Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 35

Vikan - 05.06.1986, Blaðsíða 35
með það og var alltaf svo öruggur. Mér fyndist Þjóðleikhúsið mætti taka fleiri gamanleiki til sýninga. Það er auð- vitað bundið af skyldum sínum við hinar ýmsu tegundir leiklistar og annarra list- greina en samt, gamanleikir eru of fáir. Það þarf að fara að grafa þessa fordóma gagnvart þeim. Ég er mjög hress með læt- in í Hrafni Gunnlaugssyni hjá sjónvarp- inu. Þessi skurkur, sem hann er búinn að gera, er alveg frábær og þó ýmsum finnist það heldur stór biti í einu finnst mér það jafnvel mætti vera meira. Vonandi endast lætin í honum sem lengst því ég er fylgj- andi sem mestu íslensku efni. Ameríska dótinu má læða með því íslenska en ekki öfugt.“ Örn hefur fyrir góðri stundu lætt þeim hvítklæddu aftur upp á skrifborðið og hreiðrað um sig í stólnum. Hann gjóar augunum alltaf öðru hverju út um gluggann og virðir fyrir sér karaktera. Honum finnst hann alveg eiga það inni að teygja úr sér og láta fara vel um sig eftir allt puðið og púlið sem fylgdi því að fjárfesta i nýrri fjögurra herbergja íhúð. „Það kostaði alveg brjálæðislega vinnu, eins og margir þekkja, að koma yfir sig almennilegu þaki. Við áttum fyrst pínu- litla ibúð á Frakkastíg, svo leigðum við á Hólum - ekki í Hjaltadal heldur við Kleppsveg - meðan við vorum að byggja og erum nú flutt inn í Fiskakvíslina. Ég þurfti náttúrlega að hlaða á mig verkefn- um og þegar verst var vorum við að skrifa og æfa Söguspaug ’85 á nætumar, svaf frá klukkan 7-9.30, æfði Með vífið í lúkunum frá 10-2, en þá fórum við Siggi Sigurjóns að skrifa útvarpsþátt sem var vikulega og loks var sýning á Gæjum og píum um kvöldið. Þetta var alveg meiri háttar törn og auðvitað má maður ekki vinna svona til lengdar, það er svo óhugnanlega slít- andi. Og það versta er að maður fer alveg á mis við fjölskylduna. Sonur minn þekkti mig ekki á tímabili, spurði stundum: „Ert þú pabbi?“ Það var svakalegt. Kristín, sem hætti hjúkrunarnámi þegar strákurinn fæddist, tók eina og eina næturvakt á Kleppi og skúraði hjá Olís á kvöldin. En nú fer hennar tími að koma, hana langar til að ná sér í kennarapróf svo bráðum verð ég kannski heimavinnandi húsfaðir og hún að læra. Annars er merkur áfangi að baki í lífi okkar hjóna, við leigðum okkur nefnilega kartöflugarð hjá Davíð og settum í fyrsta skipti niður útsæði í dag. Ég er alveg ofboðslega spenntur að sjá hvort eitthvað kemur svo upp.“ Ef að líkum lætur spretta upp ótal gull- augu hjá þeim þarna í Davíðsreit því Örn kann vissulega lagið á ýmsum hlutum, hann spilar á fjölda hljóðfæra, syngur eins og engill - hefur þessa fínu tenórrödd - og getur bjargað sér á mörgum tungumál- um. „Ég gutla svona aðeins á þau hljóðfæri sem ég á, gítar, banjó, klarínett, þver- flautu og rafmagnsbassa og bara það allra einfaldasta á píanó, en mér finnst ég alveg ofsalega góður. Svo hef ég mjög gaman af óperusöng og hver veit nema ég skelli mér einhvern tíma í Söngskólann - að æfa tenórinn sko! Ég gæti tekið við af Kristjáni Jóhannssyni þegar hann er kom- inn á efri ár... En ég held ég verði að láta ballettinn eiga sig, ég á dálítið erfitt með að komast alveg upp á tábergið því ég er svo slæmur í ristinni. Ég læt nafna minn Guðmundsson um þá deildina. Tungumál eru eitt af aðaláhugamálun- um og ef ég hefði tíma akkúrat núna drifi ég mig í að læra nokkur stykki. Ég á orða- bók á swahili sem er ótrúlega gaman að glugga í og föndra við að setja saman setn- ingar. Dönskuna og enskuna lærði ég Hefði alveg getað hugsað mér að verða búðarloka nánast upp á eigin spýtur, byrjaði að lesa dönsku upp úr Andrési önd áður en ég fór að lesa íslensku og án þess að skilja nokk- uð fyrst. Ensku lærði ég að mestu 'af að lesa Mad blöð 7-8 ára gamall og horfa á Sesamy-street í Kanasjónvarpinu. Þetta kom mér svo vel á bragðið að ég var allt- af hæstur í tungumálunum í skóla. Ég hef líka alltaf verið frekar næmur á framburð og hreim og get platað fólk sem ekki er mjög vel að sér í viðkomandi málum þegar ég babla það litla sem ég kann í þýsku, frönsku og ítölsku. Þá horfir það á mig stórum augum og heldur að ég sé ægilega klár. Ég flippaði einu sinni alveg ferlega þegar ég var að skoða dót í versluninni Handíð. Þá fannst mér afgreiðslumaður- inn allt í einu eitthvað svo skemmtilegur að sjá að áður en ég vissi af var ég farinn að tala við hann íslensku með útlendum hreim. Ég sagðist vera útlendingur að kenna leðurgerð í Menntaskólanum við Hamrahlíð og endaði með að panta hjá honum helling af vörum. Afgreiðslumað- urinn var auðvitað hinn ánægðasti með viðskiptin, ég með góða þjónustu og loks kvöddumst við með virktum. Ég sagði mömmu frá þessu þegar ég kom heim, hinn hressasti, en henni fannst þetta víst ekk- ert mjög sniðugt og fór strax í búðina til að biðjast afsökunar fyrir hönd sonarins. Ég er alveg voðalegur með þetta, mér finnst svo gaman að svona smáhrekkjum. Ég er viss um að ég fengi inngöngu í Hrekkja- lómafélagið þó ég eigi enga lopapeysu - ég meina kjólföt! Nú upp á síðkastið hafa þó hrekkirnir reynst mér erfiðari því fólk spyr hvort verið sé að taka upp ára- mótaskaupið eða eitthvað svoleiðis þegar maður ætlar að fremja létt spaug, svo maður verður að láta sér nægja símaat." Spaugarinn Örn er heldur hetur í essinu sínu núna, litli púkinn skín út úr honum og hláturinn ískrar í honum. Ef hann væri Vestmannaeyingur fengi hann ekki bara inngöngu í Hrekkjalómafélagið held- ur yrði snarlega gerður að forseta þess. Svo segir hann allt í einu: „Mér finnst mjög gaman að spila golf, kannski af því það er svolítið asnaleg íþrótt - eins og fótboltinn reyndar og fleira slíkt. Hugsaðu þér að standa þarna upp á endann með prik í hendi og lemja í kúlur, labba svo fleiri kílómetra til að pota þeim í smágöt. En þetta er rosalega skemmtilegt. Allra skemmtilegasta áhugamálið er samt fjöl- skyldan og vera með henni þegar ég á fri. Ég kalla hana því skáldlega nafni veru- leikaakkerið. Þegar maður er búinn að vera að leika eða spauga út í loftið, eitt- hvað sem á ekkert skylt við veruleikann, er nauðsynlegt að komast niður á jörðina aftur og þá er fjölskyldan veruleikinn, akkerið í lífinu. Eins og þú sérð er ég alveg óskaplega venjulegur maður, eins og hver annar meðaljón sem hefur hingað til átt fremur viðburðasnauða ævi og stóráfallalausa. Ég hef ekki einu sinni burði í mér til að ljúga því að ég lesi góðar bókmenntir. Mér finnst hundleiðinlegt að lesa, nema dagblöðin. Svo er ég pólitískt viðrini, kýs alla og engan. Ég hef alltaf haft þá skoðun að listir og pólitík fari ekki saman fremur en til dæmis öl og akstur. Gróa á Leiti hefur meira að segja látið mig í friði - nema einu sinni. Þá var hringt í konuna mína og hún spurð hvort kallinn væri virkilega búinn að sparka henni út með barnið og hún sem væri með annað á leið- inni. En þetta er nú hara smásmjatt miðað við það sem sumir félaga manns hafa orð- ið að þola, eins og framhaldssagan fjöl- breytilega sem gekk um Gisla Rúnar. Það er alveg lygilegt hvernig svona lagað get- ur blossað upp og farið um eins og eldur í sinu, þannig að ólíklegasta fólk fer að dansa með. En þetta er víst eitthvað sem fylgir mannkyninu og þrífst í öllum heims- hornum. Allir hafa sína ímynd, annað- hvort áunna eða uppáþrengda, eins og imyndin sem við strákarnir höfðum í aug- um krakka úti á landi þegar við vorum á ferð með Vífið. Þau tengdu okkur við fyr- irbærin sem við höfðum staðið fyrir í sj ónvarpsauglýsingum: Canderel-kallinn, Elías, Meistaraköku-kallinn og Gokke.“ Litli púkinn hans Arnar er eiginlega alveg að hverfa, kannski hann sé líka læstur inni eins og litli egóistinn áður en haldið er heim. Það er ekki laust við að angurvær heimþrá sé komin í svipinn enda ekkert undarlegt því það er hálfgert svín- arí að þurfa að eyða fríkvöldi í svona snakk um allt og ekkert. En þrátt fyrir sitt „venjulega ég“ er Öm reglulega á- nægður með sitt hlutskipti og er bara feginn að hafa ekki orðið varanlegur lagermað- ur, húsgagnasmiður eða... afgreiðslu- maður í búð. - Því það er einmitt það sem hann hefði, svona eftir á að hyggja, getað hugsað sér að verða. „Já, ég hefði alveg getað hugsað mér að verða búðarloka. Ég veit ekkert af hverju, mér finnst bara eitthvað svo sjarmerandi við að vera voða höflegur: „Góðan daginn, hvað get ég gert fyrir yður?“ og svoleiðis. En þægilegast af öllu væri líklega að gerast listaverkasali og hafa tvær milljónir í laun á mánuði eins og ég las einhvers staðar. Ég gæti alveg eins notað höflegheitin þar - eða hvað? Við sjáum nú hvað setur, enn um sinn ætla ég að vera atvinnuspaugari og leik- ari og læt hverjum degi nægja sína þjáningu í því. Svo vil ég hamast við að vera til meðan ég er til og njóta þess sem ég á og mér var gefið. Því einn góðan veðurdag er maður dauður og það er ekk- ert víst að það sé leikhús hinum megin, nema þá lítið leikhús, kannski bara hitt Hitt leikhúsið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.