Vikan


Vikan - 16.04.1981, Page 21

Vikan - 16.04.1981, Page 21
Ungfrú Ingesvik er löngu komin á fætur. Hún var þegar farin út, þegar ég rumsk- aði sem snöggvast um klukkan hálfsex. Svo hélt hún áfram inn í matsalinn. Johannes kólnaði upp af gremju. Sumpart var hann reiður Lindu. sumpart sjálfum sér fyrir að hafa ekki vaktað hana betur. Hann bölvaði i hljóði. Hvern fjandann hafði hún farið? Nú hafði hún verið í burtu í tvo — þrjá klukkutíma. Hafði hún farið í gönguferð umhverfis vatnið? Hann yrði ekki undr- andi á því. Linda Ingesvik hafði alltaf verið svolitið sérstök. Hann gekk að afgreiðsluborðinu og ætlaði að athuga um bíl á leigu. Hann var í uppnámi. Ekki vegna þess að hann óttaðist um Lindu, heldur vegna þess að henni skyldi takast að sleppa frá honum. Hún hafði leikiðá hann. Honum gramd- ist það sárlega. Nú, en auðvitað vissi hún ekki. að hann varð að hafa strangar gætur á henni. Enginn hafði beðið hana um að láta vita um allar sínar ferðir. En samt sem áður! Þetta var dauðans gremjulegt. Stúlkan í móttökunni leit á hann. hugsaði sig um, skoðaði gestalistann. — Ert það ekki þú, sem býrð á nr. 17? — Jú. — Hérna er einhver miði. sé ég, frá næturverðinum. Ég hef ekki lesið hann, en ég held hann sé til þín. Jóhannes tók við miðanum og las: „Ole Bring (hlaut að vera Ola Brink, hugsaði hann) hringdi frá Reykjavik: Vincent Gram er saklaus. Surtur er sennilega við Mývatn. Vertu vel á verði. Slepptu ekki Lindu úr augsýn. Við komum með fyrstu ferð." Johannes stirðnaði upp. — Hefur nokkur yfirgefið hótelið í dag? Karl- maður? — Þvi get ég ekki svarað. ég er svo nýkomin á vakt. — Hvar næég í næturvörðinn? — Hann er farinn heim. Hann býr á Einarsstöðum. — Hefur hann sima? — Nei. Svipur hans lýsti í senn óþolinmæði og vanmætti. — Heyrðu annars, sagði unga stúlkan. — Einhver hefur liklega verið snemma á fótum í morgun, því ég man, að ég heyrði einhvern koma inn og fara upp á aðra hæð. En ég sá hann ekki, ég var inni í hvíldarherberginu. Johannes dró andann djúpt. Hann minntist bílsins, sem komið hafði að austan snemma morgunsins. Hann hafði ekki gefið honum sérstakar gætur. en hann hafði virt fyrir sér bílana á bila- stæðinu, þegar hann kom aftur neðan frá vatninu. Hann mundi, að þar höfðu verið i meirihluta Ijósir jeppar, eins og ferðamenn taka oftast á leigu til að ferðast um hálendi íslands, þar sem alltaf má eiga þess von að rekast á óbrú- aðar ár eða hraunhöft. Johannes gat ekki sagt til um það með vissu hver þeirra hafði síðast komiðá stæðið. Hann ætlaði að fara að skammast við stúlkuna í móttökunni, en sá sig um hönd. Það hefði verið óréttlátt. Það var hann sjálfur, sem hafði sofnaðá verðinum. Johannes bölvaði enn i hljóði yfir vangá sinni. Bíllinn var hans eina von. Og hann 16. tbl. Vlkaníl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.