Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 28
Áður en aðgerðin hefst er merkt fyr-
ir ristunum með þar til gerðu tæki.
Síðan er augað glennt upp og nær-
sýnin f jarlægð.
beint upp yfir höfuöiö án áreynslu.
„Þannig þjálfaöi ég kraftana þeg-
ar ég var yngri. Ungur að árum
var ég fremur kraftlaus. I fyrsta
skipti sem ég varö ástfanginn var
það stúlka sem vildi bara sterka
stráka. Þá náði ég mér í kennslu-
bók í sundi og synti tvo tíma dag
hvern í Don-fljótinu. Arangurinn
lét ekki á sér standa, ég sigraði
brátt í hverri skriösundskeppninni
áfæturannarri.”
I næsta herbergi við skrifstof-
una er boröstofa. Þar hanga alls
kyns verölaun og minningargripir
um alla veggi. A sófa liggur riffill
meö kíki. „Eg nota hann á bjarn-
dýraveiðum,” segir Fjodorow.
Hann býður upp á villiandarsúpu.
„Eg skaut nýveriö 16 villiendur og
lét kokkinn f á tvær þeirra. ’ ’
Fjodorow bendir á málverk á
einum veggnum. „Þessi ein-
kennisbúni maöur er faðir minn.
Hann var skeifusmiður og gerðist
síðar yfirmaöur riddaraliðssveit-
ar. Stalín rak hann í 20 ára útlegð.
Þaö var ekki fyrr en ég var 51 árs
að ég uppgötvaði hestamanna-
blóðið í æðum mér. Eg var í De-
troit í Bandaríkjunum og gestgjaf-
ar mínir buðu mér að skoða hesta-
bú. Eg prófaði að fara á bak og
síðan fer ég í útreiðartúr á hverj-
um einasta miðvikudegi. ”
Nú býður Fjodorow í skoðunar-
ferö á skurðstofuna. Þar liggja
þrír sjúklingar á skurðborðum og
yfir höfði hvers og eins skurðað-
gerðasmásjá frá vestur-þýska
fyrirtækinu Zeiss. A skurðstofunni
ríkir kyrrð, þótt veriö sé aö hefja
þrjár aðgerðir.
A einu boróinu liggur Ala Mass-
orsjena. Hún er 22 ára gömul og
leitaði til Fjodorows til að losna
við hnausþykk gleraugun, en sjón-
in var mínus átta á báðum augum.
Hann mælti með skurðaðgerð.
Hornhimnan verður ekki skorin,
það eru ristir í hana skurðir. Aður
en skuröaðgerðin hefst eru gerðar
mælingar: nærsýnistig, þykkt og
yfirborðssveigur hornhimnunnar,
þrýstingurinn í auganu. Upplýs-
ingarnar eru lesnar inn í tölvu
sem reiknar út hve djúpar risturn-
ar eiga að vera og hve stór mið-
flöturinn, sem látinn er ósnertur,
áaðvera.
Með litarefni merkir Fjodorow
hring á homhimnuna þar sem hún
skal látin ósnert. Með öðrum lit:
merkir hann fyrir ristunum 16.
Síöan þarf hann einungis að stilla
skurðhnífinn í míkrómillímetrum,
til að ákveða skurðdýptina. Augað
er deyft með dropum og þá er allt
tilbúið fyrir skurðaðgerðina.
Fjodorow notast við smásjá
þegar hann ristir 16 skurði frá ytri
brún augnsteinsins inn að miöflet-
inum. Það tekur hann tíu mínútur
að skipta hornhimnunni eins og
tertu. Konan sem gekkst undir að-
gerðina fær aöeins plástur yfir
augað, engin smyrsl eða lyf. Oft-
ast grær hornhimnan svo vel að
engin ör sjást þegar hún er skoð-
uð með tólf-faldri stækkun.
Undir skurðaðgerð af þessu
tagi geta gengist þeir sem hafa
heil augu að frátalinni nærsýni. A
hinn bóginn fyrirfinnast margs
konar breytingar á augunum sem
útiloka skuröaðgerð: nærsýnisem
versnar sífellt, hornhimnusýking-
ar, kúlulaga hornhimna, örvefs-
myndun á hornhimnu og sködduð
nethimna. Börn geta ekki gengist
undir aðgerðina fyrr en við 14 ára
aldur, fram aö þeim aldri er horn-
himnan of sveigjanleg.
Skurðaðgerðir af því tagi sem
lýst hefur verið kosta í Banda-
ríkjunum allt aö 2000 dollara. Og
hvað þurfa Rússar að borga? Rík-
ið greiðir Rannsóknastofnuninni
tíu rúblur fyrir aögerðina og 25
rúblur fyrir hvern dvalardag
sjúklings. Komi útlendingar til að-
gerða hjá Fjodorow og samstarfs-
mönnum hans þurfa þeir ekkert
að greiða fyrir aögerðina en aftur
á móti kostar dvalardagurinn 40
dollara.
28 Vikan 5 tbl.