faginu, en það var Eiríkur Smith list- málari. En mig langaði að feta í fótspor hans og verða toppmaður í prentmynda- gerð. En þó fór svo að ég hætti í prent- myndagerð um leið og ég lauk sveins- prófi. Um leið innritaðist ég í framhalds- deild Handíða- og myndlistaskólans sem þriðja árs nemandi og var þar í fjögur ár. Á sama tíma sótti ég kvöldnámskeið í Myndlistaskólanum hjá Hring Jóhannessyni og Ragnari Kjartanssyni. Einnig leirmótun hjá Ásmundi Sveins- syni. Það hefur verið nóg að gera? Já, enda var þetta frjósamt tímabil. Hringur kveikti hjá mér neistann í teikningum en Sigurður í málverkinu, „sjáðu tóninn hér — sjáðu — langt þvi frá að vera réttur — sjáðu”. Hvað skeður svo? Ég stundaði á sínum tíma frjálsar íþróttir með Ármanni. Þjálfarinn minn þar var Arthúr Ólafsson listmáiari, sem nú starfar í Svíþjóð. Við vorum einnig saman í Handiða- og myndlistaskól- anum. Um tíma höfðum við saman vinnustofu í Mýrarhúsaskólanum, en þar var hann teiknikennari. Báðir höfðum við mikinn áhuga á framhaldsnámi í myndlist og litum þá yfir pollinn. Með Gullfossi til Kaupmannahafnar Einar Hákonarson var þá við nám í Vallandsskólanum i Svíþjóð. Hann gaf 6. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.