Vikan


Vikan - 30.01.1986, Page 6

Vikan - 30.01.1986, Page 6
R ^I^Píll er nauðsyn, segja þeir hjá Bílgreinasam- bandinu, og ekki síður þeir hjá rikisvaldinu, sem sífellt mjalta bileigendur meira og meira sem tekju- lind og láta lítið koma i staðinn. Það er staðreynd að í okkar strjálbyggða sam- félagi, þar sem tiltölulega langt er milli ferða almenningsfarartækja, er bíll nauðsyn. Það fer einfaldlega of mikill timi i að hagnýta sér almenningsfarartæki. Þau eru oft á tímum sem henta okkur ekki — eða kannski má snúa þessu við og segja að þau séu ekki i boði á þeim tímum sem okkur henta. Þar að auki eru oftast allir meiri háttar aðdrættir óhugsandi með þeim. Þess vegna þurfum við að eiga bila, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hins vegar erum við mörg þannig sett að við höfum ekki efni á að kaupa okkur nýja bíla — fyrir utan það að mörgum þykir snjallt að láta einhvern annan taka fyrsta afskrifta- skellinn og vilja heldur kaupa notaðan, vel með farinn bil en nýjan. Þegar nýr bíll er keyptur er að mörgu að gá því enginn vill kaupa köttinn I sekknum. Enginn skyldi hlaupa upp til handa og fóta þótt bíll sé auglýstur til sölu ,,af sérstökum ástæðum". Það eru nefni- lega allir bílar seldir af sérstökum ástæðum, þó ekki sé nema vegna þess að seljandann langar að kaupa annan bíl þó sá sem hann á sé I toppstandi. Stundum er líka auglýst að billinn seljist á hagstæðum kjörum og góðu verði ,,ef samið er strax". Hugsið ykkur þá hvað gerist ef sá sem ligg- ur svona mikið á að fá peningana losnar ekki við bilinn fyrr en dálitið seinna en strax — eða þannig. Sá sem ætlar að kaupa notaðan bíl ætti að byrja á að gera sér grein fyrir nokkrum atriðum. Hve stóran bil á að kaupa? Hvað má hann kosta? Hve miklu má hann eyða? Þarf endilega að fara saman sparsemi I eldsneytisnotkun og I almennu viðhaldi? Reynið að gera ykkur rökvísa grein fyrir því hvaða viðhaldi má búast við á þeirri tegund (tegundum) sem helst kemur til greina og hvaða hlutfall er milli eldsneytiskostnaðar við hana og viðhaldsins. Stundum kemur i Ijós að með nokkrum vísindum má búast við talsvert minni viðhaldskostnaði á eldsneytisfrekari bil, þannig að það vegi nokkuð á jöfnu. Hvaða dekkjastærð er undir bílnum? Hvað kosta dekk á hann? i hvaða tryggingaflokki er hann og hvert verður iðgjaldið? Býður eitt tryggingafélagið lægri iðgjöld eða betri kjör en annað? Það er þannig eitt og annað sem taka verður með i reikninginn þegar bílgerð er valin. En þegar valið hefur verið er rétt að fara að fylgjast með 6 Vikanð. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.