Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 42
V æntanlega ertu útsendari
kommúnista, sagöi ég hægt. — Þú
hlýtur að vera þaö, úr því aö þú
hafðir slíkan áhuga á gerðum CIA-
manns.
Svo rann mér allt í einu kalt
vatn milli skinns og hörunds. —
Þú hefur. . . varst þú eitthvaö viö-
riðinn dauöa Matts?
Sloan strauk yfirskeggiö. —
Hvort tveggja rétt, svaraði hann
kæruleysislega. — Já, ég er
kommúnisti og starfa fyrir það,
sem ég trúi á — og þaö eru svo
sannarlega ekki friðsamleg sam-
skipti viö CIA-njósnara! Hins veg-
ar var alls ekki ætlun mín aö
drepa hann. Mitt hlutverk var aö
koma austurríska félaga mínum á
slóð hans, en hann átti síðan aö
komast aö samböndum hans í
Austurríki. En Danby hlýtur aö
hafa áttaö sig á því, aö ég veitti
honum eftirför, og hann veittist að
mér aö fyrra bragöi í húsasundi
rétt eftir að viö komum til borgar-
innar. Eg neyddist til að slá hann.
Eg kyngdi. — En. . . en allir
segja, aö hann hafi farist í fjall-
göngu á Nockspitze. Hvernig
gastu narraö hann þangað?
— Eg geröi þaö ekki. Ef þú vilt
endilega vita þetta í smáatriöum,
þá sló ég hann meö byssuskeftinu.
Því miður sló ég einum of fast, því
eins og ég var búinn að segja þér,
kom hann okkur ekki að neinu
gagni dauður. En hann dó sem
sagt fáeinum mínútum síðar. Eg
tróð líkinu í bílinn, sem ég haföi á
leigu, og var í mestu vandræðum
meö, hvernig ég átti að losa mig
við þaö. En þá fann ég f jallgöngu-
búnaö í draslinu hans og nokkrar
kvittanir frá Alte Post í veskinu
hans. Þannig fékk ég þá hugmynd
aö fara meö líkiö upp í fjöllin og
setja á sviö slys. Og þaö tókst á
mjög sannfærandi hátt, bætti hann
við fullur sjálfsánægju. Svo leit
hann á úriö. — En við getum ekki
setiö lengur hér og spjallaö. Kom-
um okkur af staö! Og mundu aö
haga þér fullkomlega eðlilega, ef
þú vilt ekki, aö neitt komi fyrir
strákinn.
Sólin lét ekki sjá sig. Veröldin
var hvít og grá og svört, og kuld-
inn var bitur í þessari hæð. Eg
þrammaði á eftir moröingja
Matts og skalf ekki síöur af hryll-
ingi en kulda. Sloan var
miskunnarlaus, það var mér nú
fullkomlega ljóst. Ulrich sömu-
leiðis, mér hraus hugur viö því,
hvernig hann færi með vesalings
Bruno litla og hvað hann kynni aö
gera honum, ef ég færi ekki í einu
og öllu aö vilja Sloans. Mér varö
hugsaö til þess, hvað Jon væri aö
gera þessa stundina.
Lyftuvöröurinn talaöi þýsku, og
hann varaði okkur viö því, aö skil-
yrði væru ekki sem best hinum
megin í fjallinu. Sloan brosti sínu
blíðasta og sagöi, aö viö létum þaö
ekki aftra okkur.
Lyftan bar okkur upp hlíöina.
Eg reyndi aö nudda yl í dofna
handleggina. — Hvað meö Rose-
mary? spuröi ég. — Er hún í raun
og veru konan þín?
— Eg er ógiftur, svaraöi hann,
og það undraöi mig ekki. —
Samtökin útveguöu mér Rose-
mary til þessa verks. Svona
skálkaskjól er óneitanlega leiðin-
legt í framkvæmd, en ákaflega
áhrifaríkt. Þú varst augljóslega
ennþá svo miöur þín vegna dauða
Danbys, aö ég bjóst ekki viö aö
komast nálægt þér, eins og
karlmaöur nálgast venjulega
konu. Og mér fannst Rosemary
takast mjög vel að vingast viö þig.
Viö fluttum frá Alte Post á hótel í
Innsbruck í gærkvöldi, en ég sendi
hana fljótlega aftur til Englands,
þar sem ég er nú búinn aö ná því,
sem ég ætlaði.
— En þú hefur engu náð, and-
mælti ég. — Eg veit nákvæmlega
ekkert um aðgerðir Matts né um
þau sambönd, sem hann kann aö
hafa haft í Innsbruck, og þaö er
heimskulegt af þér aö halda svona
fast við þetta.
Sloan brosti napurt. — En þú ert
þegar búin að afhjúpa tengilið
Matts, ekki satt? Becker er sá,
sem ég þarf aö fá upplýsingar frá.
Og nú hef ég náö syni hans — og
þér — og þá ætti að veröa auðvelt
aöfá hann tilaötala.
- 0 -
Viö efri enda skíöalyftunnar
opnuðust göngin inn í f jalliö.
Sloan greip um handlegginn á
mér og ýtti mér áfram. Fljótlega
þrengdust göngin, og steinsteypan
náði ekki lengra. Rafmagnsperur
lýstu dauflega upp grófhöggna
veggina og ójafnt gólfið, og alls
staöar glampaöi á hélu. Kuldinn
var nístandi. Mig verkjaöi í öll
bein undan honum.
— Taktu upp vegabréfið þitt,
sagöi Sloan, og vonarneisti kvikn-
aöi í huga mér. Auðvitað þurftum
viö að sýna vegabréf við landa-
mærin. Bruno væri á vegabréfi
Jons, svo aö Ulrich hlyti aö hafa
lent í vandræðum. Kannski biði
Bruno eftir mér viö landamærin
hjá einhverjum góöum verði, sem
væri þegar búinn aö hringja á lög-
regluna. . .
Eg greikkaði sporið, en vonar-
neistinn slokknaöi, þegar ég sá
varöskýlið, sem var aöeins örlítill
klefi múraður inn í klettinn. Vafa-
laust var klefinn upphitaður, og
glugginn var vandlega lokaður.
Landamæravörðurinn hafði sýni-
lega engan áhuga á aö hleypa
kuldanum inn um litlu lúguna til
þess aö stimpla á vegabréfin
okkar, hann leit sem snöggvast á
okkur, sá vegabréfin í höndum
okkar og hnykkti höföinu til
merkis um, aö við mættum halda
áfram.
Austurríska varöstööin nokkr-
um metrum fjær var örlítið stærri,
þar sátu tveir menn og spjölluðu
ákaft saman yfir rjúkandi kaffi-
bollum. Annar þeirra leit naumast
á okkur, áöur en hann benti okkur
aö halda áfram ferðinni.
Sloan gaut augunum til mín
glottandi. — Þú áttir ekki von á,
að þetta gengi svona liðugt, var
þaö? Þetta er besta leiðin, ef
maður vill ekki vekja mikla eftir-
tekt viö landamærin.
Við héldum áfram eftir göng-
unum hrööum skrefum til aö
halda á okkur hita. Eg reyndi enn
aö sannfæra Sloan: — Þú hefur
algjörlega á röngu aö standa meö
Jon. Hann þekkti ekki Matt og var
á engan hátt flæktur í starf hans.
Eg leitaði örvæntingarfull í
huga mér eftir einhverju, sem
sannfært gæti Sloan um sakleysi
Jons, og loks minntist ég Ottos
gamla. Ekki svo aö skilja, aö ég
óskaöi honum neins ills, en stæði
valiö milli hans og Jons, var
engrar miskunnar að vænta af
minni hálfu. — Eg veit raunar, aö
Otto Hammerl þekkti Matt. Og
Otto er eitthvað aö bralla, svo
mikiö veit ég.
— Otto gamli meö púöurhlössin
sín, sagöi Sloan. — 0, já, mér er
kunnugt um, hvaö hann er aö
bralla. Félagar mínir hér
uppgötvuöu þessa starfsemi fyrir
mörgum mánuöum — ég hélt
raunar, að þeir heföu bundiö enda
á hana, en þessir fjallabúar eru
sauöþráir, og Otto og vinir hans
eru líklega aö dunda þetta á eigin
spýtur.
— Attu viö, aö þeir útvegi
hryöjuverkamönnum í Alto Adige
sprengiefni?
— Nei, nei. Ja, kannski gera
þeir þaö líka, en þaö skiptir okkur
engu máli og heldur ekki CIA. Nei,
42 Víkan s.tbl.