Vikan


Vikan - 01.01.1987, Side 10

Vikan - 01.01.1987, Side 10
1. tbl. 49. árg. 1.-7. janúar 1987. Verð 150 krónur. FORSÍÐAN Forsíðan Völva Vikunnar er aðalefni þessa tölublaðs. Helgi Friðjónsson, Ijósmyndari okkar, varð að koma með forsíðumynd án þess að hitta hina raunverulegu völvu. Sú sem hljóp í skarðið fyrir þá raunverulegu á þakkir skildar fyr- ir viðvikið. ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir. BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs- dóttir, Jóhanna Margrét Einars- dóttir, Unnur Úlfarsdóttir. LJÓSMYNDARI: Helgi Friðjóns- son. ÚTLITSTEIKNARI: Hilmar Karlsson. RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11, SÍMI (91) 2 70 22. AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R. Andersen. AFGREIÐSLA OG DREIFING: Þverholti 11, sími (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð: 500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. RÖDD RITSTJÓRNAR I í ÞESSARIVIKU Þórunn Gestsdóttir ritstjóri 4 Karakterföt um áramót. Fötin skapa manninn. Gerður í Flónni klæðirfólk af öllum stærðum og breiddum í föt sem henta hverjum persónuleika. 8 Áramót Það er hefð að staldra aðeins við um áramót, líta yfir farinn veg og strengja heit inn í framtíðina. Blendnar tilfinningar bærast með fólki á tímamótum. Suma angrar að liðinn tíma hefði mátt nota betur og minnast glataðra tækifæra Það skiptast á skin og skúrir í lífi flestra og á tímamótum renna bæði skúrir og skin í gegnum hugann. En rétt er að hafa í huga máltækið sem segir að það sé fernt sem aldr- ei komi til baka; töluð orð, skotin ör, liðin ævi og ónotuð tækifæri. Það segir í gömlum sögum að fólk hafi setið á krossgötum á ný- ársnótt til að bíða frétta. Sá sem á krossgötum sat átti að hafa með sér gráan kött, gæruskinn, húðir og öxi. I fjölmiðlaheiminum, þar sem allir eru á krossgötum að leita frétta, eru önnur tæki komin í stað gráa kattarins, skinnsins, húðanna og axarinnar. Það eru töivur og nútíma fjar- skiptatæki sem menn vígbúast þegar þeir bíða frétta á krossgötum í dag. Undantekningar finnast þó á vinnubrögðum á krossgötum, það eru vinnubrögð völvunnar. Hún styðst ekki við fjarskiptatæki nútímans er hún segir fyrir um óorðna atburði. Það er ávallt eftir- vænting í loftinu þegar völva Vikunnar kveður sér hljóðs. Hún bregst ekki væntingum manna nú frekar en endranær. Það má segja að spá völvunnar fyrir árið 1987 lofi góðu fyrir lands- menn. Hún spáir ári umróts og breytinga í íslensku þjóðlífi. Það eru góð teikn um framþróun. Ritstjórn Vikunnar óskar landsmönnum far- sældar á nýja árinu og þakkar gott samstarf á nýliðnu ári. Þjóðleikhúsið tekur um þessar mund ir í notkun nýtt leiksvið, Litla sviðið, með nýju leikriti Þórunnar Sigurðar- dóttursem nefnist í smásjá. 12 Áramót og áramótasiðir fyrri tíma gefa tilefni til skemmtilegs saman- burður við áramót eins og við þekkj- umþau ídag. 16................................... Nafn Vikunnar að þessu sinni er Guðrún Ásmundsdóttir leikkona. Hún hefur skrifað leikgerð um líf og verk Kajs Munk sem frumflutt verður nú í byrju n ársins í riallgrimskirkju. 18 Dögg Pálsdóttir lögfræðingur fjallar um aðhlynningu aldraðra í heima- húsum í grein sinni um öldrunarmál. 20 Gestur í eldhúsi Vikunnar að þessu sinni er Rósa Gísladóttir og býður hún upp á ýsu fyllta með camembert osti. 22 Völva Vikunnar er löngu landsþekkt og hefur oft reynst ótrúlega sannspá. Hún spáir fyrir um atburði ársins 1987.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.