Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 35
wmmamm
Kossar í Draumhúsum
Siouxsie & the Banshees: A Kiss in the Dreamhouse
Þetta er fimmta plata hljóm-
syeitarinnar. Islenskir poppgagn-
^endur kusu hana þriöju bestu
Plötu ársins og segir þaö töluvert
’JIn gæöi plötunnar. Fjóröa platan,
u;Ju, var ómetanlegt verk, eitt af
Pyí allra besta sem pönkkynslóðin
efur sent frá sér. Sú plata var
Þung 0g kraftmikil en þessi er öllu
ettari. Hún hefst að vísu á tveim-
Ur lögum í nokkuð heföbundnum
^ouxsie-stíl en síðan kemur lagiö
ession sem er rólegt lag. Þar
spilar Siouxsie á bjöllur og þrjár
ungar stúlkur spila á fiðlur og
selló. Textinn er um stúlku sem er
altekin af ást, reyndar heltekin.
Nokkuð öflugt lag. Síöan kemur
rokkari en síðasta lagiö á fyrri
hlið er Circle. Þar er fiölufrasi
spilaður afturábak í gegnum allt
lagiö. Mjög sérstakt lag.
Seinni hliöin hefst á laginu Melt
sem er lag í spaghetti-vestrastíl.
Öflugt lag. Svo kemur Painted
Bird meö gítarfrasa sem smýgur í
gegnum merg og bein og texta
sem hefur sömu áhrif. Þar á eftir
kemur jasslag meö skemmtileg-
um píanóleik John Mcgeogh. Síö-
asta lagiö nefnist Slowdive og er
taktvisst lag meö fiöluleik. I heild
er þessi plata mjög þægileg
áheyrnar. Hún vex við hverja
hlustun. Hljómsveitin hefur lagt
áherslu á aö losa sig við hinn
óhemju sterka stíl sem hún haföi
skapað sér meö Ju-Ju, og hefur
tekist þaö, en jafnframt komiö
með eitthvað nýtt. Hún skapar
nýja stemmningu sem er ekki eins
aggressív og á Ju-Ju en er um leið
lúmskari og meira „krípí”.
Eg hafði alveg eins búist viö að
þessi plata ylli mér vonbrigöum
en sköpunarkraftur hljómsveitar-
innar virðist með ólíkindum mik-
ill. Hún siglir í gegnum hverja
plötuna af annarri af miklu öryggi
og festu og er vissulega ein af kjöl-
festum nútímatónlistar. ^ ||
S.tbl. ViKan 35