Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 12
Lopapeysa með púffermu]
Efni:
200 g sauösvartur lopi (nr.
52)
lOOggult (nr. 95)
100 g blágrænt (nr. 107)
100 g vínrautt (nr. 84)
100 g bleikt (nr. 134)
Hringprjónar nr. 5 og 6.
Ermahringprjónar nr. 5 og
6.
Bolur:
Fitjið upp 110 1. með
sauðsvörtu á prjóna nr. 5
og prjónið 6 cm stroff (1 sl.,
1 br.). Skiptið yfir á prjóna
nr. 6 og prjónið 15 cm slétt
prjón. Prjónið síðan rend-
lur: 1 um.. gul, 1 umf. blá-
græn til skiptis 8 sinnum.
Að því loknu eru prjónaðir
18 cm samtals með blá-
grænu. Þegar lokið er 10
cm af blágrænu er komið
að handvegi og lykkjunum
skipt í fram- og bakstykki.
FeÚið af fyrir handvegi sitt
hvorum megin, fyrst 6 1.,
síðan 2X11. Eftir eru þá 92
1. sem skiptast í fram-
stykki og bakstykki. Þegar
þessum 18 cm af blágræna
litnum er lokið tekur tekur
vínrautt við. Prjónið 10 cm
af vínrauðu. Prjónið síðan
2. umf. með blágrænu og þá
er komið að hálsmáli að
framan: (Ath. að ekki er
tekið úr fyrir hálsmáli á
bakstykki).
Miðlykkjurnar 15 eru
felldar af og annað axla-
stykkið geymt á meðan hitt
er prjónað. í næstu umf. er
svo alltaf 1 1. felld af við
hálsmál, þar til 17 cm
mælast frá því að vínrauði
liturinn hófst. Ef vill má
hafa rendur á axla-
stykkinu. Eftir að 2. umf.
með blágrænu lýkur eru
prjónaðar 2 umf.
vínrauðar, 2 umf. blá-
grænar, 2 umf. vínrauðar, 2
umf. blágrænar og 2 umf.
vínrauðar, samtals 10 umf.
Fellið allar lykkjur af.
Hitt axlastykkið er
prjónað á sama hátt.
Bakstykkið er prjónað
eins og framstykki frá
handvegi nema eins og fyrr
segir er ekki tekið úr fyrir
hálsmáli. Allar lykkjur eru
felldar af þegar 17 cm
mælast frá því aö vínrauði
liturinn hófst.
Ermar:
Fitjið upp 301. með bleiku
á prjóna nr. 5. (Best er að
prjóna með 5 prjónum en
einnig má prjóna á tvo
prjóna og sauma svo
stroffið saman innan á
erminni.) Prjónið 6 cm
stroff (1 1. sl., 1 1. br.).
Skiptið á hringprjón nr. 6
og prjónið slétt prjón.
Aukið út um 2 1. í 6. hverri
umf. Prjónið slétt prjón
með bleiku þar til 15 cm
mælast. Þá koma rendur: 1
umf. bleikt, 1 umf. blá-
grænt, samtals 8 sinnum.
Skiptið þá yfir í vínrautt
og þegar 12 cm mælast af
því er komið að úrtöku
fyrir handveg. Fellið af
fyrir handvegi sitt hvorum
megin, 6 1. Síðan 2X1 1.
Skiptið yfir í sauðsvart þeg-
ar 14 cm mælast í allt af
vínrauöu og prjónið beint
upp (fram og til baka frá
því að úrtaka hófst), 17 cm.
Prjónið þá alltaf 31. saman
út prjóninn. Prjónið
síðan 1 prjón í viðbót og
fellið síðan allar lykkjur af.
Þetta er gert til að púff-
ermar myndist.
vikan 5. tbl.
o
Frágangur:
Saumið saman axla-
stykkin og saumið ermarn-
ar síðan í. Takið upp 1. í
hálsmáli og prjónið 2 cm
stroff (11. sl., 11. br.) með
blágrænu. Pressið létt yfir.