Vikan


Vikan - 01.01.1987, Síða 56

Vikan - 01.01.1987, Síða 56
VIK A N STJÖRNUSPÁ SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 28. DESEMBER-3. HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Of mikið er í húfi til að borgi sig fyrir þig að efna til ófriðar. Þér þyk- ir ef til vill full ástæða til að leita réttar þíns en sóknin verður að vera vel undirbúin og þú þarft á staðfestu að halda. Gættu þess sérstaklega að fóma ekki meiri hagsmunum fyrir minni og varastu fljótfæmi. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Þú getur haft þitt á þurru en það er meira en hægt er að segja um ýmsa þá sem í kringum þig eru. Blandaðu þér ekki í vandræði ann- arra, að þessu sinni hentar þér betur að halda þig til hliðar. Nú eru að gerast þeir atburðir sem seinna gætu haft veruleg áhrif á daglegt líf þitt. LJÓNIÐ 24. júlí—23. ágúst Hafirðu ekki þegar komið reiðu á fjármálin ættirðu ekki að láta það dragast öllu lengur. Fyrsta skrefið er að gera sér grein fyrir stöðunni. Þú ert að vinna þig út úr vanda og sækist þótt seint fari. Búast má við að þér aukist bjartsýni og einnig það er spor í rétta átt. VOGIN24.sept.-23.okt. Þér finnst að óeðlilega margt hafi farið úrskeiðis hjá þér að undan- fömu og skilur ekki hvers þú átt að gjalda. Fljótt fymist yfir ófarirnar enda horfir strax betur fyrir þér. Utanaðkomandi öfl verða til þess að skyndilega eygirðu möguleika þar sem þeirra virtist síst að vænta. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des. Þú verður óvanalega yfirvegaður og kemur bæði sjálfum þér og öðrum á óvart með því að sýna jafnaðargeð undir kringumstæðum sem allajafna kæmu þér úr jafnvægi. Þetta verður til þess að venju fremur friðsamt verður í kringum þig og vera má að þú getir eitthvað af því lært. VATNSBERINN 21. jan.-19. febr. Þú kemur fólki á óvart með því að bregðast við atvikum á annan hátt en búast má við af þér. Þetta verður þér ánægjuleg reynsla, þú þarft ekki að standa neinum skil á gerðum þín- um og getur notið þess að hafa sjónarmið þín fyrir þig. Þetta mun að auki efla öryggiskennd þína. JANÚAR NAUTIÐ 21. apríl—21. maí Gefðu þér góðan tíma til að sinna persónulegum málum og láttu þá ekki stjórna þér sem hæst hafa. Þú lætur hversdagsþarfir sitja á hakan- um og slíkt getur spillt fyrir þér þótt ekki komi það strax í ljós. Sýndu umburðarlyndi þótt einhver villist á vegi sem þér finnst auðrataður. KRABBINN 22. júni-23. júlí Láttu ekki á þig fá þótt ekki verði allt eins og þú hafðir hugsað þér. Ýmislegt síst lakara getur borið fyrir þig og ekki skaltu velta vöngum yfir því sem hefði getað orðið. Það er allsendis óþarfi að fyllast dapurleika um áramót, mun vænlegra er að horfa með bjartsýni fram á veginn. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. Góð áform verða ofarlega á baugi og hugur í þér um áramótin. Ekki er nema gott um það að segja en meira máli skipta þó efndimar. Því er ráð að stilla heitstrengingum í hóf svo að vegur sé að framfylgja þeim. Láttu aðra umfram allt njóta góðs afbjartsýninni. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Greiði gegn greiða er ekki svo frá- leitt fyrirkomulag. Þetta ættir þú að hafa í huga áður en þú ferð fram á að aðrir hliðri til fyrir þér. Stundum er affarasælla að bjargast við það sem handbært er en láta vera að setja allt á annan endann til að full- komna hlutina. STEINGEITIN 22. des.-20.jan. Láttu réttlætiskenndina vísa þér veg- inn, þú þarft á því að halda. Þér mun þykja tími til kominn að breyta til enda ástæðulaust að sætta sig við illþolandi ástand. Vera má að þú þurfir að slá striki yfir eitthvað óuppgert en slíkt getur reynst betra en önnur tiltæk úrræði. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Þú kemst að raun um að ekki er allt sem sýnist. Hvort sem þér er það ljúft eða leitt áttu ekki annarra kosta völ en þreifa þig áfram skref fyrir skref og getur búist við að reyni á ýtrustu þolinmæði eigi þér eitthvað að verða ágengt. í þessu máli sáir þú áreiðanlega eins og þú uppskerð. Við heiðrum steingeitur að þessu sinni með sérstakri stjörn- uspá fyrir hvern dag vikunnar. Sunnudagur28. desember: Vertu ekki hikandi í samskiptum við annað fólk, eins þótt þú þekkir það ekki náið. Sýnir þú einlægni uppskerðu viðmót sem gleður þig og gerir þér gott. Þú hefðir ekki nema gott af því að hreyfa þig dálítið. Mánudagur 29. desember: Búast má við erfiðum degi, einkum framan af. Þótt ekkert sérstakt komi til er hversdagurinn dálítið erfiður eftir öll há- tíðahöldin. Þar að auki finnst þér þú eiga ólokið erfiðum viðfangsefnum sem ekki er unnt að fresta öllu lengur. Þriðjudagur 30. desember: Þér gefast góð færi. Breyttu því sem þú sérð fram á að geta breytt en láttu hitt sigla sinn sjó. Þú ert best fær um að meta þarfirnar og ættir að láta til skarar skriða en forðast alla bak- þanka. Miðvikudagur 31. desember: Þetta verður friðsæll dagur svo framarlega sem þú lætur vera að stilla upp einhverri sparimynd. Leyfðu þér og öðrum að njóta þess sem upp á er boðið án þess að allt þurfi að vera í föstum skorðum. Fimmtudagur l.janúar: Lífið brosir við þér og þú getur horft björtum augum fram á nýtt ár. Láttu þérekki nægja að hlusta á aðra, taktu þátt í samræðum og viðraðu óhikað sjónarmið þin og skoðanir. Þú átt nefnilega möguleika á að taka þátt í skemmtilegum og áhugaverðum samræðum. Föstudagur 2. janúar: Þér lætur betur að dvelja við eigin hugrenningar heldur en beinlínis að hella þér út í aðgerðir. Þetta er tilvalinn dagur til að meta stöðuna og skipuleggja það sem enn er ólokið af því sem þú hefur verið að fást við upp á síðkastið. Laugardagur 3. janúar: Þú lætur heillast af nýjungum og tilbreyting freistar þín. Kunn- ingi kemur þér á óvart og sýnir að í honum býr fleira en þú hugðir. 56 VIKAN 1. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.