Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 05.06.1986, Qupperneq 11

Vikan - 05.06.1986, Qupperneq 11
Það er ekki á hverjum degi sem farþegar Arnarflugs hafa tvo flugstjóra við stjórn- völinn. Vikukonur á leið til Amsterdam urðu þess heiðurs aðnjótandi fyrir skömmu enda vorum við alsælar að hafa tvo með samtals átta „strípur" þarna frammí. Ástæðan fyrir þessu var að annar þeirra, Guðmundur Magnússon, hafði ekki flogið Boing 737 vél félagsins um nokkurt skeið og reglur kveða á um að Guðmundur þurfi að fljúga nokkrar ferðir í „vinstra sætinu“. Mekkinó Björnsson flugstjóri var því í sæti aðstoðarflugmanns með Guðmundi. Þessir ungu, mætu menn hafa svo sannarlega reynslu sem flugstjórar og eiga auk þess ýmislegt sameiginlegt. Þeir eru báðir í yngri kantinum sem flugstjórar, Guðmund- ur þrjátíu og fimm ára og Mekkinó þrjátíu og þriggja. Hjá Arnarflugi hafa þeir starfað í níu ár og þar af sem flugstjórar í fimm ár. Samanlagður starfsaldur þeirra er sem sé átján ár og flugstjóraferill þeirra spannar yfir tíu ár. Það gerist vart hjá mörgum flug- félögum að svo ungir menn hafi svo langa reynslu við stjórn í „vinstra sætinu“. Ekki er nóg með að þeir eigi sameiginlegt að vera ungir flugstjórar heldur eru kon- ur þeirra beggja starfandi flugfreyjur hjá Flugleiðum. Sannkallaðar flugfjölskyldur. En er ekki hundleiðinlegt, eins og einhver komst að orði, að sitja í þessum þrönga klefa allt að ellefu klukkustundir í senn? Nei, þeir eru svo sannarlega ekki á því. Jafn- framt sem þetta er starfið þeirra er það líka áhugamálið. Það er ekki öllum gefið að eiga sér starf sem áhugamál. Við getum víst flest tekið undir það. Amarflug er yngt flugfélag og við látum fjúka hér með skondna sögu um atvik sem henti á fyrstu árum félagsins, þegar fiestir starfsmenn voru enn yngri að árum. í ótiltekinni erlendri flughöfn, þar sem Arnarflugsþota hafði nýlega lent, full af far- þegum, kom um borð sá sem kallaður er station manager. Hann svipaðist um eftir flugstjóranum en sá engan sem hann gat ímyndað sér að væri flugstjóri. Hann sneri sér því að næstu flugfreyju og það þarf ekki að taka það fram að hún hafði rétt skrið- ið yfir tvítugsaldurinn. Flestir í áhöfninni voru sem sagt á milli tvítugs og þrítugs. Það þarf ekki að orðlengja það, hann spurði í sakleysi sínu: “Where is the captain?" „The captain? This is the captain," sagði flugfreyjan og benti á Önund Jóhannsson sem stóð inni í eldhúsi og hámaði í sig brauð. Önundur var aðeins tuttugu og níu ára og elstur af áhöfninni. Manninum féllust gjörsamlega hendur og hann kom ekki upp orði. Hann hafði aldrei orðið vitni að öðru eins. En þetta er nú aðeins útúrdúr. Mekkinó Björnsson, byrjaði sem fiugþjónn, nú eftirlitsflugstjóri. Guðmundur Magnússon eftirlitsflugstjóri, eins og faðir hans var til fjölda ára hjá Flugleiðum. 23. TBL VI KAN 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.