Vikan

Útgáva

Vikan - 05.06.1986, Síða 24

Vikan - 05.06.1986, Síða 24
EFTIR SIGURÐ HREIÐAR r eitthvað eftir af gömlu höfðingj unum - bílunum sem breska og bandaríska setuliðið skildi eftir hér á landi að lokinni heimsstyrjöldinni síð- ari - og ef svo er, í hvaða ástandi eru þeir? Hefur einhverjum þeirra verið haldið við og sýndur sá sómi sem þeir eiga skilið? Hvar eru þeir bíl- Eru einhvers staðar til heillegir bílar eða bílhlutar af þessari kynslóð bíla, sem gætu verið uppistaða fyrir þann sem vildi leggja í það vinnu og fé að búa til fornbíl af þessu tagi? Þetta eru í hnotskurn þær spurn- ingar sem varpað var fram í 7. tölublaði Vikunnar nú í vetur, þar sem rifjað var upp eitt og annað um setuliðsbílana gömlu - bílana sem raunverulega gjör- breyttu bílasögu Islendinga. Að hluta til var þessu fylgt eftir í 9. tölublaði, þar sem fjallað var um 30 ára afmæli „Soffíanna”. Ekki þarf að kvarta undan því að engin viðbrögð hafi verið sýnd. Mér hefur verið bent á bíla og bílaleifar hér og þar. Sumt hefur reynst á misskiln- ingi byggt, annars staðar erum við of seint á ferðinni (minjunum hefur verið eytt), sumt á ég eftir að kanna betur - og loks, sem betur fer, hefur sumt borið góðan árangur. Eitt það gleðilegasta er, að mínu viti, að ég veit núna um heilan bíl af gerð- inni Bedford QS (háfeta), annan af Bedford GS (þið vitið, þessum hálffram- byggðu með þvera nefið), hef sannspurt 14 VIKAN 23. TBL að verið sé að safna saman hlutum úr Dodge 'A tonn Command Reconnaiss- ance Car („karíól”) með það fyrir augum að raða honum saman upp á nýtt - auk upplýsinga um bílhluta af ýmsu tagi hér og þar. Það sem mestu máli skiptir þó, að mínu viti, er að æ fleiri virðast vera farnir að gera sér ljóst að lasin bílflök, sem þeir eiga í túnfætinum eða bak við (sumir inni í) skúr, eru ekki fjármuna- leg verðmæti fyrr en búið er að leggja fé og vinnu í að gera þá upp. Hins veg- ar eru þetta minjaverðmæti sem snerta okkur öll og það er siðferðilega rangt að henda þeim í tiltektaræði eða halda þeim rándýrum fyrir þeim sem hug og dug hafa til að endurskapa þá til síns fyrri vegar og gera þá að þeim minjum sem íslandssagan á skilið. Enn er ítrekuð sú fyrri ósk að þeir sem vita um minjar af þessu tagi láti vita um þær. Ekki væri verra að mynd fylgdi. Eins eru vel þegnar myndir af þessum gömlu höfðingjum eins og þeir voru í fullu fjöri, en það er líka þáttur í því að varðveita minningu þeirra. Sendið okkur línu með utanáskriftinni: VIKAN - BÍLAR, PÓSTHÓLF 5380, 121 REYKJAVÍK. Hér verður reynt að gera grein fyrir nokkrum gömlum höfðingjum og nú látum við myndirnar tala:

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.