Vikan


Vikan - 03.02.1983, Qupperneq 3

Vikan - 03.02.1983, Qupperneq 3
Hættuleg myndataka Farahnaz og fylgisveinn hennar á diskótekinu Xenon í New York. Þegar Farahnaz Pahlewi, hin 19 ára gamla dóttir Persíukeisarans heitins, fer út að skemmta sér fela Ijós- myndarar yfirleitt mynda- vélar sínar. Þessi óvanalega tillitssemi er þó ekki tilkomin af sérstakri umhyggju gagnvart prinsessunni. Þar ræður frekar hræðsla þeirra við líf- verði hennar, sem aldrei víkja frá henni hvert sem hún fer. Sagt er að þeir taki ekki með neinum silki- hönskum á þeim sem voga sér að brjóta gegn vilja hinnar fögru prinsessu. Einn reyndist þó öðrum djarfari. Það var Ijósmyndar- inn Felice Quinto. Þegar hann sá Farahnaz á diskótekinu Xenon í New York stóðst hann ekki mátið, setti aðdráttar- linsuna á og smellti af mynd. Maðurinn sem stendur við hlið prin- sessunnar heitir William Conover, 23 ára gamall, fylgisveinn hennar um árabil og talinn líklegt mannsefni. Segir svo einhver að myndin hafi ekki verið þess virði að leggja líf sitt í hættu fyrir hana? AlOt fyrir dýrin: Gjöf, bæði handa hundinum og kettinum! Sankti Bernharðshundarnir N Þar til göng voru grafin í gegn- um Alpafjöllin uröu feröamen oft aö fara fótgangandi í gegnum snæviþakin fjallasköröin aö vetri til. Oft týndust menn og létu lífið því stormar og stórhríöar voru tíð. Agústínusarmunkar í Hospice í St. Bernhard de Menthon björguðu mörgum ferðamanninum úr lífs- háska. Þessa iöju höfðu reglu- bræður stundað í meira en þúsund ár. En enginn veit hve lengi þeir höföu notið aðstoðar hinna einstöku hunda sem kenndir eru við St. Bernhard. Sankti Bern- harðshundar eru frábærir spor- hundar og hafa sérlega hæfileika til að þefa uppi fólk sem grafið er undir snjó. Sagan hermir og að þeir finni á sér ef snjóflóð eru á næsta leiti. Þess eru mörg dæmi að hundarnir hafi tekið á sprett frá stað sem skömmu síðar fór á kaf undir snjóflóð. Þessar ljúfu, tryggu og skyn- sömu skepnur hafa bjargað lífi þúsunda manna. Hundarnir fóru yfirleitt þrír eöa fjórir saman í leit að týndum ferðalöngum eftir storm og stórhríð. Þegar hundarn- ir fundu mann lögðust tveir þeirra upp að manninum og vermdu hann en sá þriðji sleikti andlit hans og reyndi að vekja hann til meðvitundar. Fjórði hundurinn fór aftur heim í klaustrið eftir hjálp. Ekki er nákvæmlega vitað hvaðan hundarnir eru upprunnir en taliö að þeir hafi borist frá Asíu með Rómverjum. Þeir hafa verið ræktaðir í 150 ár en hinir sönnu Sankti Bernharðshundar þurftu aldrei á sérstakri þjálfun að halda af hálfu munkanna. Vinna Verslun og ráðningar og viðskipti — Góðan dag, Sören minn. Þú hefur aldrei komið svona lítið of seint fyrr. Hvað kemur til? — Er einhver sérstök ástæða til að ég ráði þig frekar en einhvern annan, sagði forstjórinn við strák sem var að sækja um sendilsstarf. — Ja, ég er sá eini sem hafði með mér nesti til að borða hér í hádeg- inu. Hann var ráðinn. Jón var að kveðja fyrirtækiö eftir dygga þjónustu í 47 ár og haldið var upp á það með tilheyrandi hætti. Loks ók forstjórinn Jóni heim í kagganum sínum. Hálftíma síðar var Jón kominn aftur. — Hvað, ertu bara kominn aftur, ætlaröu að halda áfram hérna? — Nei, nei, ég kom bara til að sækja hjólið mitt. Strákur kom inn í apótek og bað um eina flösku af hóstasaft. — Gjörðu svo vel, það verða fimmtíu krón.ur. — Strákurinn lagði fimmkall á borðið og hljóp út. — A ég að hlaupa á eftir honum? spurði afgreiðslustúlkan. — Nei, nei, svaraði lyfsalinn, — við græðum samt á flöskunni. A skrifstofunni: Jæja, Guðjón. Nú færðu loksins tækifæri til að sýna hvað í þér býr. Þú ert rekinn! — Jæja, Guðjón. Þegar við erum búin aö draga af þér í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjald, kaffisjóðsgjald, skemmtanasjóðs- gjald, getraunasjóð, happdrættis- sjóö og afmælisgjafir þennan mánuðinn, þá er kaupið þitt komið niður í 453 krór.ur. . . . sem þú skuldarokkur! 5. tbl. Vikan 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.