Vikan


Vikan - 05.06.1986, Page 44

Vikan - 05.06.1986, Page 44
1 skeifulagað franskbrauð 1 camembert-ostur 5 sneiðar beikon 1 bolli rifinn ostur rifsberjasulta Toppurinn skorinn ofan af brauðinu og nokkuð af brauðinu fjarlægt úr skorpunni. Camembertinn hitaður og settur í brauðið. Beikonið bitað og hitað aðeins á pönnu, síðan raðað yfir camembertbitana. Rifnum osti stráð yfir. Bakað í 10 mínútur (eða þar til osturinn er bráðinn) í 200° heitum ofni. Rifsberjasulta borin með ef vill. Þessi uppskrift kemur frá Önnu Sveinsdóttur og varð til þegar ekkert var til þegar gestir komu óvænt og notast varð við það sem fannst í ísskápnum. UMSJÓN: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTT/R LJÓSMYND: RAGNAR TH. 1 heildós perur 2 bollar haframjöl 1 bolli sykur /x bolli hveiti 100 g smjörlíki Ofnfast mót er smurt og safinn látinn síga af perunum. Perurnar síðan skornar í bita og settar á botninn á mótinu. Þurrefnunum bland- að vel saman, síðan er smjörlíkið mulið vel saman við. Blöndunni er síðan stráð yfir per- urnar og lok sett yfir. Bakað í 200° heitum ofni í 1 klst. Kanil og múskati stráð yfir og borið fram beint úr ofninum. Vanilluís eða þeyttur rjómi hafður með. Uppskrift þessi kemur frá Önnu Sveinsdóttur og varð til með þeim hætti að eitt sinn er gesti bar að garði var ekkert til með kaffinu. Anna leitaði í skápunum hjá sér og átti til það sem þurfti í pæið. Tilraunin tókst svo vel að perupæ- ið er fastur liður í öllum boðum hjá Önnu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.