Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 6
Skammt austan viö Markar-
fljótsbrúna bættist í hópinn enn
einn bíll meö tveim mönnum.
Austan viö brúna héldu bílarnir
þrír út af þjóðveginum og stefndu
upp í Þórsmörkina. Skammt
innan við Merkurbæina hófu
bílarnir að ösla mikið krap.
Fyrsti meiriháttar farartálm-
inn var Steinsholtsáin. A henni voru
skarir miklar og gekk illa að koma
annarri rútunni yfir ána. Vaskir
menn undu sér út úr rútunum og
tóku til við að höggva för og ryðja
leið fyrir rútuna yfir Steinsholts-
ána. Græna rútan göslaöist yfir
eins og ekkert væri.
Þegar komið var innar í Mörk-
ina, á móts við Merkurranann,
sóttist leiðin enn verr. Voru marg-
ar hendur önnum kafnar við snjó-
mokstur og íshögg. Afram var
baslast með bílana, sem féllu öðru
hvoru niður um íshellurnar.
Akváðu fararstjórarnir við
svo búið að flestir farþeganna
skyldu ganga inn í Skagfjörðs-
skála. Veðrið var ennþá með á-
gætum og ferðalangarnir vel bún-
ir til að ráðast gegn ísaköldum án-
um. Nokkrir leiðangursmenn urðu
eftir í rútunum til að aöstoða bíl-
stjórana við að koma þeim inn-
eftir, skófla burt snjónum og berja
sundur ísinn.
Göngufólkinu farnaðist ekki að
óskum. Illa gekk að finna vöð á án-
um og sáu menn fram á að þurfa
aö vökna. Myrkriö lagðist yfir
Mörkina áður en göngumenn
komust inn aö Hvanná. Ekki tók
betra við þegar að henni var
komið, snjóbylur skall á.
Arnar voru ískaldar og ekki á-
rennilegar. En hópurinn við
Hvannána lét ekki bugast, allir
læstu saman höndum og síðan var
látið vaöa beint yfir beljandi
jökulfljótið. Halarófan komst
heilu og höldnu yfir allar árnar
sem eftir voru. Þeir sem blotnuðu
voru þó ekki illa settir þar eð lítið
frost var í lofti.
Yngsti feröalangurinn, níu ára
gömul stelpa, stóö sig eins og
hetja. Hún óð allar árnar með
þeim fullorðnu og kom ásamt
gönguhópnum aö Skagfjörösskála
um sexleytið á gamlárskvöld.
I skálanum safnaðist göngu-
fólkið saman, misvott og kalt.
Olíukyndingunni var komið af
stað, en í suðurstofunni másaði
gasofn sem verkaði eins og segull
á hópinn. Norpuöu menn þar til
geislandi gasofninn tók aö efla
hlýjuna í hópnum.
Rúturnar voru enn ekki
komnar. Söknuöu menn þeirra
óspart, einkum vegna þess aö þar
voru þurru fötin til skiptanna og
allur maturinn í stóra svanginn.
Heppnin var þó meö í förinni.
Athugull og svangur feröalangur
rakst á fötu í öðru eldhúsinu, í
henni var torkennilegt duft sem
við bragðprófun reyndist vera efni
í súpu.
Voru nú dregnir fram stærstu
pottarnir á staðnum og hituö
kynstrin öll af súpu. Allir fengu
belgfylli og hugsuðu hlýlega til
þeirra hugulsömu manna sem
skildu eftir súpuduftiö. Raunar
höfðu þeir sem ekki tóku þátt í
súpugerðinni í flimtingum að
ekkert duft heföi fundist, heldur
hefðu Hvanná og Krossá lagt efnið
í sokka súpugerðarmannanna. En
þessir gárungar, eins og allir aörir
göngugarpar, höfðu gott af
súpunni og sátu heitir og hljóðir
að lokinni súpuveislunni.
Um tíuleytiö komust bílarnir
loksins í námunda við skálann, en
þó ekki yfir Krossá. Farangurinn
beiö í bílunum, svo að ferðalang-
arnir uröu að gera sér að góðu að
skrýöast aftur votum og hálf-
köldum fótabúnaðinum. Síöan óðu
menn yfir aö bílnum, í gegnum
krapa og ískalt vatn. Flestir
gengu rösklega þegar snúið var í
átt til skálans að nýju, enda voru
verölaunin þrifin upp úr hafur-
taskinu: þurr föt, gómsætur
matur og drukkur af ýmsu tagi.
Tóku allir hraustlega til matar og
drykkjar og upphófst fljótlega
söngur, gleði og gaman.
Um miönæturskeiðið hélt feröa-
fe Vikan S.tbl.