Vikan


Vikan - 05.06.1986, Page 25

Vikan - 05.06.1986, Page 25
Þessi bíll er einn hinna fáu vípona frá striðsár- unum sþm enn eru I fullu fjöri. Að vísu er fátt eftir af upprunatega bílnum annað en grindin og samstæðan. Þetta er annar tveggja sjúkra- bila („ambúlans") sem ameríska setuliðið var með I Vík. Þar keypti hann af sölunefndinni Einar Bárðarson, en hinn fékk Sigurður Gunn- arsson á Bjargi. Einar reif af honum uppruna- legu yfirbygginguna einhvern tíma upp úr 1950 ög byggði yfir hann þetta hús, sem enn er á honum. Það þótti framúrstefnulegt á sin- um tíma. breitt, með bogagluggum á fram- hornunum. Garðar, sonur Einars, tók við bílnum árið 1967 og þá varhann enn á dekkj- unum spm hann var á þegar Einar fékk hann! Siðar keypti Þórarinn Grímsson I Þorlákshöfn þennan bíl og nú er hann nýseldur til Hvera- gerðis. Kröftugur vagn í fullu fjöri - nú með Perkins turbo dísilvélI Einn þeirra fjallabíla, sem margir eiga góðar minningar um, er Bedford Bjarna I Túni. Á öðrum stað er mynd af eldri Bedford hans en þennan keypti hann yfirbyggðan af Guð- mundi Jónassyni og Guðjóni Vigfússyni. Þessi Bedford var með nýtiskulegra farþegahúsi en eldri bíll Bjarna og þjónaði honum dyggilega þar til hann seldi hann Kristjáni Jónssyni, sér- leyfishafa I Hveragerði. Kristján átti beddann þó ekki lengi en seldi hann Grétari Guðmunds- syni. Núverandi eigandi er Helgi Magnússon, mikill áhugamaður um gamla merkisbíla, og mun hann hafa I hyggju að koma bílnum til fyrri vegs og virðingar, en hann hefur nú látið nokkuð á sjá eins og nýrri myndin sýnir. 23. TBL VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.