Vikan


Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 26

Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 26
Sumir stéttarbræður hans hlaöa á hann lofi, aðrir líta hann homauga. Bandarískir augnlæknar gáfu hon- um nýjan Mercedes Benz í viður- kenningarskyni og brautryðjenda- starf Swatoslaws Fjodorows í augnskurðlækningum hefur þrá- fellt verið rómað á alþjóðlegum ráöstefnum. Hann hikar nefnilega ekki við að skera í það sem mörg- um augnlæknum þykir allraheil- agast — sjálfa hornhimnuna. Nærsýnu fólki, sem leiðist aö ganga með gleraugu, hjálpar Moskvubúinn Fjodorow til að öðl- ast fulla sjón, meö því að rista 16 sinnum í homhimnuna. Skurðimir valda breytingum á kúpul-lögun augans, þannig aö sjónin skerpist. Augnkúlan verður flatari og þar með batnar sjónin. Flestir sem gangast undir þessa aögerð geta lagt þykku gleraugun á hilluna. Um árabil hefur Fjodorow, yfir- manni Rannsóknastofnunarinnar fyrir míkróuppskurði á augum, oft og mörgum sinnum verið boðið til annarra landa til að skýra skurð- tækni sína fyrir augnlæknum. Og það er ekkert lát á því að fólk leiti til hans og biðji um hjálp viö að losna viö gleraugun. Fjórði hver jarðarbúi á við ein- hvers konar sjónskerðingu að stríða. Menn eru nær- eða fjarsýn- ir eða meö sjóntruflun af ein- hverju tagi. Um þetta sagði Fjodo- row á ráðstefnu í Róm: „Hvað bjóða svo augnlæknarnir? Gera sjúklingana háða hjálpartækjum sem þrengja sjónsviðið, brotna eöa afstillast.” Fjodorow sagði stoltur frá í Róm: „Við höfum veitt yfir 5000 manns lækningu á nærsýni. Með 15 mínútna skurðaögerð gerum við þessu fólki lífið ánægjulegra. Við skulum líka hyggja að fjár- málum. Þegar kostað hefur verið milljónum til að þjálfa atvinnu- flugmann kemur sér illa ef hann þarf aö hætta þegar hann þarfnast gleraugna eða snertilinsa. Eftir skurðaðgeröir hjá okkur hafa tutt- ugu flugmenn getað haldiö áfram störfum við stjórn á farþegaþot- um.” Við þessi orð Fjodorows klöppuðu flestir ráðstefnugestir. Efasemdir komu fram. Menn vildu vita hvernig hornhimnunni reiddi af við þetta inngrip. „Það hlýtur að myndast örvefur, horn- himnan verður skýjuð.” Sumir ráöstefnugestir töldu þaö mikiö áhættuspil að framkvæma aðgerð- ir á þessari geysiviökvæmu vefj- artegund. Italskur augnlæknir kallaði úr salnum: „Þetta er nú bara eins og rússnesk rúlletta.” Sovéski augnlæknirinn lét þess- ar athugasemdir ekki á sig fá. Hann sýndi hvernig hornhimnan vex aftur, meö því að bregða upp Nethimnan tekur við myndinni sem kemur í gegnum linsu augans, hornhimnuna. Hjá nær- sýnum er hornhimnan of langt frá nethimnunni. Fjodorow nær sjón- skerpunni aftur með því að breyta kúpulögun (1) hornhimnunnar. I þessu skyni ristir hann sextán rák- ir (2 og 3) i homhimnuna. Innri þrýstingur augans breytir við svo búið lögun (4) homhimnunnar, hún verður flatari (5). myndum af 30.000-földum stækkunum. Auk þess sagði hann aö árangurinn réðist af hæfni skurðlæknisins og gæðum þeirra tækja sem hann notaði. „Það má alls ekki skera skrykkjótt og skuröirnir mega ekki vera of lang- ir. Þá gætu opnast háræðar og blætt inn á hornhimnuna með þeim afleiðingum að hún verður skýjuö. Þess háttar mistök eiga sér einungis stað hjá lélegum skurðlæknum.” Yfir fimm ára tímabil fylgdust Fjodorow og samstarfsmenn hans náið með framvindu 833 manna sem höfðu gengist undir skurðaö- gerðir Fjodorows. Niðurstaðan hljóðar á þann veg að bætt sjón þessa fólks hafi haldist óskert þessi fimm ár. Ennfremur má geta þess að fjórir læknar, tveir hjúkrunarfræðingar og þrír bíl- stjórar hjá rannsóknastofnun- inni hafa látið Fjodorow rista í hornhimnur sínar og hafa ekki þurft að setja upp gleraugu síöan. Nýlega heimsótti vestur-þýskur blaðamaður rannsóknastofnun Fjodorows en hún er í nýbyggingu við Beskúdníkowskí-götu í einu af úthverfum Moskvu. Hann lýsir stofnuninni sem er til húsa í lát- lausu átta hæða húsi, — inni er hátt til lofts og vítt til veggja. Sjúklingar eru á ferli, flestir með límt fyrir annað augað. Lenin vak- ir yfir öllu, flatur á lérefti eða meitlaður í stein. A annarri hæö hefur forstjórinn aðsetur, þar eru þykk gólfteppi á gólfum, djúpif stólar til að slappa af í, viðarþakt- ir veggir. Skrifstofa Fjodorows er risa- stór. I miöjum salnum er stórt fundarborð, umhverfis það ásetu- góðir stólar. I einu hominu er ara- grúi af augnrannsóknatækjum, meðal annars litsjónvarpsskerm- ur þar sem hægt er að fylgjast með athugunum Fjodorows á aug- um sjúklinganna. Annar sjón- varpsskermur tengir skrifstofuna viöskuröstofuna. Fjodorow segist hafa velt ÞV1 mikið fyrir sér hvernig auka megi afköstin. Hann sýnir teikn- 26 Vlkan 5. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.