Vikan


Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 38

Vikan - 07.02.1985, Blaðsíða 38
Kynlíf erlendis I Söngkona á diskótekinu í Moskvuhótelinu Túrist bregður fyrir sig berum fót- unum — það er í lagi, áhorfendur eru flestir sterkefnaðir túristar frá útlandinu. Unga fólkið í Sovét sækir í sig veðrið í kyn- lífsmálum — þrátt fyrir að gamaldags tepru- skapur sé enn eins og stormur í fangið. Þaö var farin kröfuganga nak- inna karla og kvenna í Moskvu. Margir báru blóm — eöa kröfu- spjöld áletruð „ást, ást” eöa „niöur með falska blygöun”. Veg- farendur skemmtu sér viö aö horfa á, sumir fækkuöu meira að segja fötum og gengu til liðs við kröfugerðarmenn. Um sinn var lögreglan ráðþrota en flýtti sér svo aö skipuleggja aöra kröfugöngu „hneykslaöra” verkamanna. Striplingarnir lutu í lægra haldi og flúöu af götunum, ríkisvaldið muldi kröfuspjöldin undir leöurstígvélum. Eftir byltinguna var allt gildis- mat gamla þjóöfélagsskipulagsins dregið í efa og þaö upphófst mikil Jörfagleöi. En tímabili frjálsra ásta í Sovétríkjunum lauk með allsberum göngum í Moskvu, Leningrad, Sevastópól og Odessu fimm árum síöar, þaö er að segja 1922. Enn gilda í Sovét varnaðarorð Leníns frá þessum árum: „Kyn- lífsöfgar eru dæmigeröir fyrir afturhaldiö. Viö þurfum á fólki aö halda sem hagar sér eðlilega. Taumlaust kynlíf er borgaralegt fyrirbæri.” Sökum þess að ríkið hefur ekki tök á aö kíkja undir sængina hjá sérhverju pari hefur kynlíf veriö látið liggja í þagnar- gildi í rúmlega 60 ár í Sovét. En á síðustu árum hafa menn verið að átta sig á því aö þetta get- ur ekki gengiö, þögn og ekkert um- tal ýtir undir fávisku og fordóma. I viðtali viö Moskvublaðiö Sovétskaja Rossíja gerði sovéski félagsfræðiprófessorinn I.S. Kon þessa vanþekkingu í kyn- lífsmálum aö umtalsefni: „. . . mörg ung hjón vita ekki einu sinni um grundvallaratriði í sambandi við líkamsstarfsemina. Þaö er tímabært að kennarar, rithöfund- ar og meö varfærni einnig fjöl- miðlar hjálpi til viö aö ráöa bót á þessum vanda.” Kannanir hafa sýnt aö einungis þriðjungur mæöra í Leningrad sögðust upplýsa börn sín um kyn- líf. Sömu sögu er að segja um skól- ana, þegar kenna skal „Heilsu- fræöi og mannamein”. Fjórtán ára unglingar fá þetta upp í hend- urnar í 8. bekk: „Svo sem menn vita er meiri munur á fullorðnum karli og konu en á pilti og stúlku.” Nánari upplýsingar um getnaðar- varnir, fóstureyðingar, sjálfsþæg- ingu og kynhverfu er ekki auðvelt að fá. I læknisfræðibókum eru ekki einu sinni myndir af kyn- færum. Þeir sem hafa vit á aö sækjast eftir getnaöarvörnum geta reynt ungverskar „pillur”, sem kosta aðeins rúblu en fást á hinn bóginn ekki nema stundum. Ekki fæst heldur nóg af innfluttum indversk- um smokkum sem þykja mun betri en rússnesku „gúmmí- sokkamir”. Þrautalendingin virðist oft vera fóstureyöing, þær eru löglegar, ókeypis og tíðari en fæðingar. „Vanþekking og fáviska í kyn- lífsmálum hefur orsakað sæg af harmleikjum og hafsjó af tárum,” var fullyrt í blaðinu Komsómolskaja Pravda fyrir tíu árum. Meirihluti lesenda blaðsins er ungt fólk og stjómendur þess ákváðu, af hugrekki miklu, að hefja göngu lesendaþáttar (eins og Póstsins í Vikunni) sem hét Hann og hún. En strax eftir fyrsta flóðið af lesendabréfum, þar sem þúsundir unglinga tjáðu kvíða sinn og áhyggjur, var hætt við þennan lesendaþátt. Þrátt fyrir þetta slæma ástand í fræðslumálum hefur á síðustu ár- um orðið vart við greinilega breyt- ingu á hegðun fólks á almanna- færi. I trássi við opinberar for- skriftir kyssast ung pör nú á göt- um úti, kela í skemmtigörðum eða (að vetri til) í símaklefum. í kvik- myndahúsum er oftast meira um að vera á öftustu bekkjunum en á tjaldinu, með undantekningum þó eins og meðfylgjandi mynd gefur til kynna. 38 Vlkan b. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.