Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 31
The Go-Go's
Vinsælasta hljómsveit í Bandaríkjunum á
s>öasta ári var Go-Go’s. Hljómplötur hennar,
Beauty and the Beat og Vocation, seldust
betur en aörar LP-plötur og lögin „We got the
beat” og „Our lips are sealed” voru bæði meö
^est spiluöu lögum ársins í útvarpsstöövum
Vestanhafs. Go-Go’s er skipuö fimm ungum
stúlkum og er fyrsta kvennahljómsveitin sem
kemst á toppinn í Bandaríkjunum.
Sagan af því hvernig Go-Go’s stúlkurnar
Uröu vinsælar er eins og ný útgáfa á ameríska
draumnum, sagan af því hvernig fimm
venjulegar stelpur, sem fannst gaman aö
r°kktónlist, náöu á toppinn, uröu frægar og
ríkar. Þaö voru Charlotte Chaffey sólógítar-
'eikari, Belinda Carlisle söngvari og Jane
^iedlin rytmagítarleikari sem stofnuðu
bljómsveitina í Los Angeles 1978. Pönkiö haföi
j-’á náö til borgarinnar og þær stöllur höfðu
ynnst í hinum ýmsu pönkklúbbum á
Sv®öinu. Gina Schock, trommuleikari frá
eltimore, og Margot Olavierra bassaleikari
Voru ráönar til að sjá um taktinn og Go-Go’s
for aö troða upp í pönkklúbbunum. I apríl 1980
s°göu þær upp störfum sínum til að geta helg-
hijómsveitinni alla krafta. Umboöskona
Jómsveitarinnar, Ginger Canzonieri, tók lán
á bílinn sinn og veðsetti skartgripina. Það
°m í ljós aö þetta borgaði sig því skömmu
síöar var þeim boöiö til Englands til að spila
með Specials á hljómleikaferðalagi. Um
sama leyti kom út litla platan We got the beat
hjá enska Stiff-fyrirtækinu, og þessi plata
komst í efsta sæti listans yfir innfluttar plötur
í USA. Þegar Go-Go’s kom aftur til Los
Angeles héldu þær stöllur að nú væri björninn
unninn, en svo var ekki. Ihaldssamir tónlist-
arsérfræöingar stóru hljómplötufyrirtækj-
anna héldu að kvennahljómsveitin hefði enga
möguleika.
Frægð og vinsældir
Hljómsveitin réð nú nýjan bassaleikara,
Kathy Valentine, sem leikiö haföi meö Girl-
school í Bretlandi og Textones í Texas.
Skömmu síðar gerðu þær samning viö óháöa
fyrirtækið I.R.S., sem er lítiö fyrirtæki í eigu
Miles Copeland, bróöur eins af Police-með-
limum. Fyrir þetta fyrirtæki hljóðrituöu þær
stóru plötuna Beauty and the Beat. Upptökum
stjórnaði Richard Gottehrer, sem áður hafði
meðal annars unnið meö Blondie.
Utvarpsstöövar vildu ekki spila plötuna
svo að Go-Go’s hélt í hljómleikaferðalag um
öll Bandaríkin. Hvarvetna var fullt hús og
hvar sem þær fóru rauk salan á plötunni upp í
topp. Hinar íhaldssömu útvarpsstöövar uröu
aö láta undan þrýstingnum og fóru aö spila
plötuna. Loks, sjö mánuðum eftir útkomu
plötunnar, og eftir aöra hljómleikaferð, þa
sem upphitun hjá Police, náöi Beauty and the
Beat efsta sæti vinsældalistans. Þetta var í
febrúar 1982 og platan hélst á toppnum i sex
vikur samfleytt. „We got the beat” náði ööru
sætinu á listanum yfir vinsælustu lögin. Þetta
var einstakur árangur sem náðst hafði meö
mikilli vinnu og léttu og skemmtilegu rokki
sem flutt var á hressilegan hátt.
Stúlkurnar í Go-Go’s eru ekkert sér-
staklega mikil kyntákn. Þær eru frekar
stelpan-í-næsta-húsi-tegundin, viðkunnanleg-
ar og skemmtilegar. I upphafi voru þær hálf-
gerðar fitubollur en fóru svo í megrun aö
skipan umboöskonunnar.
A síðasta ári fóru þær aö nýju í stúdíó og
gerðu aðra LP-plötu, Vocation. A þeirri plötu
reyndu þær og upptökustjórinn, sem aftur var
Richard Gottehrer, aö bæta um betur frá fyrri
plötunni, meö grófara sándi og ýmsum öörum
tilraunum. Platan náöi ekki sömu vinsældum
og Beauty and the Beat en er alls ekki síöri aö
gæöum. Titillagið heyröist oft í íslenska út-
varpinu á síöasta ári, ef einhver man eftir
því.
Sagan um Go-Go’s er mjög skemmtileg.
Hún er sagan um það hvernig draumar rætast
eftir mikla baráttu. Rokktónlist hljómsveit-
arinnar er ekki sú tegund tónlistar sem veldur
jarðsögulegum breytingum en í Ameríku er
hún sú róttækasta sem komið hefur fram
lengi.
I
5. tbl. ViKan 31