Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 22
4
Þetta virðist hafa fengiö talsvert á
þig-
Vægt til oröa tekiö, hugsaði ég
en kinkaöi aöeins kolli.
Skyndilega tók hann mjúklega
um handlegg mér. — Komdu,
sagöi hann. — Eg ætla aö bjóða
þér í hádegisverð. Svo geri ég
bílinn þinn gangfæran.
Eg vildi að viö hefðum ekki
fariö á svona góöan veitingastaö.
Mér fannst það sóun á góöum mat
vegna þess aö mér leiö of illa til
að koma svo sem nokkru niður en
smám saman jafnaöi ég mig og
kaffið verkaði eins og róandi
meðal.
Nokkru síðar kvaö hann upp úr
meö aö nú liti ég betur út, kominn
roöi í kinnarnar. Eg vissi aö
umhyggja hans var engin uppgerö
og mér þótti vænt um þaö.
— Það er ekki bara áreksturinn
sem veldur þér hugarangri, sagöi
hann þýðlega og tók um hönd
mína. — Eigum viö aö ræöa
málin?
Eg féllst á þaö. Við ræddum
málin og þaö urðu opinskárri og
einlægari umræður en viö höföum
átt okkar á milli svo mánuöum
skipti.
Þegar ég loks haföi létt á hjarta
mínu var kaffið oröiö ískalt en
hönd mín var hlý í hendi hans og
tárin, sem ég hafði kviðið, löngu
fallin og þornuð.
— Þannig var þaö þá, muldraði
hann. — Svona gerist þaö einmitt.
Fólk hættir aö tala saman. Svo
myndar þaö um sig skel og smám
saman harönar skelin og þaö
verður ómögulegt aö komast inn
úr henni.
Hann þrýsti hönd mína. — Viö
höfum veriö að færast hvort frá
öðru lengi. Mér var það ljóst en þú
varst svo fjarræn og svo fjári
sjálfstæð. Eg vissi ekki hvernig ég
áttiaönálgast þig.
Hann brosti. — þangað til í dag.
Eg veit alveg aö þú ert — ja,
hvernig var þaö orðað í tímarits-
greininni? — „hæfileikamikil
kona á uppleið”, var þaö ekki? En
þaö væri nú indælt að komast
annaö veifiö aö raun um aö þú
þarfnist mín, rétt eins og ég
þarfnast þín — mjög, mjög mikiö.
Og ég sá ákefðina í augum hans,
þrána sem ég hafði gleymt, og
svörunin í huga mér var sannar-
lega hughreystandi.
— Eg hef verið algjör kjáni,
sagöi ég skjálfrödduö en tókst að
brosa. — Þetta er eins og aö falla
til jaröar úrháalofti.
Onnur ökutæki viðriðin
áreksturinn:
Nafn og heimilisfang ökumanns:
Anthony Craig, 14 Cyclamen
Close, Hornwell.
Skrásetningarnúmer: TFN905M.
Augljóst tjón: Dældaöur að aftan,
rispað lakk, brotið ljós.
Eg staðfesti að ofangreint er
rétt skráö og legg hér með áætlun
um kostnaö viö viögerðir á báöum
bílunum — og einu hjónabandi.
ENDIR.
„Gasalega er þetta flottur staður,
Ingó,” segir hún. „Með fiskfor-
rétti spila þeir Silungakvintettinn
eftir Tsjækovskí, með hreindýra-
steikinni Veiðikvartettinn eftir
Sibelíus...”
„ . . . og með eftirréttinum,”
segir hann, eftir að hafa rennt
augum yfir reikninginn, „tek ég
Túskildingsóperuna í eldhúsinu.”
„Hvers vegna lokarðu augunum
þegar þú drekkur hvítvíniö? ”
— „Af því aö ég fæ vatn í munninn
þegar ég sé glasiö og ég vil ekki
drekkaneitt vatnsbland.”
„Hvað gafstu konunni í jólagjöf?”
— „Alfræðiorðabók.”
„Nú, eigið þið svona stóran
bílskúr?”
„Þaö eru ekki allar bækur slæmar
sem koma út í stóru upplagi,”
sagöi gagnrýnandinn um leiö og
hann fletti símaskránni.
Og svo var það dansstaðurinn þar
sem músíkin var svo léleg að þeg-
ar þjónninn missti bakkann stóðu
allir upp og fóru að dansa.
• Húösnyrting
• Dagsnyrting
• Kvöldsnyrting
• Hárhirðing
• llmvatnsnotkun o.fl.
SNYRTI-
NÁMSKEIÐ
yý/E^AlNT^AURENT
Beauté
Ckoríef c! tfce
Hámarksfjöldi á hverju námskeiöi
eru 8 dömur til aö hver um sig fái
sem bestu persónulegu
þjónustu.
Strax i febrúarbyrjun hefjast að nýju tveggja kvölda
snyrtinámskeið í OCULUS.
Kennt verður á þríðjudögum og fimmtudögum, ki.
19.00-22.00.
Allar frekari upplýsingar
í versluninni.
HEIÐAR JÓNSSON
SNYRTIR
22 Vikan S.tbl.