Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 30.01.1986, Qupperneq 49

Vikan - 30.01.1986, Qupperneq 49
Sakamálasaga eftir Michael Innes Dagbók Dangerf ields 1 ,,í afbrotasafni ættu fyrst og síðast cfð vera 'hlutir sem óhjákvæmilega vekja ótta hjá áhorfandanum," sagði sir John Appleby. ,,Það er hins vegar sameigin- legt einkenni þeirra hluta sem ég hef safnað hvað þeir eru hversdagslegir. Líttu til dæmis á þessa gömlu dagbók. Hún er ósköp venjuleg að sjá en henni fylgir samt undarleg saga." Vinur minn hikaði eitt andartak. ,,Hvað treystirðu þér til að segja mér um hana svona í fljótheitum?" Það var greinilegt að hann ætlaðist ekki til þess að ég tæki hana upp í fyrst atrennu. Ég rannsakaði því spjöldin og kjölinn af kostgæfni. ,,Hún er frá árinu 1911," sagði ég. /^ppleby hló: ,,Já, svo segir að minnsta kosti á kilinum með gylltu letri þannig aö hvað það varðar viröistu hafa rétt fyrir þér. Nokkuð annað?" „Þetta er ekki sérbundin bók heldur fjöldaframleidd og hefur trúlega verið á boðstólum i hverri bókabúð. Sem slik er hún hins vegar af dýrari geröirtni. Liklega er hún keypt í Bondstraeti.'' ,,Einmitt," Appleby kinkaði kolli. „Vissirðu að Ralph Dangerfield hélt dag- bók?” ,,Áttu við leikritaskáldið sem uppi var á tímum Játvarðs VII? Nei, það vissi ég ekki." ,,Jú hann hélt dagbók svo um munaði og skrifaði þar i ýmsar upplýsingar um hneyksli og uppákomur sem hann frétti af eða þekkti til." Þessar fréttir vöktu svo sannarlega áhuga minn á bókinni sem lá á boröinu fyrir framan mig. ,,Þaö er alkunn staðreynd að Dangerfield var ekki siösamur maður." ,,Það verður ekki sagt um þig, kæri vinur, að þú takir djúpt í árinni. Líferni hópsins, sem hann var í slagtogi við, var svo sannarlega ekki til fyrirmyndar og Dangerfield var haldinn þeirri áráttu að skrifa i dagbókina um allt það sem henti hann og vini hans. Þessar dagbækur tóku yfir 20 ár. Þegar Dangerfield lést fór móðir hans, lafði Júlia, til herbergja hans við Jeromystræti og brenndi þær upp til agna. Þetta var að sjálfsögðu kolólög- legt en allir voru samt harðánægðir með þetta framtak og margir önduðu léttar. En eitt bindið lenti ekki á bálinu vegna þess að Dangerfield hafði lánaö kunningja sinum það. Það var dagbókin yfirárið 1911." Ég leit aftur á bókina og fór að velta þvi fyrir mér hvernig vinur minn hefði komist yfir hana. ,,Þú sagðir áðan að henni fylgdi undarleg saga, ætli þaðséu ekki lika i henni undarlegar sögur?" ,,Þú kemst bráðum að því," sagði Appleby sposkur á svip. „Hefurðu ein- hvern tima komið í Cinzanosafnið." ,,Nei, en mér er sagt að það sé mjög merkilegt." ,,Það er að vísu takmarkað en á sinu sviði er það einstakt. Enginn veit af hverju sir Adrian Cinzano byrjaði aö safna sjaldgæfum og undarlegum hlutum og rituðu máli tengdu bókmenntum. Hann byrjaði smám saman á þessu skömmu eftir að hann kom hingað til lands og setti fyrirtæki sitt á stofn. Að lokum varð safnið mikilvægt og áhugavert hjálpargagn þeirra sem fengust við rannsóknir i bókmenntafræði. Það voru reyndar ekki bara lærdóms- og fræðimenn sem höfðu áhuga á Cinzanosafninu. Það komst i tisku að verða sér úti um aðgang að safninu og þar sem Cinzano er ákaflega hégómlegur notfærði hann sér þetta til hins ýtr- asta. Hann hélt kvöldverðarboð sem lauk gjarnan meö þvi að hann gekk með gestum sínum um safn sitt. Eitt sinn var mér boðið þótt undarlegt megi virðast." Appleby tók upp dagbók Dangerfields. ,,AÖ lokum var okkur sýnd þessi bók. Cinzano hafði byggt upp nokkra spennu í kringum hana áður en hann rétti okkur hana. Fyrst hafði hann sýnt okkur hina hefðbundnu safnhluti, sjaldgæfar frumútgáfur og safn bréfa frá frægum rithöfundum og listamönn- um. Dagbókin sú arna átti hins vegar aö vera hápunktur kvöldsins. Ég komst aldrei að þvl hvernig Cinzano komst yfir bókina. Hluti af velgengni Cinzanos á þessu sviði var einmitt i þvl fólginn að fá safngripi slna án þess að það vekti athygli. Nú, stóra stundin rann upp og allir áttu aö fá tækifæri til að kikja í bókina og sjá þekkt nöfn sett i samband við vafasama hegöun. Cinzano rétti einni frúnni bókina og lagði áherslu á að þetta væri allt saman trúnaðarmál." Appleby rétti mér bókina. Ég verð að viðurkenna að mér lék nokkur forvitni á að lesa frásagnir Ralphs Dangerfield frá árinu 1911 og opnaði þvíbókina. ,,En kæri Appleby," hrópaði ég, ,,bókin er auð." ,,Þaðer ekki alls kostar rétt, skoöaðu 1. maí." Ég fletti upp á 1. mai. Þar var teiknaður kross með rauöu bleki. ,,Líttu nú á 1. júní." ,,Ja hérna, sama merkiö," sagði ég, en síðan rak ég upp undrunaróp: „Blaösíöutaliö á alls ekki við árið 1911 heldur 1952." „Hárrétt og það var einmitt í april 1952 sem mér var boöið I kvöldverðar- Vikan 5. tbl. 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.