Vikan


Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 37

Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 37
Ég ijóma eins og siípaður demantur Raquel Welch leikkona hefur látiö kalla þær ánægjulegu fréttir út yfir heimsbyggöina að hún sé barnshafandi. Faðirinn er eigin- maöur hennar, André Winfeld framleiðandi. Raquel Welch er 42 ára gömul og á tvö böm frá fyrri árum, dótturina Tahnee, 21 árs, og soninn Damon, 23 ára. Raquel Welch hefur um nokkurt skeiö fariö með aðalhlutverk í söngleik á Broadway, Woman of the Year nefnist hann. Hún hefur gert stormandi lukku og gagnrýn- endur vestanhafs segja hana aldrei hafa gert betur, hvorki meira né minna. Með frammistöðu sinni í Konu ársins má segja að Raquel hafi snúiö á alla þá sem lengi höföu spáð því að leikferill hennar v®ri senn á enda, fegurö hennar v®ri tekin að fölna og þá kæmi í Ijós aö hæfileikar hennar hefðu verið af skomum skammti. I viðtah segist Raquel Welch vera í sjöunda himni yfir árangri sínum. Hún segir að sér hafi ávallt leiðst að vera áUtin ekkert nema kyn- bomba með tóman koll. Hún segist hafa yfirunnið hræðsluna við að eldast, hræðsluna við að vera ekki lengur fallegust. „Eg ætla mér að sjálfsögðu ekki að Uta út eins og gömul sveskja þegar ég verð göm- ul en ég óttast samt ekki ellina eins og áður. Þegar ég var 19 þá hryUti mig við tilhugsuninni um að verða 25! Núna er ég oröin dálítið gráhærð en mér þykir það bara skemmtilegt og læt gráu hárin standa. Mér finnst ég vera eins og demantur sem búið er að sUpa. Loksins ljóma ég! Það sem hefur gerst er eins og kraftaverk, það að ég hitti André, ást okkar, vel- gengni mín á Broadway og núna bamið.” Raquel hefur nýlokiö við að leika í kvikmynd þar sem hún fer með hlutverk indíánakonu einnar frá því hún er ung kona og þar til hún deyr 82 ára gömul. Eins og nærri má geta þurfti að sminka leikkonuna vel og lengi en henni leist hreint ekki svo illa á sig í gervinu og segist ekki kvíöa fyrir því að verða kannski 82 ára, sitja í ruggustól og leggja kapal. En í ár ætlar hún alveg að taka sér frí frá leikstörfum á meðan hún bíður eftir baminu. Dans, stökk og hamagangur í söngleik er ef til viU ekki besta starfið fyrir verðandi móður á fimmtugsaldri. Túnann ætlar hún að nota til að skrifa bók um líkamsrækt (sem hún stundar af kappi) og önnur leyndarmál fegurðarinnar. Utgefendur í Bandaríkjunum keppast við aö bjóða í útgáfuréttinn því þeir þykj- ast vita að margir muni hafa áhuga á efni hennar. Raquel Welch á diskótekinu Studio 54 í New York ásamt syni sínum (t.v.) og eiginmanni. Hún var bara að reyna að gera gagn . . . Ferðin til fyrirheitna landsins var farin í anda frið- ar og skilnings. Elizabeth 7aylor ætlaði að ferðast um ísrael með Victor Luna, 'Oexikönskum sendimanni stjórnarinnar, og vonaðist til aÓ nærvera sín myndi 9reiða götur hans, ,,þar sem ^ér er annt um friðinn". Henni tókst að fá viðtals- Hrna hjá forsætisráðherran- Urr*> Menachem Begin, en m*tti þar öll reifuð. Minnti eir*na helst á fórnarlamb úr s*yrjöldinni í Líbanon. Ástæðan fyrir því var að hún lenti í harkalegum á- rekstri og mætti því með hálskraga og reifa um fingur og fót. Áður hafði hún orðið að heimsækja spítalann vegna öndunarerfiðleika. Þó ferðin yrði endaslepp hjá þessari víðfrægu leik- konu reyndi hún að halda reisn sinni meðan á viðtalinu við forsætisráðherrann stóð. Það var þó ekki annað að sjá en hið auma ástand hennar ynni henni bæði samúð og aðdáun hjá ísraelska forsætisráðherr- anum. Hin tiu daga ferö byrjaði vel. Hér rabba þau Eliza- beth Taylor og Victor Luna við forsetafrúna, Ophiru Navon. Endirinn varð þó dap- urlegur, Elizabeth mætti öll reifuð á fund israelska for- sætisráðherrans. S.tbl. ViKan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.