Vikan


Vikan - 05.06.1986, Page 10

Vikan - 05.06.1986, Page 10
Höfum stærstu sérverslun landsins med sport- veiðivörur. Valin merki — Vönduð vara — Kynningarverð Allt í veiðiferðina fyrir stóra sem smáa. Gott verð, betri búð. Eitthvað fyrir alla, konur sem karla. Veiðivon vonin sem ekki bregst. Verslunin Langholtsvegi 111 104 Reykjavík 0) 6870*90 / V Þau Gunnar E. Kvaran og Sigríður Árnadóttir sofa nú væntanlega út á hverjum morgni. i allan vetur stóðu þau Morgun- vaktina í Ríkisútvarpinu og rifu sig á lappir fyrir allar aldir til að tryggja að ekki kæmi þögn milli klukkan sjö og níu. Nú hafa þau verið leyst af hólmi en lllugi Jökulsson tók við þau kveðjuspjall. Við verðum með smáúttekt á aerobic í næstu Viku. Rætt verður við forsvarsmenn og kennara heilsuræktarstöðva og velt upp ýmsum spurningum um þessa almenningsíþrótt. Afleiðingar kjarnorkustríðs. í næstu Viku birtist fyrri hluti gagnmerkrar greinar um afleiðingar kjarnorkustríðs. Þessi hluti heitir Beinar afleið- ingar. Höfundur greinarinnar heitir Sverrir Ólafsson, er doktor i eðlisfræði og starfar við stærðfræðideild háskól- ans í Manchester. Vímulaus $ska - er æska Islands í vímu? „Maður verður svo ótrúlega útsmoginn og lyginn. Þegar ég var 10 ára og mamma spurði mig hvort ég hefði verið niðri á Hlemmi þá sagði ég: Nei, ég var á matstofunni." Svona byrjar grein í næstu Viku sem fjallar um íslenska æsku og vímugjafa sem mjög hafa verið til umræðu að undan- förnu. Meðal annars efnis, sem nefna má I næstu Viku, er barna- tískan, sakamálasaga og búðaráp.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.