Vikan


Vikan - 01.01.1987, Page 20

Vikan - 01.01.1987, Page 20
E L D H Ú S Á Rósa Gísladóttir og eiginmaður hennar, Reynir Þorgrímsson, ásamt yngsta barni þeirra hjóna. Gestur í Viku-eldhúsinu: Rósa Gísladóttir húsmóðir Ýsuflök fyllt með camembertosti Rósa Gísladóttir er húsmóðir í Kópavogi og hefur eldað margar máltíðirnar í gegnum tíðina fyrir fjölskyldu og gesti. Við báðum Rósu um að vera gestur okkar þessa vikuna og brást hún vel við þeirri beiðni. Eins og fleiri gestir í eldhúsinu okkar reiðir Rósa fram uppskrift að rétti sem er í uppáhaldi hjá heim- ilisfólkinu. Við getum staðfest að Ijúffengur er ýsurétturinn í munn og maga kominn. Ýsurcttur Rósu: Ýsuflök sitrónusafi hveiti salt pipar egg rasp bearnaisesósa rifinn ostur Ýsuflökin roðflett, barin létt og skorin í hæfilega stór stykki. Sítrónusafi er kreistur yfir fiskinn. Sneið af camembertosti sett á hvert fiskstykki, sem er svo lagt saman og lokað. Fiskstykkjunum velt upp úr hveiti, krydduðu með salti og pip- ar, og síðan velt upp úr pískuðu eggi og síðast brauðraspi. Fiskurinn steiktur á pönnu í mikilli feiti eða djúpsteiktur. Bearnaisesósa löguð. Fiskstykkin látin í eld- fast fat, sósunni hellt yfir og að síðustu er rifinn ostur látinn yfir. Fiskurinn bakaður í ofni þar til osturinn er bráðnaður. Camembertýsan er borin fram með hrásalati og soðnum kartöflum. 20 VIKAN 1. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.