Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 7
fólkiö niöur aöKrossá tilaöfagna
áramótum með tilhlýðilegu móti.
Þriðji bíllinn, sem hlaut nafnið
„fylgdarsveinninn”, haföi verið
drekkhlaðinn af viðarefni, sem
hlaðið var upp í bálköst á Krossár-
aurum. Söfnuðust menn nú
saman, kveiktu í bálkestinum,
skutu á loft flugeldum og söngv-
amir ómuðu um Þórsmörkina.
Söngvar og gleöi, sem ekki er í
frásögur færandi, héldu áfram uns
morgna tókaðnýju.
Flestir voru komnir á stjá um
hádegisbilið á nýársdag og komið
prýðilegasta veður. Haldið var í
gönguferðir um Mörkina, örfáir
sátu eftir til að þurfa ekki að
bleyta hin fötin sín. Hvarvetna
sem yl var að fá í skálanum blöstu
við spjarir og sokkaplögg
hundruðum saman.
Göngumenn skiluöu sér í hús
um sexleytið. Veðrið versnaði
eftir því sem á daginn leiö, þaö fór
aö hvessa og um kvöldmatarleytið
var kominn leiðinda skaf-
renningur.
Inni í skálanum var allt með
kyrrum kjörum fram undir níu.
Þá hófst kvöldvaka sem farar-
stjórarnir stýröu af miklum
myndarskap. Menn skemmtu sér
við margs konar sprell, upplestur,
leiki, getraunir og söng. Góður
rómur var gerður að gítarleik
Lára Agnarsdóttur. Ekkert lát
varð á söngnum fyrr en líöa tók á
nótt.
Eldsnemma að morgni annars
dags nýja ársins vöktu fararstjór-
arnir mannskapinn og var tekið til
við undirbúning heimferöar. Um
níuleytið lögðu þeir fyrstu í
Krossána og höföu nú
skálaþurrkuð föt til skiptanna.
Þegar allir voru komnir á þurrt í
rútunum hófst leiðangurinn til
baka.
Kunnugir vita að ekki er langur
spölur frá Krossá yfir að Alfa-
kirkjunni. En það tók bílana tvær
klukkustundir að brjótast þessa
stuttu leið. Enn var það græna
rútan sem komst allt, en hin sat
sem oftast föst. Raunar má segja
að sú síðarnefnda hafi verið dreg-
in alveg niður að Merkurbæjunum
skammt frá þjóðveginum. Þótti
mörgum þetta bölvað basl.
Afram var haldiö og má segja
að öll heimferðin hafi verið hjakk
og baks í ám og sköflum, en tals-
vert haföi snjóað um nóttina.
Akveöið var að enn skyldu flestir
ferðalanganna bregða undir sig
tveim jafnfljótum, til að létta
bílana. Gekk hópurinn frá Stakk-
holtsgjá niður að Steinholtsá og
héldu menn á sér hita á göngunni.
Bílarnir létu hins vegar standa á
sér og varð biöin nokkuð löng,
farið að líða á kvöld þegar þeir
loksins birtust. A meðan hélt fólk-
ið á sér hita með því að syngja,
fara í leiki og hlaupa um.
Ekki tók betra við. Veðrið fór
versnandi, gekk á með hríðar-
éljum og komnir stórir skaflar í
Langanesinu. Var haldið upptekn-
um hætti, fólkið fór úr bílunum og
gekk spölkom og hjálpaði til við
að moka bílunum leið í gegnum
skaflana. Sóttist ferðin seinlega.
I gegnum túnið á Merkur-
bæjunum lá síðasti spölurinn sem
hópurinn þurfti að ferðast fót-
gangandi. Um f jögurleytið aðfara-
nótt þriðja janúar kom fólkið að
bæjunum. Heimafólk var vakiö
upp og tók það ferðalúnum vel, en
þeir fengu sársvangir að hringja
tilHellu tilaöpanta veitingar.
Starfsfólk Grillskálans á Hellu
hafði raunar haft vaðið fyrir
neðan sig og látið fylgjast með
Þórsmerkurförum úr Fljóts-
hlíöinni. Hellubúar voru því
vakandi og reiðubúnir að seðja
það hungur sem sárt haföi sorfið
að frá því snemma um kvöldið. A
Hellu nutu svangir ferðalangar
dýrindis veitinga og tóku hraust-
lega til matar síns eftir volkið í
tæpan sólarhring. Ferðin til
Reykjavíkur gekk greiðlega og
komu þangað áttatíu ánægðir en
þreyttir ferðalangar um
ellefuleytið aö morgni þriðja
janúar. Luku allir lofsorði á þessa
erfiðu og viðburðaríku för.
5. tbl. Vikan 7