Vikan


Vikan - 27.02.1986, Page 32

Vikan - 27.02.1986, Page 32
ViN HALEN ogDavid LeeRoth EFTIR HALLDÓR R. LÁRUSSON Þegar Van Halen gaf út plötu sína, 1984, á því herrans ári, skip- aði hljómsveitin sér endaníega á bekk með stórsveitum bandarískum í rokkinu. Þeir félagar höfðu þá reyndar um nokkurt skeið verið ókrýndir forystumenn í amerísku rokklífi, enda hljómsveitarmeð- limir með afbrigðum hressir og sjarmerandi guttar. Þar var að sjálfsögðu fremstur í flokki hinn magnaði David Lee Roth sem var söngvari sveitarinnar og alveg með ótrúlegan hæfileika til að láta á sér bera, enda maðurinn orðhákur hinn mesti og ákaflega fyndinn. Tónlist hljómsveitarinnar skrifast með öllu á reikning Eddie Van Halen gítarleikara og á ég þá að sjálfsögðu aðeins við frumsamið efni því hljómsveitin hefur verið ákaflega natin við að flytja lög eftir aðra tónlistar- menn. Sú tónlist, sem Eddie semur, mun þó að sjálfsögðu halda nafni sveitarinnar á lofti.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.