Vikan


Vikan - 07.02.1985, Qupperneq 14

Vikan - 07.02.1985, Qupperneq 14
 greiðslustúlkan í Litlu hryllingsbúðinni. Þegar leikkonan Edda Heiðrún Backman stendur svo í fullu fjöri fyrir framan mann er lítið sem minnir á hana Auöi, fyrir utan bleikar, vel lakkaðar neglur! ,,Ariel! Geturðu hjálpað mér með naglalakkið?" hrópar Edda í kjallaranum á Islensku óperunni. Ariel Pridan er snillingurinn frá ísrael sem stjórnar Auði annarri með miklum tilþrifum. Ariel bregst vel við þessari bón Eddu þó hann taki það strax fram að hann sé ekki sérfræðingur á þessu sviði! - . ,,Er þér ekki sama þó hann Leifur sitji hérna við borðið og hlusti á okkur?" spyr Edda síðan og á við Leif Hauksson sem leikur Bald- ur. ,,Hann getur kannski komið með góða punkta. Viðtöl eru ekki mín sérgrein, þú skilur!" segir Edda og hlær. Það er greinilegt að það hlæja allir með Eddu, hún hefur svo liflega framkomu. Sumir segja þó að hún sé kröfuhörð: ,,Ef ég er kröfuhörð við aðra þá er ég það líka við sjálfa mig. Mér finnst hlutirnir alltaf þurfa að vera því sem næst fullkomnir!" Hlutverk Eddu í Hryllingsbúðinni er ekki það fyrsta sem hún leik- ur sem atvinnuleikari. Hún lék í fyrra í Hart í bak í Iðnó og síðan í Gæjum og píum og Milli skinns og hörunds í Þjóðleikhúsinu. Því er ekki að neita að það er talað um Eddu Backman um þess- ar mundir. Þegar ég nefni það við hana að fólk hafi áhuga á henni hlær hún létt. ,,Er það?" segir hún hægt, horfir rannsakandi á mig og veit ekki alveg hvernig hún á að taka svona yfirlýsingu. Nemendaleikhúsið hefur oft vakið athygli almennings og þess vegna er ekkert skrítið þó mörgum finnist Edda Backman koma kunnuglega fyrir sjónir. Hún lék þar eftirminnilegt hlutverk í finnska leikritinu PRESTFÓLKIÐ eftir Minnu Chant. Þó erfitt sé að ímynda sér að hin feita, djúpraddaða þjónustustúlka presthjón- anna og blondínan Auður eigi eitthvað sameiginlegt finnst Eddu gaman að bera þær saman: Ljósmyndir: Ragnar Th. Texti: Hrafnhildur 14 Vlkan 6. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.