Vikan - 03.02.1983, Blaðsíða 50
Eldhús Vikannar
Umsjón:
Jón Ásgeir
Sigurðsson
Mjó/kursoðin
svínarúlla
Matargerðartími: 2 klukkustundir
(nægir fyrir 6 manns)
1 kíló magurt svínakjöt, flöt sneið
úrytra vöðvalagi
1 hvítlauksnf, marið sundur
6—10 kóríanderkorn, mulin t
mortéli (eða 1 teskeið
kóríanderduft)
1 lárviðarlauf
nokkur söxuð lauf af basilíkum
eða meríam (ef þurrkuð, þá 1
teskeið)
40 grömm smjör
1 112 lítri mjólk
salt, mulinn svarturpipar
Tilreiðsla:
7
Núið salti, pipar, hvítlauk og
kóríander á innri hlið
kjötsneiöarinnar.
2
Rúllið kjötinu upp og bindið það
saman með matargerðargarni.
3
Bræðið smjörið í þykkbotna potti
sem er nægilega stór fyrir kjöt-
rúlluna og brúnið hana á alla
kanta.
4
Hitið mjólkina í ööru íláti og látið
suðuna koma upp rétt sem
snöggvast.
5
Helliö mjólkinni yfir kjötið þar til
rúllan er á kafi.
6
Látiö krauma léttilega í opnum
potti í um það bil eina klukku-
stund. Bætið kryddi og lárviðar-
laufi saman við.
7
Hrærið öðru hverju í pottinum og
veltið kjötrúllunni um leið. Látið
krauma í 40 mínútur í viðbót.
Veiðið síðan kjötið upp úr, sneiðið
það niður og geymiö á heitum
stað.
Aukið hitann á mjólkinni og sjóðið
hana þar til einn bolli er eftir.
9
Skafiö upp allt sem liggur á botni
pottsins og þeytið saman við
sósuna. Hún á að verða ljósbrún
og létt í sér. Ef svo er ekki, sjóðið
hana þá enn um stund og hrærið
stööugt í.
10
Hellið sósunni gegnum sigti í ílát
og hellið yfir kjötiö. Berið réttinn
fram heitan eða kaldan.
Meðlæti: Ofnbakaöar kartöflur,
smjörsteiktir sveppir, grænmetis-
salat eða rauðkál.
Athugið: Afgangurinn heldur sér í
2 daga í ísskápnum. Takið kjötiö
úr ísskápnum klukkustund fyrir
neyslu.
Drykkur: Ekki of þurrt, þýskt
hvítvín eða bjór.
50 Víkan 5. tbl.