Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 27.02.1986, Qupperneq 11

Vikan - 27.02.1986, Qupperneq 11
Katrín Pálsdóttir fréttamaður er umboðsmaður Ford-fyrir- sætukeppninnar sem lesendur Vikunnar þekkja vel af síðum blaðsins. En hvað varð til þess að Katrín tók að sér umsjón með Ford- keppninni hérlendis? „Eg var beðin um það og ég hugsaði mig um, sagði svo já. Það eru stelpur á íslandi sem vilja fara út í fyrirsætustörf og ég vil stuðla að því að þær fari til almennilegs fólks því þær fara hvort sem fólki h'kar betur eða verr.“ - En varla hefur það bara verið af hug- sjón sem þú tókst að þér að sjá um þessa keppni? „Jú, það getur vel verið að ég hafi gert það út af því. Annars er ég líka góð vinkona Lacey Ford, dóttur Eileen Ford, og það er allt í lagi að vinna fyrir vini sína.“ - Hvað hafa keppnirnar hér verið um- fangsmiklar? „Við höfum fengið á annað hundrað ábendingar. Við förum yfir ábendingarnar og tölum við stelpurnar og sjáum hvort þær uppfylla skilyrðin sem sett eru. Þetta er svipað því að sækja um flug- freyjustarf - ég var flugfreyja einu sinni. Ég þurfti að fara í próf, vera af ákveðinni hæð og þyngd, tala visst mörg tungumál og fullnægja sem sagt alls konar skilyrðum til að geta orðið flugfreyja. Það gildir alveg það sama í þessu, stelpurnar eru að sækja um ákveðið starf og þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði - sumar fá flugfreyjustarf, aðrar ekki, sumar fá fyrirsætustarf, aðrar ekki.“ - Gætir þú sjálf hugsað þér að fara í fyrirsætukeppni? „Já, en ég er orðin of gömul og uppfylli heldur ekki önnur skilyrði," segir Katrín hlæjandi. Hvað segir þú um þær raddir sem vilja meina að það sé niðurlægjandi að selja á sér andlitið og líkamann sem fyrirsæta? „Ég vil aftur líkja þessu við flugfreyju- starfið, flugfreyjan er andlit fyrirtækisins út á við. Eru þá ekki flugfreyjurnar að selja sig þegar þær koma fram í nafni fyrir- tækisins? Þú getur eins litið á stórfyrirtæki, til dæmis snyrtivörufyrirtækið Wella, það þarf að selja sínar vörur og þarf að koma þeim á framfæri. Það velur fólk til þess og nú hafa þeir fundið Helgu Melsteð, fríska og sæta íslenska stelpu, til þess að auglýsa sína vöru og vera andlit fyrirtækisins út á við. Það er ekki verið að selja einn né neinn. Er ég sem fréttamaður ekki alveg eins að selja í mér röddina? Það er hægt að teygja þetta út í það óendanlega. Eg bara get ekki séð að fyrirsætur séu að selja sig frekar en aðrir og mér finnst ekki neitt réttlæti í því að stilla þessum stelpum upp við vegg og stimpla á þær: Þú ert að selja þig. Fólk ætti að fara varlega í að dæma þær þegar þær eru að vinna sín störf,“ segir Katrín með áhersluþunga og heldur áfram: „Umræðan um Hólmfríði í borgarstjórn var til dæmis út í hött, fólk var farið að deila um það sem því kemur bara ekki neitt við. Hvort heldur Hólmfríður er ungfrú heimur og vinnur við það í eitt ár eða ræður sig sem flugfreyja í eitt ár kemur fólki bara ekki neitt við. Sem fréttamaður hef ég það sérverkefni að fylgjast með borgarstjórnarfundum og það er ægilega gaman, sérstaklega þegar rætt er um fegurðardrottningar," segir Katrín og brosir undirfurðulega. - Er það vegna þess að þér er málið skylt? „Nei, mér er málið nefnilega alls ekki skylt. Ég hef ekkert með fegurðarsam- keppni að gera. Margir halda að fegurðar- samkeppni og fyrirsætukeppnirnar séu sami hluturinn en það er alger misskilning- ur. Stelpa, sem myndast vel og er góð fyrir- sæta, þarf alls ekki að vera nein fegurðar- drottning. Til dæmis stelpa eins og Renée Simonsen, sem er ein hæst launaða fyrir- sæta heims og með hærri laun en Banda- ríkjaforseti, hún yrði aldrei kosin fegurð- ardrottning. í fyrsta lagi er hún allt alltof grönn og of há, með of stóran munn og svo framvegis,“ segir Katrín að lokum. Kristín Jónsdóttir Vikan 9. tbl. 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.