Vikan - 05.06.1986, Side 56
umst niður og kínverskur drengur leysti af
okkur skóna. Því næst voru okkur fengnar
ópíumpípur og ópíumtöflur sem við létumst
reykja og sofna út frá. Þegar við vorum orðnir
einir kallaði Pearson á mig og við læddumst
inn í annað herbergi þar sem fleira fólk lá sof-
andi. Loks heyrðum við á tal tveggja manna.
Við földum okkur bak við dyrahengi og
hlustuðum. Þeir ræddu um Wu Ling.
„Hvar eru skjölin?" spurði annar.
„Lester taka þá,“ svaraði hinn, sem var kín-
verskur. „Hann setja þá þar sem löggið ekki
fmna, hann segja það.“
„Já, en þeir setja hann inn,“ sagði sá fyrri.
„Iss, hann segja sig sleppa fljótt, löggið ekki
vita hvað hann gera.“
Þeir sögðu eitthvað fleira í þessum dúr en
gengu síðan í áttina til okkar svo að við flýttum
okkur aftur þangað sem við áttum að liggja.
„Ég held að það sé best að við komum okkur
héðan,“ sagði Pearson. „Það er ekki nógu
heilsusamlegt andrúmsloft hér.“
„Hárrétt, herra minn,“ sagði ég. „Þessi
skrípaleikur hefur þegar staðið nógu lengi."
Eftir að hafa greitt fyrir ópíumið héldum við á
brott óskemmdir. Þegar hafnarhverfið var að
baki dró Pearson djúpt andann og sagði: „Guði
sé lof að við erum lausir úr þessu."
„Svo sannarlega," samsinnti ég, „og ég fæ
ekki betur séð en við verðum fljótir að hafa
uppi á skjölunum eftir þetta grímuball."
Og það reyndist hárrétt hjá mér og málinu
lauk farsællega," lauk Poirot máli sínu.
„En hvar voru skjölin?" spurði ég.
„í jakkavasa hans að sjálfsögðu." „í hvers
jakkavasa?"
„Nú, Pearsons auðvitað.“
Þegar Poirot sá hvað ég varð undrandi hélt
hann rólega áfram frásögninni: „Pearson var
skuldum vafmn rétt eins og Charles Lester.
Hann var einnig fjárhættuspilari. Hann fékk
þá hugmynd að stela skjölunum frá Kínverjan-
um. Hann hitti hann í Southampton og kom
með honum til London en fór með hann beint
á ópíumbúlluna.
Það var þoka þennan dag þannig að Kín-
verjinn hafði enga möguleika á að sjá hvert
var farið með hann. Ég held að Pearson hafi
oft reykt ópíum og þar af leiðandi kynnst margs
konar fólki. Hugmynd hans var að einhver af
Kínverjunum myndi leika Wu Ling og taka við
greiðslu fyrir skjölin. Það kom hins vegar babb
í bátinn þegar einhver af félögum Pearsons fékk
þá hugmynd að það væri einfaldara að drepa
Wu Ling og henda líkinu í Thames. Það var
gert án vitundar Pearsons. Hann gerði sér grein
fyrir því að einhver kynni að hafa séð hann í
lestinni með Kínverjanum, morð er vissulega
ólíkt alvarlegri glæpur en mannrán.
Hann hugðist því losa sig úr vandanum með
því að láta einhvern af félögum sfnum leika
Wu Ling á hótelinu við Russeltorg. Þessi ráða-
gerð byggðist auðvitað á því að líkið fyndist
ekki of fljótt. Wu Ling hafði sennilega sagt
honum frá því að hann ætlaði að hitta Charles
Lester á hótelinu. Pearson sá þarna tækifæri
til að leiða athyglina frá sér og koma málum
þannig fyrir að Charles Lester yrði síðasti
maður sem sést hefði með Wu Ling á lífi.
Sá sem átti að leika Wu Ling á hótelinu átti
að segja Lester að hann væri þjónn Wu Lings
og tæla hann eins fljótt og kostur var til hafnar-
hverfisins. Þar var honum væntanlega byrlað
eiturlyf í einhverjum drykk og því hafði hann
aðeins óljósar hugmyndir um það sem gerðist
eftir það. Þegar svo Lester frétti af morðinu á
Wu Ling varð hann hræddur og neitaði að
hann hefði nokkurn tíma komið á ópíumbúll-
una.
Þetta var nákvæmlega það sem Pearson vildi
en þrátt fyrir það var hann ekki ánægður.
Nei, hann var órólegur yfir því hvernig ég tók
á málunum og til þess að sannfæra mig endan-
lega um sekt Lesters setti hann þetta undarlega
grímuball á svið. Það átti sem sé að draga mig
á asnaeyrunum. Honum var skemmt eins og
púkanum á fjósbitanum. Ég lét hann fara fagn-
andi heim en daginn eftir bankaði Miller
lögregluforingi upp á hjá honum. Skjölin fund-
ust í vasa hans og þar með var draumurinn
búinn. Hann hafði ekki við neinn að sakast
nema sjálfan sig. Kjáninn reyndi að leika á
Hercule Poirot. Það var aðeins eitt vandamál
varðandi þetta mál.“
„Hvað var það?“ spurði ég forvitinn.
„Það var að sannfæra Miller lögreglufor-
ingja. Þvílíkur hálfviti og þverhaus! Og þegar
svo málið lá ljóst fyrir eignaði hann sér sigur-
inn.“
„Þar fór í verra,“ sagði ég.
„Nú, jæja, ég fékk mínar sárabætur. Hinir
forstjórarnir í Burmanámufélaginu verðlaun-
uðu mig fyrir góðan árangur með 14000 hlutum
í fyrirtækinu. Ekki sem verst. En ef þú ætlar
að fjárfesta, Hastings, þá skaltu umfram allt
fara varlega. Trúðu ekki öllu sem stendur í
Mogganum. Forstjórar Percupine-olíufélagsins
gætu verið náungar á borð við Pearson." ■
VIK A N
STJÖRNUSPÁ
HRÚTURINN 21. mars- 20. apríl NAUTIÐ 21. apríl - 21. mars TVÍBURARNIR 22. maí- 21. júní KRABBINN 22. júní - 23. júlí
Nýjungar og ókunnugt fólk verður
áberandi í kringum þig þessa vik-
una. Sumt af því sem gerist verður
þér minnisstætt en annað er létt-
vægara og fellur fljótlega í
gleymsku eins og gerist og gengur.
Taktu tillit til óska roskins fólks.
Þú átt í talsverðri innri baráttu
og gengur erfiðlega að sjá menn
og málefni í réttu ljósi á meðan.
Ófyrirséðir atburðir leiða þig ef til
vill á rétta braut en hugsaðu ráð
þitt vel og vandlega áður en þú
tekur ákvarðanir sem kunna að
reynast afdrifaríkar.
Þú færist ekki lítið í fang og líkur
eru á að eitthvað af því sem þú
hefur á prjónunum komist í höfn.
Engu að síður máttu búast við að
þurfa á þrautseigju að halda og
gleymdu ekki að hafa þá með í
ráðum sem hagsmuna eiga að
gæta.
Framundan er góð vika fyrir fjöl-
skyldufólk. Vinir og kunningjar
munu láta sjá sig og þótt margt
kunni að verða um manninn í
kringum þig þarftu ekki að óttast
að menn njóti sín ekki. Ferðalag,
þó ekki væri nema um helgina, er
líklegt til að heppnast vel.
LJÓNIÐ 24. júlí - 23. ágúst
Þér finnst þú ekki njóta sann-
mælis og gremjan sýður í þér.
Trúlega getur þú sjálfum þér um
kennt að miklu eða öllu leyti.
Hirðir þú ekki um að leiðrétta
rangfærslur er varla við því að
búast að aðrir taki af þér ómakið.
MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. VOGIN 24. sept. - 23. okt.
Varastu yfirlæti, það fer í taugarn-
ar á mörgum. Þótt vel takist til
hjá þér ertu engu bættari með að
hrópa það út um öll torg. Sértu
sannfærður um eigið ágæti ætti
það að nægja þér ágætlega. Gleddu
gamlan vin með heimsókn.
Þú teílir á tæpt vað og þínum nán-
ustu mun blöskra bíræfnin. Bjart-
sýnin dugar þér vel sem hingað til
en ekki sakar að láta ofurlitla fyr-
irhyggju fljóta með. Gerðu ekki
ósanngjarnar kröfur til samstarfs-
manna þinna.
SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv.
Þú fréttir af leiðinlegu atviki og
ættir ekkert að vera að láta það
berast lengra að sinni. Þetta kem-
ur illa við marga og þú gætir
reynst seinheppinn ef þú færir
þetta í tal í íjölmenni. Þú hefur
meiri áhrif en þig grunar.
BOGMAÐURINN 24. nóv.-21.des. STEINGEITIN 22. des. - 20. jan. VATNSBERINN21.jan.-19.febr. FISKARNIR 20. febr. - 20. mars
Stærilæti annarra angrar þig en
það skrýtna er að ýmsum finnst
þú sýna töluverðan hroka sjálfur.
Reyndu að vera blátt áfram og til-
gerðarlaus, þú tapar ekkert á því.
Láttu ekki vel meintar ráðlegging-
ar sem vind um eyru þjóta.
Kostaðu kapps um að vera hress
og sýna þeim sem þú umgengst
mest hlýlegt viðmót. Það kemur
sér vel fyrir þig áður en langt um
líður að hafa sýnt nærgætni og þú
þarft á velvilja og hjálpsemi að
halda fyn- en varir.
Þögn þarf ekki alltaf að vera sama
og samþykki. Það sem þú telur að
sé í lagi er hreint ekki klappað og
klárt. Ræddu málin og sýndu lip-
urð. Það er mun vænlegra til
árangurs en þvermóðskan sem þú
ert í þann veginn að fyllast.
Nú njóta fiskarnir sín. Sköpunar-
gleðin er í hámarki og um að gera
að nýta hana sér og sínum til hags-
bóta. Haltu þínu striki þótt eitt og
annað kunni að bera að höndum
sem ekki er beinlínis á dag-
skránni. Lífsorkan er ótrúlega
mikil.
56 VIKAN 23. TBL