Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 3
Hættuleg myndataka
Farahnaz og fylgisveinn hennar á
diskótekinu Xenon í New York.
Þegar Farahnaz Pahlewi,
hin 19 ára gamla dóttir
Persíukeisarans heitins, fer
út að skemmta sér fela Ijós-
myndarar yfirleitt mynda-
vélar sínar. Þessi óvanalega
tillitssemi er þó ekki
tilkomin af sérstakri
umhyggju gagnvart
prinsessunni. Þar ræður
frekar hræðsla þeirra við líf-
verði hennar, sem aldrei
víkja frá henni hvert sem
hún fer. Sagt er að þeir taki
ekki með neinum silki-
hönskum á þeim sem voga
sér að brjóta gegn vilja
hinnar fögru prinsessu.
Einn reyndist þó öðrum
djarfari. Það var Ijósmyndar-
inn Felice Quinto. Þegar
hann sá Farahnaz á
diskótekinu Xenon í New
York stóðst hann ekki
mátið, setti aðdráttar-
linsuna á og smellti af
mynd. Maðurinn sem
stendur við hlið prin-
sessunnar heitir William
Conover, 23 ára gamall,
fylgisveinn hennar um árabil
og talinn líklegt mannsefni.
Segir svo einhver að myndin
hafi ekki verið þess virði að
leggja líf sitt í hættu fyrir
hana?
AlOt fyrir dýrin:
Gjöf, bæði handa hundinum og kettinum!
Sankti Bernharðshundarnir
N
Þar til göng voru grafin í gegn-
um Alpafjöllin uröu feröamen oft
aö fara fótgangandi í gegnum
snæviþakin fjallasköröin aö vetri
til. Oft týndust menn og létu lífið
því stormar og stórhríöar voru tíð.
Agústínusarmunkar í Hospice í St.
Bernhard de Menthon björguðu
mörgum ferðamanninum úr lífs-
háska. Þessa iöju höfðu reglu-
bræður stundað í meira en þúsund
ár. En enginn veit hve lengi þeir
höföu notið aðstoðar hinna
einstöku hunda sem kenndir eru
við St. Bernhard. Sankti Bern-
harðshundar eru frábærir spor-
hundar og hafa sérlega hæfileika til
að þefa uppi fólk sem grafið er
undir snjó. Sagan hermir og að
þeir finni á sér ef snjóflóð eru á
næsta leiti. Þess eru mörg dæmi
að hundarnir hafi tekið á sprett
frá stað sem skömmu síðar fór á
kaf undir snjóflóð.
Þessar ljúfu, tryggu og skyn-
sömu skepnur hafa bjargað lífi
þúsunda manna. Hundarnir fóru
yfirleitt þrír eöa fjórir saman í leit
að týndum ferðalöngum eftir
storm og stórhríð. Þegar hundarn-
ir fundu mann lögðust tveir þeirra
upp að manninum og vermdu
hann en sá þriðji sleikti andlit
hans og reyndi að vekja hann til
meðvitundar. Fjórði hundurinn
fór aftur heim í klaustrið eftir
hjálp. Ekki er nákvæmlega vitað
hvaðan hundarnir eru upprunnir
en taliö að þeir hafi borist frá Asíu
með Rómverjum. Þeir hafa verið
ræktaðir í 150 ár en hinir sönnu
Sankti Bernharðshundar þurftu
aldrei á sérstakri þjálfun að halda
af hálfu munkanna.
Vinna Verslun
og ráðningar og viðskipti
— Góðan dag, Sören minn. Þú
hefur aldrei komið svona lítið of
seint fyrr. Hvað kemur til?
— Er einhver sérstök ástæða til
að ég ráði þig frekar en einhvern
annan, sagði forstjórinn við strák
sem var að sækja um sendilsstarf.
— Ja, ég er sá eini sem hafði með
mér nesti til að borða hér í hádeg-
inu.
Hann var ráðinn.
Jón var að kveðja fyrirtækiö eftir
dygga þjónustu í 47 ár og haldið
var upp á það með tilheyrandi
hætti. Loks ók forstjórinn Jóni
heim í kagganum sínum. Hálftíma
síðar var Jón kominn aftur.
— Hvað, ertu bara kominn aftur,
ætlaröu að halda áfram hérna?
— Nei, nei, ég kom bara til að
sækja hjólið mitt.
Strákur kom inn í apótek og bað
um eina flösku af hóstasaft.
— Gjörðu svo vel, það verða
fimmtíu krón.ur.
— Strákurinn lagði fimmkall á
borðið og hljóp út.
— A ég að hlaupa á eftir
honum? spurði afgreiðslustúlkan.
— Nei, nei, svaraði lyfsalinn, —
við græðum samt á flöskunni.
A skrifstofunni: Jæja, Guðjón.
Nú færðu loksins tækifæri til að
sýna hvað í þér býr. Þú ert rekinn!
— Jæja, Guðjón. Þegar við
erum búin aö draga af þér í
lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjald,
kaffisjóðsgjald, skemmtanasjóðs-
gjald, getraunasjóð, happdrættis-
sjóö og afmælisgjafir þennan
mánuðinn, þá er kaupið þitt komið
niður í 453 krór.ur. . . . sem þú
skuldarokkur!
5. tbl. Vikan 3