Vikan


Vikan - 12.03.1987, Page 20

Vikan - 12.03.1987, Page 20
Þegar vertíðin stendur sem hæst finnst Eiði Eiðs- syni upplagt að matreiða þennan meiri háttar fisk- rétt. Vinsældir fiskrétta af ýmsu tagi hafa aukist gífur- lega hin síðustu ár og kannski ekki nema von þar sem fiskur er bæði hollur og hið mesta lostæti. Prófið þessa uppskrift, hún er hreinasta snild. Pönnusteiktur fiskur með rjómalagaðri möndlusósu: Uppskriftin er fyrir 4. HRÁEFNI: Um það bil 1 kg fersk fiskfiök, til dæmis karfi, ýsa eða smálúða. PANNERING: 1 bolli heilhveiti, 'A bolli rúgmjöl, 1 tsk. paprika, 1 tsk. karrí, 1 tsk. hvítlauksduft, 1 tsk. timian, 1 msk. picauta grænmetiskraftur ('A msk. salt). SÓSA: 1 msk. smjör, 50-60 gmöndlufiögur, 1 dlvatn (sérrí), 1 peli rjómi, 1 tsk. picauta('/2 tsk. salt), 1 tsk. estragon, 1 msk. maizena- mjöl til þykkingar. FISKUR: Roðfiettið og beinhreinsið fiökin og sker- ið þau í hæfilega bita. Hitið smjör á pönnu og veltið fiskinum upp úrmjölinu. Steikið fiskstykkin í um það bil 3 mínútur á hvorri hlið, eftir þykkt stykkjanna. S ÓSA: Bræðið smjörið á pönnu, stráið síðan möndlufiögunum og pic- auta (salti) á pönnuna. Ristið möndlurnar þar til þær eru orðnar ljósbrúnar (varist að brenna þær). Bætið síðan vökvanum út í og látið sjóða í 2-3 mínút- ur. Bætið rjómanum og estragoninu út í og látið suðuna koma upp. Þykkið með maizenamjölinu ef með þarf. MEÐLÆTI: Kartöfiur, hrísgrjón og hvers kyns létt- soðið grænmeti. 20 VIKAN 11. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.