Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 45
wald? spurði hann til að halda
uppi samræðunum.
— Já.sagðiSloanstrax.
— Nei, sagði ég. — Það er að
segja, Phil þarf auövitað að fara
til Kirchwald, vegna þess að Rose-
mary bíður þar eftir honum. Ekki
satt, Phil? En ég er á leið til Inns-
bruck.
Ég vissi ekki, hversu langt ég
þyrði að ganga, en ég varð að
setja allt mitt traust á, að hann
gripi aö minnsta kosti ekki til
byssunnar, á meöan ég kæmi ekki
uppumhann.
— Ég er að líta eftir syni Jons
Becker, Stephen. Jon er hinum
megin landamæranna, í Sterzing
eða Vipiteno eöa hvað þiö viljið
kalla bæinn. En Bruno er með
mér, eða réttara sagt hérna rétt á
undan okkur í fylgd með vini
Phils. Ekki satt, Phil?
Sloan muldraði eitthvað
óskiljanlegt og yggldi sig framan í
mig. Stephen vissi sýnilega ekki
sitt rjúkandi ráð. Ég dró andann
djúpt og hélt áfram: — Eiginlega
gerðuð þið Christoph mér mikinn
greiða, ef við Bruno gætum fengiö
far með ykkur aftur til Innsbruck.
Væri það mögulegt? Þaö mundi
spara Phil mikiö ómak, ég veit, aö
hann langar aö komast sem fyrst
heimtil Rosemary.
— Enga vitleysu, Kate, sagði
Sloan höstuglega. — Þetta er eng-
in fyrirhöfn. Ertu búin aö gleyma,
aö Rosemary ætlar að hitta okkur
í Innsbruck núna seinni partinn?
Stephen var orðinn vandræða-
legur. — Sko, við erum á bílnum
hans Christophs, sagði hann af-
sakandi. — Við vildum auðvitað
gjarna aka ykkur til Innsbruck, ef
Sloan ætti ekki hægt meö það, en
sannleikurinn er sá, að við vorum
ekki tilbúnir að gefa skíðin alveg
upp á bátinn. Við ætluöum að
reyna brekkurnar hér neðar í
fjallinu.
— En ef ungfrúnni liggur á að
komast til Innsbruck, getum við
alveg skotið henni þangaö fyrst,
sagði Christoph vingjarnlega og
brosti gegnum skeggið. — Það
væri mér sönn ánægja.
— En það er algjör óþarfi, full-
yrti Sloan og greip aftur þéttings-
fast um handlegg mér. — Það
bíður bíll eftir okkur niður frá,
sagöi ég þér það ekki, Kate? Ul-
rich og Bruno litli eru áreiðanlega
komnir þangað núna, og við get-
SPORTBORG
Hamraborg 6.
. Sími 44577.
PÓSTSENDUM
VERBIER
BERNINA
Vorum að
karlmanna-
skíðagalla, einlita
í stórum númerum.
Verð kr. 2.350.
Einnig:
Kvenskíðagallar.
Gerð: Bernina.
Verð frá
kr. 1.890.
S.tbl. Vlkan 45