Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 51
Draumar
Margir draumar um hitt og þetta
Kæri draumráðandi.
Mig langar til að biðja
þig að ráða hér nokkra
drauma fyrir mig.
1. Það var eitthvert boð
heima eða alla vega voru
hjón þar sem ég hef aldrei
séð. Hjónin voru eitthvað
,,íðí” og maðurinn byrjaði
að kyssa aðra konu sem var
þarna líka. Þá fór eiginkon-
an út úr stofunni og kom
svo aftur inn með skókassa.
Konan rétti manninum
sínum kassann með bros á
vör. Þegar hann opnaði
kassann stökk upp úr hon-
um eiturslanga. Eiturslang-
an stökk fram á gólf og ég
hljóp út í horn en opnaði
fram og slangan fór þangað
í ofboði. Stuttu seinna kom
mamma inn í stofu og
sagði mér að slangan hefði
bitið bróður minn ífótinn.
Eg sá það fyrir mér í
draumnum.
2. Það voru nokkrar ung-
ar stelpur sem áttu börn.
Systir mín var þeirra á
meðal (X) og litla dóttir
hennar (Z). X og hinar
stelpurnar voru að tala um
mikla útsölu og ég var að
reyna að ýta kerru Z upp
lítið barð (við vorum stadd-
ar á túni rétt hjá húsi
mínu). Svo sleppti ég kerr-
unni á meðan ég var að
staulast upp barðið sjálf.
Kerran rann niður brekk-
una á túninu (löng brekka)
og ég á eftir, en ég var í
klossum og var alltaf að
hugsa um að fara úr þeim
en lét aldrei af því verða. X
öskraði og Z líka og rétti
fram hendurnar. En það
var of seint að elta Z. Allt í
einu rakst kerran á eitthvað
appelsínugult neðst í
brekkunni og Z flaug upp
úr kerrunm með ofsa hraða
og þá vaknaði ég. En ég er
viss um að enginn krakki
hefði lifað þetta af, svo
rosalegt flug var þetta. Z er
aðeins eins árs og mér þykir
ofsalega vænt um hana.
3. Þessi draumur er svo-
lítið skrýtinn. Eg var fátæk
og allt var eld-gamaldags (í
Húsið á sléttunni-stíl). Eg
var að koma heim af dans-
leik og var með fjóslukt um
leið og ég gekk inn í húsið.
Mamma lá veik í rúminu
(ekki mamma í raunveru-
leikanum). Hún lá þarna
eins og steingervingur í
innra herberginu með
svitaperlur á andlitinu. Eg
gekk að henni og leit út um
gluggann sem var eins og í
fangelsi, kolryðgaðir riml-
ar. Þá komu strákar í mín-
um bekk. Strákarnir byrj-
uðu að kasta tómötum og
svoleiðis inn um gluggann
og í húsið eins og indíánar
með hávaða og látum. Eg
hljóp út úr húsinu, heim
til fyrrverandi vinkonu
minnar og bað hana að
koma og hjálpa mér. Við
hlupum niður að húsinu og
réðumst á strákana. Svo allt
í einu var ég komin heim í
mitt hús og mín eigin
móðir kom á móti mér og
sagði að ég mætti aldrei
fara í þetta hús oftar. Erá
mínu eigin húsi sást gamla
húsið vel og það var eitt og
gamaldags innan um hin
húsin.
Og svo hefur mig tvisvar
dreymt að strákar hötuðu
mig og í bæði skiptin vegna
vinkonu minnar sem er
mjög vinsæl hjá strákum.
Eyrri draumurinn er mér
óljós, man bara að tveir
strákar, sem voru hrifnir af
vinkonu minni, voru að
elta mig uppi vegna þess að
þeir sögðu að ég væri búin
að spilla henni þannig að
hún liti ekki á þá. Eg faldi
mig í blokk, sem enginn
átti heima í, en þeir fundu
mig og börðu. Sá síðari er
skýrari. Eg var á leið á fót-
boltaleik eða rallí. Leikur-
inn átti að vera fyrir utan
bæinn sem ég bý í. Eg fór á
puttanum og sá þá að
strákurinn, sem vinkonan
er hrifin af, kom á bílnum.
Eg stoppaði hann og fékk
far því hann var líka að fara
á leikinn. Við vorum þögul
alla leiðina. Eftir leikinn
fór ég beint að btlnum og
settist inn. En skömmu
síðar var btllinn orðinn
fullur af strákum sem allir
hafa einhvern tíma verið
hrifnir af vinkonu minni.
Hún var líka með og við
sátum framí. Strákarnir
fara að tala um hvað ég sé
leiðinleg og reyna stðan að
ýta mér út um bíldyrnar.
Þeir hötuðu mig allir. Eg
spurði þá af hverju þeir
segðu þetta en fékk ekkert
svar. Og ég skil ekki sjálf af
hverju allir strákar hata mig
í draumum og alltaf út af
vinkonu minni því við er-
um góðar vinkonur. Hér
koma þrír draumar sem
varla eru í frásögur fær-
andi. . .
Það er mjög þýðingar-
mikið fyrir mig að fá ráðn-
ingu.
Dreymsa
Fyrsti draumurinn er
fyrirboði erfiðleika sem
verða af völdum einhvers af
þeim er standa þér næstir.
Einhver svik tengjast þeim
atburðum sem munu koma
þér og öðrum ættingjum
óþægilega á óvart. Næsti
draumur er sennilega af-
leiðing hugsana þinna í
vökunni, er einungis
hræðsla þín við að eitthvað
illt komi fyrir systurdóttur
þína. Engin ástæða er til að
ætla að þessi draumur boði
henni eitthvað illt í fram-
tíðinni.
Þriðji draumurinn er
fyrirboði einhverra erfið-
leika í ástamálum og mun
þér hollast að fara að öllu
með gát og umfram allt að
vera ekki of auðtrúa.
Mundu að þú ert ekki eina
mannveran sem kynnist því
að vegir ástarinnar eru ekki
alltaf blómum stráðir og
betra að hafa sterk bein til
að þola verstu stormana.
Hinir draumarnir eru svo
mikið til afleiðingar hugs-
ana þinna í vökunni, með-
vitaðra og ómeðvitaðra.
Minnimáttarkennd gagn-
vart vinkonunni brýst
þannig fram í draumi og
engin ástæða til að taka
mark á þeim draumum á
annan máta. Hatur strák-
anna til þín í draumum er
lítt marktækt og merkir
einungis að ennþá ertu of
ung og óörugg í samskipt-
um við hitt kynið til þess að
standa gegn ýmsum öflum.
Draumarnir óbirtu tákna
í raun og veru alveg það
sama og þeir fyrri. Eitthvað
vefst fyrir þér samband þitt
og unga stráksins og kemur
út í draumnum sem efi um
hans raunverulega kyn-
ferði. Einnig þarna er ekk-
ert mark takandi á táknum
því slíkir draumar eru oft-
ast afleiðing hugsana í vök-
unni og hafa sáralitla
þýðingu í framtíðinni.
Megininntak draumanna er
að þér muni happadrýgst
að fara varlega í samskipt-
um við hitt kynið á næst-
unni enda nægur tími til að
sinna þeim málum síðar.
S. tbl. Víkan 51