Vikan


Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 47

Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 47
viö morgunmatinn og leifarnar af etergufunni, þeim mun meiri líkur voru á því, að einhver kæmi okkur til bjargar. Uppköst hans höföu breyst í kjökur. Eg bræddi hreinan snjó í höndum mér og þvoöi andlit hans sem best ég gat. Hann settist upp í snjónum, tárin runnu niður kinn- arnar, og hann kallaði á pabba sinn. — Pabbi kemur bráðum, sagði ég fullvissandi og óskaði, aö satt væri. Ég leit um öxl. — Hefurðu hreinan vasaklút, svo að ég geti þurrkað honum? Sloan fálmaði í vasa sína. — Nei, ekki hreinan. Þú hlýtur að hafa vasaklút í töskunni þinni, ég skal sækja hana. — Nei, þetta er allt í lagi, flýtti ég mér að segja, en hann var þeg- ar farinn að leita í aftursætinu. — Hvar er hún? kallaöi hann. — Ég. . .égtýndihenni. Hann dökknaði í framan af reiði. — Inn í bílinn meö ykkur, hreytti hann út úr sér, rykkti Bruno á fætur og ýtti honum inn í bílinn. — Jæja, svo að þú þykist hafa týnt töskunni þinni. Allar konur verða vitlausar ef þær týna töskunum sínum. Þú týndir sko ekki þinni, tíkin þín! Þú hefur áreiðanlega látið hana detta af ásettu ráði, svo að Marsh elti þig til að skila henni. En þú skalt ekki halda, að ég láti eyöileggja áætl- anir mínar á þessu stigi, ég breyti þeim bara aðeins, þaö er nú allt og sumt, sem þú hefur upp úr þessu. Ulrich steig bensínið í botn. Þar sem ég þurfti ekki lengur að lát- ast, horfði ég í sífellu út um aftur- gluggann, en enginn virtist vera á slóð okkar. Eg þurrkaði andlit Brunos með treflinum hans. Hann var nú sestur upp og spuröi í þaula, og ég reyndi að fullvissa hann um, að við værum á leiðinni til Innsbruck. Hann var enn með ekka eftir allan grátinn, og þegar hann hallaði sér að mér örmagna og virtist ætla að sofna, var mér huggun að því að taka utan um grannar axlir hans og þrýsta hon- um að mér. Það færði mig nær Jon. Ég var ekki í nokkrum vafa um, að hverjar svo sem tilfinning- ar hans væru í minn garö, þá léti hann að minnsta kosti einskis ófreistaö til aö finna son sinn. Sloan og Ulrich hnakkrifust á þýsku, og þegar bíllinn sveigði til vinstri og byrjaði að klifra upp mjóan, brattan hliðarveg, var Ul- rich augsýnilega ekkert ánægður. Sloan var hins vegar sigri hrós- andi. Hann sneri sér að mér. — Eg hefði farið meö ykkur til Innsbruck og falið ykkur þar, ef þú heföir ekki asnast til að reyna að vekja eftirtekt Marsh, sagði hann,—En hann er vís til aö hafa náð númerinu á bílnum, svo að það er þér sjálfri að kenna að við verðum að breyta áætluninni. Það TF-einingahús Til húsbyggjenda Af hverju einingahús? Ef þú hefur í hyggju að byggja þér íbúðarhús þá ættir þú að kynna þér vel þá möguleika sem einingahús bjóða upp á. Með því að kaupa einingahús sparar þú tíma og fyrirhöfn við hús- bygginguna ef þú færð húsið í einum „pakka". Ef þú byggir hús úr tilbúnum einingum frá verksmiðju okkar þá sparar þú fyrst og fremst tíma við bygginguna. Með stöðlun og fjöldaframleiðslu næst einnig niður kostnaður, auk öryggis vegna reynslu byggingarverktak- ans á smiði á einingum. 200 hús Árið 1975 hóf TF framleiðslu á einingahúsum og á þessum 7 árum höfum við framleitt um 200 einingahús úr timbri i verksmiðju okkar auk smærri bygginga úr stöðluðum einingum. Eftir þetta búum við að góðri reynslu við einingahúsasmíði. Flest okkar hús hafa verið reist á Austur- og Norðurlandi, einnig á Suðurlandi og i Reykjavik. Fastir staðlar Kostirnir við að nota okkar byggingaraðferð eru að við smiðum gafl hússins að öllu jöfnu i einni einingu og þá eru meiri möguleikar á að hafa áhrif á gluggastaðsetningar. Eins eru fleiri möguleikar á útlitsvali með þessu móti. Athygli skal vakin á þvi að með þessari byggingarað- ferð fær húsbyggjandi húsið fullfrágengið að utan með kraftsperrum í þaki sem býður upp á möguleika á breyt- ingum innanhúss þar sem enginn burðarveggur er í hús- inu. Einnig getur húsbyggjandi ráðið efnisvali i húsinu að eigin vild. Afgreiðslufrestur Afgreiðslufrestur er 3—6 mánuðir en i einstaka tilfellum styttri. Vert er að vekja athygli á því að við reisum húsin á öllum árstimum. Reisingin sjálf tekur 4—5 daga, eftir aðstæðum, en þó nokkuð lengri tíma ef haft er hátt ris. Ágæti húsbyggjandi Þegar þú hefur gert upp hug þinn og pantað hús frá okkur þá bendum við þér á að við eigum oftast til það byggingarefni sem þú þarft til byggingar grunns og svo til innréttingar hússins og erum við að sjálfsögðu tilbúnir til að selja þér það. Einnig getum við aðstoðað þig við fleiri atriði viðvikjandi byggingunni. EF þú vilt fá frekari upplýsingar um húsin okkar þá hefur þú samband við okkur og við sendum þér myndalista. Trésmiðja Fljótsdalshéraðs hL 97-1329 Hlöðum, Fellahreppi 97-1450 701 Egilsstaðir 5 tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.