Vikan


Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 14

Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 14
Þungiyndi og kvíði á vetrarmánuðum Alfheiður Steinþórsdóttir Eftir jólaannir og nýársgleði finnst mörgum erfitt að hverfa aftur til hversdagsleikans. Á undanförnum árum hefur aukist að fólk taki sér frí frá snjó og vetri og fari til sólarlanda og stytti þannig biðina eftir vorinu. Síðari hluta vetrar kvarta margir undan leiða og svartsýni. Engu er líkara en krafturinn eftir síðasta sum- ar sé uppurinn. Sálfræðingum ber saman um að á þessum tíma leiti margir til þeirra vegna kvíða og þunglyndis. Afhverju þunglyndi? Þunglyndi hefur verið þekkt frá aldaöðli og er með allra algeng- ustu sálrænu erfiðleikum manna. Þunglyndi birtist í ýmsum mynd- um, allt frá stuttum svartsýnis- köstum og yfir í langvarandi og lamandi angist. Maður sem talar um að hann sé langt niðri eða þunglyndur á þá yfirleitt við að hann sé venju fremur leiður og bölsýnn. Ef til vill hefur hann orðið fyrir óvenju- miklu andstreymi undanfarið. Vanlíöan af þessu tagi líöur þó hjá meö tímanum, ekki síst með hjálp góöra vina og eins við að aöstæður breytast. Manneskjan hefur í sér mikinn endurnýjunar- og sköpunarkraft sem betur fer. Reynslan hefur sýnt að við viss- ar aðstæður er mönnum hættara við þunglyndi en annars. Aföll, svo sem dauði ættingja eða eigin sjúkdómur, koma fólki oft í opna skjöldu og valda van- máttartilfinningu sem getur verið lamandi í langan tíma. Þá geta verið nærtæk viðbrögö að loka sig af frá öðrum til aö þurfa ekki að uppfylla þær kröfur sem aðrir gera til manns. Þunglyndi er einnig algengt eftir barnsburð. Konan dregur sig inn í skel sína og megnar ekki að takast á við nýtt og erfitt móöur- hlutverk sem hún hefur aldrei lært. Þunglyndi er þannig andsvar við álagi sem manneskjunni finnst hún ekki geta valdið. Þunglyndi af öðrum toga er þegar manneskja finnur aö hún er ekki mikilvæg lengur. Tilfinningin að vera hafnað og vera yfirgefin er meginástæðan fyrir slíkri vanlíðan. Sem dæmi má taka mann sem er atvinnulaus. Hann finnur sárlega að hann tekur ekki þátt í lífinu eins og hinir sem starfa, honum er hafnaö af öðru fólki. Þetta á einnig við hús- mæður á miðjum aldri sem eru einangraðar og atvinnulausar þegar börnin flytja að heiman. Ekki síst má nefna gamalt fólk sem verður þunglynt og biturt vegna þess að það á ekki lengur neinn starfa í samfélaginu. Það er manninum bráðnauðsynlegt að vera virkur, ekki síst í starfi. Þeg- ar hann verður utangarðs og hefur ekkert hlutverk lengur minnkar sjálfstraust hans en vanlíðan og efasemdir um eigin getu aukast. Ef ekkert er aö gert getur slíkt þunglyndi orðið mjög langvarandi og djúpstætt, enda er algengt að þunglyndisköst verði aö mynstri og lami starf og allt líf ein- staklingsins til langframa. Þegar fram í sækir er oft ekki hægt að sjá neina ástæðu fyrir hverju þunglyndistímabili, sem leysa hvert annað af hólmi að því er virðist án utanaðkomandi áhrifa. Hvernig lýsir þunglyndi sér? Sá sem er alvarlega þunglyndur ber þaö greinilega með sér. Hann er svipbrigöalítill, fámáll og röddin er lág. Axlir eru signar, hreyfingar hægar og tregða í öll- um viðbrögöum er augljós. Svefn veitir oft litla hvíld frá þunglyndi, viökomandi vaknar þreyttur og kvíðafullur. Stundum vaknar hann síðari hluta nætur og getur ekki sofnað aftur. Hann er haldinn sterkum kvíða og getur ekki hugs- að sér að fara á fætur en vill liggja fyrir allan daginn. Þannig kemur innri vanlíðan greinilega í ljós. Ahugi á vinum, fjölskyldu og starfi minnkar og sá þunglyndi á mjög erfitt með að einbeita sér að því sem áður var honum auövelt. Hann er fangi eigin hugsana sem snúast ætíð um það sama. Hann er altekinn af þeirri tilfinningu að hann sé einskis viröi og að allt sé einskis virði. Hann virðist beina reiði og vonbrigðum í eigin barm og hefur oft mikla sektarkennd yfir því 14 Vtkanstbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.