Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 43
Danby og hans menn voru að
reyna að hindra óhjákvæmilegan
framgang kommúnismans í
þessum hluta Evrópu. Viö lítum
hins vegar svo á, að með Tékkó-
slóvakíu við austurlandamærin og
sívaxandi styrk kommúnista á
ítalíu sé Austurríki tilbúið til
friösamlegrar innrásar senn hvaö
líður.
— Friðsamlegrar innrásar?
sagði ég háðslega.
— Vissulega. Austurríski
herinn er alltof lítill til aö geta
veitt tékkneskum eða rússneskum
skriðdrekum nokkurt viðnám. Svo
vel vill til, að Austurríkismenn
hafa lagt frábært vegakerfi um
landið í þágu ferðamannaiðnaðar-
ins, svo að innrás verður nánast
hlægilega auðveld. Og þjóöin
sættir sig fljótlega við stjórn
kommúnista, alveg eins og
Tékkar hafa gert. En félagar
mínir uppgötvuöu skömmu eftir
dauða Matts, að CIA hafði skipu-
lagt vissar varnaraðgerðir meöal
nokkurra þjóöernissinnaöra öfga-
manna. Þú veist sjálfsagt, að hér í
Olpunum eru þjóðvegirnir varðir
gegn skriðuföllum meö geysi-
miklum varnargirðingum. Og þaö
viröist sem CIA hafi verið búið að
æsa þessa menn upp í þaö aö
sprengja upp varnargarðana til að
teppa vegina, ef af innrás okkar
yrði.
— En ef þetta var ástæöan fyrir
tengslum Matts við Otto Hammerl
og félagar þínir vissú af því, hvað
þarftu þá aö vita meira? spuröi
ég.
Sloan yppti öxlum. — Þetta var
bara hliðaratriði. Eg var búinn að
segja þér, hvers vegna ég hef
verið að eltast við þig. Eg verð að
upplýsa sambönd Danbys í Inns-
bruck.
— En ég veit ekkert um þau!
Sjáðu nú til, ég kom til Kirchwald í
þeim eina tilgangi að heimsækja
gröf Matts. . . .
— Sem þú og gerðir strax fyrsta
kvöldið. Eg elti þig, þegar þú fórst
úr bílnum, sem sótti okkur á
stöðina. Þú lést sem þú þyrftir aö
fara í apótekið. En þú laugst. Þú
fórst í kirkjugaröinn og stóöst viö
gröf Danbys nógu lengi til að
einhver af tengiliðum hans sæi
þig-
— 0, en sú vitleysa? sagði ég
reiöilega. — Drottinn minn dýri,
ég haföi ekki einu sinni hugmynd
um, að Matt ynni fyrir CIA, hvaö
þá aö. . . .
— Ekki þaö? Þú ert ekki sér-
lega góður lygari, Kate. Eg varð
ekki fyrri til að nefna CIA viö þig,
það varst þú, sem sagðir, að ég
hlyti aö vera útsendari frá
kommúnistum, úr því ég hefði
verið aö eltast viö CIA-njósnara.
Þú sagðir það, Kate, ekki ég. Og
hvernig gastu vitað það, nema
Matt heföi sagt þér það?
— En hann gerði það ekki!
Hann nefndi það aldrei einu orði.
Eg hafði ekki hugmynd um það,
fyrr en í gær, að Jon sagði mér
þaö, og hann sagði mér þaö aðeins
vegna...
Glöð hefði ég bitiö úr mér
tunguna, heföi ég getaö það. Að
vísu heföi það ekki hjálpaö neitt,
þar sem ég hafði nú þegar komiö
upp um Jon á svo heimskulegan
hátt. Hvernig gæti ég nú nokkurn
tíma sannfært Sloan um það, aö
Jon væri ekkert í máliö flæktur,
þótt hann hefði vitað um starf
Matts?
Samræður okkar höföu verið svo
ákafar, aö ég veitti því nú fyrst
eftirtekt, aö við vorum komin út
úr göngunum Austurríkismegin
og gengum nú í gegnum veitinga-
hús við mynni þeirra. Kominn var
miður dagur, en gestir voru harla
fáir, og ég skildi hvers vegna,
þegar mér varð litið út um
gluggana. Skýin huldu skíða-
brekkurnar, og þeir fáu, sem enn
voru eftir, biöu eftir kaöalvagni til
að komast niður eftir fjallinu.
Bruno og gæslumaður hans sáust
hvergi.
Iskristallar höföu sest í yfir-
skegg Sloans á ferð okkar gegnum
göngin, og það glampaði á þá í raf-
magnsljósunum. Það glampaði
einnig á dökk augu hans, ísköld,
en sigri hrósandi.
— Becker hefði ekki sagt þer
það, nema af þeirri einföldu
ástæðu, að hann var tengiliður
Danbys í Innsbruck, sagöi Sloan
silkimjúkri röddu. — Þín eigin orð
eru því til staðfestingar. Eg hef
þegar kynnt mér feril Beckers, og
ég verð að segja, að hann fellur
alveg inn í myndina. Hann er af
ensku og austurrísku foreldri,
hann kennir við háskólann og
þekkir marga innfædda. Nú þarf
ég ekki annað en láta hann vita, að
ég hafi þig og son hans á mínu
valdi, og hann segir mér allt, sem
við þurfum að vita um áhrif CIA í
Innsbruck.
Hann greip fastar um handlegg
minn. — Þú skalt að minnsta kosti
vona, að hann vilji tala, Kate.
Sjálfrar þín vegna — og vegna
stráksins.
Hann haföi ýtt mér á undan sér í
gegnum veitingahúsið og áfram út
á pallinn, þar sem beðið var eftir
kaðalvagninum. I snjónum beint
fyrir framan pallinn lá rauð ullar-
húfa.
BMW518
BMW gæðingurínn —
mestseldi bíHinn frá
Vestur-Þýskalandi
Á síöasta ári og þar ti/nú hafa verið seldar um 800 BMW bifreiðar hér á iandi og sýnir
það best hinar miklu vinsæidir BMW.
BMW gæðingurinn er valkostur sem vert er að kanna rækilega og athugið að enn
eru möguleikar á að eignast BMW bifreið á hagstæðu verði.
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
5* tbl. Vikan 43