Vikan - 05.06.1986, Síða 53
úr fjarlægð hefði Arthur orðið að velja annan
tíma.
Þeir mættu ekki nokkrum manni og enginn
sá til þeirra.
Fljótlega voru þeir komnir að jarðholunni
og horfðu niður í hyldýpið.
„Heyrirðu hvernig vatnið rennur þarna
niðri?“ sagði Arthur. „Horfðu niður, maður -
ekki halla þér of langt...“
Mánuði síðar sat Arthur aftur í herbergi
herra Rumbolds lögfræðings.
„Sorglegt," sagði lögfræðingurinn. „Ég er
hræddur um að við fáum aldrei að vita sann-
leikann i þessu máli. Hann hlýtur að hafa farið
í göngutúr og dottið niður í einhverja af þessum
jarðholum. Ég hef heyrt að það sé mikið af
þeim þarna í grenndinni.“
„Já, fullt af þeim, sagði Arthur, „og það tæki
mánuð að rannsaka þó ekki væri nema eina
þeirra gaumgæflega."
„Varst þú ekki sjálfur í fríi þegar þetta gerð-
ist?“
„Jú, ég var í ferðalagi. Ætli ég hafi ekki ver-
ið í um 40 mílna fjarlægð frá slysstað þegar
slysið hefur átt sér stað,“ sagði Arthur sem
aldrei laug að óþörfu.
„Hörmuleg tilviljun," sagði lögfræðingurinn.
Þegar leið að lokum samtalsins áræddi Art-
hur að heíja máls á því sem honum var efst í
huga.
„Get ég ekki reiknað með,“ sagði hann,
„vegna aðstæðna minna- ja, ég veit að formsat-
riðin taka dálítinn tíma - en það kæmi sér vel
ef ég gæti fengið dálitla upphæð ..."
„Ja, ég er ekki viss um það,“ sagði lögfræð-
ingurinn.
„En...“ Arthur reyndi að sýnast rólegur.
„Þú sagðir sjálfur,“ hélt hann áfram, „að sá sem
lifði hinn myndi erfa allt.“
„Getur þú sannað að þú sért sá eini sem eft-
ir lifir?“
Það varð löng þögn.
„Ég geri ekki ráð fyrir því, ekki sannað það.
En það gera allir ráð fyrir - ég á við, hann
skildi allt eftir á búgarðinum. Og síðan hefur
ekkert til hans spurst."
„Samkvæmt lögunum," sagði Rumbold, „líð-
ur langur tími þar til maður er úrskurðaður
látinn í tilvikum sem þessum. Ef allar líkur
benda til að svo sé munuð þér fá leyfi til að
láðstafa eigum hans að hæfilegum tíma liðn-
um.“
„Hæfilegum tíma?“ sagði Arthur tómlega.
„Sjö ár er algengur tími.“
„Sjö ár - en það er fáránlegt, herra Rum-
bold, sérstaklega í þessu tilfelli þar sem augljós-
lega var um slys ..
„Eins og ég sagði áðan,“ sagði Rumbold,
„gera lögin ekki ráð fyrir því að þótt maður
hverfi sé hann látinn. Og ef Kenneth er látinn
er ég hreint ekki viss um að það hafi verið af
slysförum."
Þegar Arthur hafði endurheimt röddina
sagði hann: „Hvað áttu við?“
„Ég segi þér þetta í trúnaði," sagði herra
Rumbold, „eins og mér var sagt það. En frændi
þinn hefur þjást af ólæknandi rýrnunarsjúk-
dómi síðan í stríðinu. Einn af sérfræðingum
hans hafði gengið svo langt að segja ólíklegt
að hann lifði út árið. Ég er hræddur um að
hann hafi tekið þá ákvörðun, sennilega fyrir-
varalaust, að fyrirfara sér. Svo að þú skilur...“
Arthur skildi það allt of vel. ■
SAKAMÁLASAGA EFTIR
AGÖTHU CHRISTIE
Ég lagði bókina, sem ég var að lesa, frá mér
og andvarpaði: „Er þetta ekki alveg maka-
laust? Það er alveg sama til hvaða ráðstafana
ég gríp, það er alltaf yfirdráttur á ávísana-
reikningnum rnínum."
„Og þér stendur nákvæmlega á sama. Ef ég
væri með yfirdrátt á reikningnum mínum kæmi
mér ekki dúr á auga,“ tilkynnti Poirot.
„Þú ert vel staddur fjárhagslega, er það
ekki?“ spurði ég.
„Fjögur hundruð fjörutíu og fjögur pund,
fjórir skildingar og fjögur penny,“ sagði Poirot
og var ánægður með sig. „Skemmtileg tala,
ekki satt?“
„Ég er handviss um að bankastjórinn hefur
sett hana þarna bara til að þóknast þér. Hann
veit ábyggilega að þú vilt hafa samræmi í öllu
sem er í kringum þig. Hvernig litist þér annars
á að festa svo sem 300 af þessum pundum í
Porcupine-olíufélaginu? í auglýsingunum í
blöðunum er sagt að það borgi allt að 100%
arð á næsta ári.“
„Nei, þakka þér kærlega. Þegar ég §árfesti
þá er það aðeins í öruggum fyrirtækjum sem
gefa af sér tryggan arð.“
„Hefurðu þá aldrei lagt fram áhættufjármagn
í neitt.
„Nei, kæri vinur,“ svaraði Poirot alvarlegur
í bragði. „Það hef ég aldrei gert. Einu hlutabréf-
in, sem ég á, eru 14000 hlutir í Burmanámufé-
laginu og þau eru gulltryggð."
Poirot hikaði augnablik því að hann vildi
að ég hvetti hann til að halda áfram.
„Jæja,“ sagði ég hvetjandi.
„Ég keypti þau ekki. Nei, ég fékk þau að
launum fyrir það hvernig ég notaði litlu gráu
frumurnar í kollinum á mér. Á ég að segja þér
söguna af því?“
„Já, gjarna."
„Þessar námur eru langt inni í Burma, um
það bil 200 mílur frá Rangoon. Það voru Kín-
verjar sem uppgötvuðu þær á 15. öld og þeir
nýttu þær þangað til í múslímauppreisninni
1868. Kínverjarnir unnu aðeins þær æðar í
berginu sem innihéldu silfur en skildu allt blý-
ið eftir. Þetta kom í ljós um leið og rannsóknar-
leiðangur, sem átti að athuga möguleika á
námuvinnslu, kom til Burma. Aðalvandamálið
var að gömlu námugöngin höfðu fyllst af vatni
og úrgangi og allar tiíraunir til að finna móður-
æðina reyndust árangurslausar. Nokkur
fyrirtæki sendu leiðangra á staðinn en allt kom
fyrir ekki þangað til fulltrúi eins fyrirtækisins
komst á snoðir um að kínversk fjölskylda átti
að hafa undir höndum upplýsingar um námuna
sem að gagni kynnu að koma. Um þessar mund-
ir var maður að nafni Wu Ling ættfaðir §öl-
skyldunnar."
„Þetta er svei mér þá eins og í reyfara,“ hróp-
aði ég.
„Já, finnst þér ekki? En er hægt að skrifa
reyfara án þess að í honum séu ljóshærðar feg-
urðardísir. Æ, hvaða vitleysa er þetta í mér?
Þinn smekkur beinist fyrst og fremst að stúlk-
um með brúnt hár. Manstu..
„Svona, svona, áfram með söguna," tautaði
ég-
„Fulltrúi fyrirtækisins náði sambandi við
þennan Wu Ling. Hann var kaupmaður og W
naut talsverðrar virðingar í sinni sveit. Hann y
23. TBL VIKAN 53
i