Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 20
Það getur nú ært
óstöðuga að sjá
draumaprinsinn allt í
einu kominn með aðra
upp á arminn. Og vilji
svo illa til að viðkom-
andi sitji undir stýri
getur það sannarlega
haft afdrifaríkar
afleiðingar. En allt er
gott þá. . . .
Ir^AÐ hendir víst alla ein-
hvern tíma að vera svo langt niðri
að geta ekki hugsað sér aö hitta
neinn kunnugan, ekki tala við
nokkurn mann. Einmitt þannig
leið mér þennan dag. Eg gat ekki
hugsað mér að eyða hádegishléinu
á vinnustaðnum, hvorki inni í
teiknistofunni né í borðsalnum þar
sem við James höfðum fyrst
kynnst.
Það var fyrir sex vikum. Við
höfðum að sjálfsögðu verið kynnt
formlega, þegar hann kom fyrst
til fyrirtækisins frá London, en
það var ekki fyrr en hann kom
með hlaðinn bakkann sinn aö
borðinu til mín og settist andspæn-
is mér sem ég skynjaöi hættuna og
fögnuðinn sem bjó undir niðri og
var eins og eldfjall sem gæti gosið
þá og þegar og spúð eldi og
eimyrju yfir hversdagslegt líf
mitt.
Eg hlýt að viðurkenna að hann
fór fjarska hógværlega í sakirnar.
Hann stökk ekki á bráðina eins og
valur í vígahug né læddist aö mér
eins og rándýr af kattarkyni. Lík-
lega vissi hann að þess gerðist
ekki þörf. Fyrirheitið var í dökk-
brúnum augum hans, hlýtt og
umvef jandi. Röddin var líka heill-
andi, djúp með svolitlum hreimi
sem ég áttaði mig ekki á.
J AMES var ekki hávaxinn en
sterklega byggöur, kæruleysis-
legur í göngulagi en leit út fyrir að
vera þolinn. Ef til vill voru það
þessar andstæður í fari hans sem
heilluðu mig, karlmennskan og
kurteislega framkoman. Og ég
var ekki að ímynda mér neitt því
þegar viö höfðum setið saman
nokkrum sinnum í borðsal fyrir-
tækisins stakk hann upp á því að
við brygðum okkur á krá í
hádeginu til tilbreytingar.
Eg hikaði í fyrstu. Sú staðreynd
að mig langaði afskaplega mikið
aö taka boöi hans hélt aftur af
mér. En svo hugsaði ég með mér
aö það væri varla svo mikill
munur á því að snæða saman í
borðsal fyrirtækisins eða á kránni
ögn neðar við götuna. Nú, það var
heldur ekki hægt aö segja að við
værum nein börn, ófær um að sjá
fótum okkar forráð. Hins vegar
var þetta óneitanlega viss þróun í
sambandi okkar en ég kæröi mig
ekki um að velta því frekar fyrir
mér.
Mér leið mjög vel í návist hans
og var upp með mér af athygli
hans. Hann jók sjálfstraust mitt
og hann kom mér til að hlæja. Og
smám saman varð hann æ
þýðingarmeira atriði í lífi mínu.
Ef til vill hefur hann allt í einu
áttað sig á því og óttast fram-
haldið. Hverju sem um var að
kenna var skyndilega endi bund-
inn á öll stefnumót, alla notalegu
hádegisverðina, og þegar við
mættumst á ganginum varð fátt
um kveöjur þar sem hingað til
höfðu ávallt fylgt bros eða fáein
20 Vikan s. tbl.