Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 27
Þessi sjón blasir viö
Fjodorow þegar hann horf-
ir á homhimnuna í gegnum
smásjá. I samræmi við
tölvuútreikningana ristir
hann sextán rákir í
himnuna.
Til aö auka afkastagetu
sjúkrahússins hefur
Fjodorow varpað fram
hugmynd um nokkurs
konar færibandafyrir-
komulag á augnskurðað-
gerðunum.
ingu að skurðstofu þar sem sjö
sjúklingar liggja á hringlaga
borði, sem hægt er að snúa eftir
þörfum. Viö höfuð hvers sjúklings
situr læknir sem sífellt endurtekur
sömu handtökin. Til dæmis opnar
sá fyrsti auga sjúklings með ör-
vefsmyndun á augnlinsunni.
Síðan ýtir hann við borðinu þannig
að næsti læknir hefur sjúklinginn
framan við sig. Sá fjarlægir ónýtu
linsuna úr auganu. Borðið snýst
áfram. Þriðji læknirinn setur
gervilinsu í augað og sá næsti
saumar allt saman aftur.
„Við höfum nóg af læknum til að
vinna svona, en samt tel ég að
læknarnir ættu fremur að beita
huga en höndum. Þeir eiga að
greina sjúkdóminn og ákveða
meðferðina. Handverkið geta vel
þjálfaöir aðstoðarmenn unnið.
Þeir eru ódýrari en læknar og geta
unnið við „hringekjuna”. Tíminn
sem fer í að bíöa eftir næsta sjúkl-
ingi hefur mjög tekið á þolinmæð-
ina. Mig langar til að sjá hvernig
svona hringborð virkar í raun og
veru. Við verðum komnir með tólf
skurðstofur næsta vor, þegar nýja
viðbótarbyggingin kemst í gagniö.
Sjúkrarúmin verða 500 talsins og
við getum skorið upp 100 manns á
dag.”
Hvernig varð hún til, þessi að-
ferð að uppræta nærsýni meö því
að rista á hornhimnuna? „Eg fann
hana ekki upp,” segir Fjodorow.
„Eg gerði hana hins vegar not-
hæfa. Fyrir nokkrum árum var
komið meö ungan pilt til okkar,
hann hafði orðið fyrir því slysi að
gleraugun brotnuðu og brot skár-
ust inn í hornhimnuna. Bati hans
varð skjótur, hornhimnan greri
fljótt en hún flattist nokkuð. Af-
leiðingin varð sú sem engan hafði
grunað, drengurinn sá betur en
áður. Þetta tilfelli minnti mig á
japanska augnlækninn Sato. Hann
hafði þegar árið 1953 reynt aö
móta ljósbrot augans hjá nærsýnu
fólki.”
Og Fjodorow útskýrir þetta nán-
ar: „Gerðu þér í hugarlund að
nærsýna augað sé ílangt. Það er
ekki hægt að stytta það og skerpa
sjónina þannig. Aftur á móti er
hægt að rétta sjónina af með því
að breyta hornhimnunni, þaö er að
segja linsu augans. Sato reyndi
þetta með því að skera í horn-
himnuna bæði utan frá og innan
frá (til þess notaði hann sérstakan
hníf sem komið var inn í augað).
Þetta mistókst vegna þess
aö innsta lag hornhimnunnar
myndaöi örvef og hún eyðilagðist.
Við ristum aftur á móti aðeins í
ytra lagið, þá er áhættan mun
minni.”
Augnlæknirinn þrífur 32 kílóa
lóð af skrifborðinu og lyftir því
5. tbl. Vikan 27