Vikan


Vikan - 01.01.1987, Síða 26

Vikan - 01.01.1987, Síða 26
Markaðssetning og kynning, þar með taldar auglýsingar, munu taka á sig breytta mynd á árinu, sérstaklega vörukynningar og auglýs- ingar. Heildsalar og kaupmenn munu knýja á um að fá rýmkaðar þær reglur sem gilda um auglýsingar, einkum í ríkisfjölmiðlum. Það mun þó ekki auðsótt. Eftir að gildi aug- lýsinga í sjónvarpi hefur rýrnað um helming, nema auglýst sé á báðum stöðvunum, munu auglýsingar aukast verulega í blöðum og tíma- ritum. Ég sé fyrir mér talsverðar breytingar á íjöl- miðlamarkaðinum og mun þar verða um að ræða hvort tveggja í senn, dauða og fæðingu. Óhemjumikil eftirspurn mun verða eftir erlendum gjaldeyri á árinu og munu stjórn- völd þurfa að gera sérstakar ráðstafanir til að koma til móts við óskir landsmanna að þessu leyti. Þær ráðstafanir verða vel þegnar af sumum og taldar tímabærar en aðrir munu reyta hár sitt en mun þó lítt stoða. Frægð og frami Kristján Jóhannsson óperusöngvari mun enn auka við frægð sína með nýjum samningi við þekkt óperuhús. Leikari af yngri kynslóð- inni verður mjög eftirsóttur af frægum fyrir- tækjum og leikstjórum, jafnframt því sem um hann verður slegin skjaldborg af leikhópum hérlendum með samvinnu fyrir augum. Jón Páll Sigmarsson hinn sterki verður mik- ið á faraldsfæti um heiminn og auk þess sem hann kemur fram við hin ólíklegustu tækifæri verður hann mikilvægur milliliður í kynningu á íslenskum iðnaðarvörum. Mezzoforte verður enn í sviðsljósinu á næsta ári og mun hljómsveitin auka vinsældir sínar í Þýskalandi og svo um munar í Suður- Evrópu fyrri hluta ársins. Á íþróttasviðinu verður viðburðaríkt í meira lagi. Fyrst er það að nokkrir Keflvíkingar fara til Bretlands til æfinga og verða „keyptir" upp af breskum knattspyrnuliðum. ítalskt knattspyrnulið sækist eftir íslenskum knattspyrnumanni sem nú leikur erlendis. íslenskur leikflokkur fer í ferðalag vestur um haf með leiksýningu og hlýtur mikið lof fyrir. En eftirmálin eiga eftir að hlaða utan á sig... Þjóðhöfðinginn og þingmenn þjóðarinnar verða talsvert á faraldsfæti utan landsteinanna og verður fátt til að tefja fyrir þeim ferðalög- in nema stjórnarmyndun snemma sumars og heimsókn forsætisráðherra frá einu Norður- landanna. • En frægð Islands á árinu mun þó ekki ein- göngu speglast í því sem hér hefur verið minnst á heldur minnisstæðum atburði sem ber upp á með óvæntum hætti og allsendis ófyrirséðum. Þann atburð læt ég hjá líða að útskýra nánar því hann er ekki til þess fallinn að varpa birtu á landið og umhverfi þess. En frægðin fer heldur ekki alltaf eina braut. Hún getur líka verið með endemum. Frægast af öllu frægu innlendu efni verður samt sem áður tilkynningin um að leggja skuli nýjan skatt á landsmenn, „virðisaukaskatt húsasölu“, sem ætlaður verður til að „jafna út“ mismun á söluverði húsa úti á lands- byggðinni og í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæð- Ragnhildur Helgadótt- ir veröur annar tveggja núverandi ráðherra Sjálfstæðis- flokksins sem verður áfram í ríkisstjórn. Ferskfiskútflutningur með flugvélum mun stórlega aukast. viV 26 VIKAN 1. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.