Vikan


Vikan - 06.08.1987, Page 4

Vikan - 06.08.1987, Page 4
Vikan 32. tbl. 49. árgangur. 6.-12. ágúst 1987. Verð 150 krónur FORSÍÐAN 1 RÖDD RITSTJÓRNAR í ÞESSARIVIKU Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra og varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, er í Vikuviðtal- inu. Hann er orðinn sjóaður í stórsjó stjórnmálanna og hefur frá mörgu að segja. Forsíðu- myndina tók Ijósmyndari Vik- unnar, helgi skj. friðjónsson. ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir. BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs- dóttir, Jóna Björk Guðnadóttir, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Sig- ríður Steinbjörnsdóttir, Sigrún Ása Markúsdóttir. LJÓSMYNDARI: helgi skj. frið- jónsson. ÚTLITSTEIKNARI: Hilmar Karlsson. HANDRIT OG PRÓFARKIR: Guðrún Svava Bjarnadóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir. RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11, SÍMI (91) 2 70 22. AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R. Andersen. AFGREIÐSLA OG DREIFING: Þverholti 11, sími (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð: 500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. Tíminn Stimpilklukkuþrælar eru af- kvæmi vestrænnar menningar. Baráttan við mínúturnar og stimpilklukkuna er einn hvim- leiðasti menningarangi sem maðurinn gat leitt yfir samfélag- ið. Tímaskynjun þrælanna tekur mið af stimpilklukkunni og þykir hún harður húsbóndi. Þeir sem búa með náttúrunni, fuglunum í fjörunni og fjallalömbunum, hljóta að hafa mildara tímaskyn en stimpilklukkuþrælarnir. En mannlífið er undir pressu tímans því allt gerist hratt nú til dags. Ástæðurnar eru, auk hrað- ans, fjölbreytnin og tæknin. Það sem var nothæft í gær verður úrelt á morgun á þessari tækni- öld sem við lifum. í þessari Viku er afar fróðleg grein um tímann og spjallað er við fólk sem hefur ólík viðhorf til tímans eða mismunandi tíma- skyn. Það er rétt að gefa sér tíma til að lesa þá grein. Annað athyglisvert efni er við- talið við iðnaðarráðherra og varaformann Sjálfstæðisflokks- ins, Friðrik Sophusson. Hann talar um kynslóðaskipti og þar kemur einmitt tíminn við sögu. Þótt Friðrik sé ungur maður að árum á hann nokkuð langan pólitískan feril að baki og er ný- sestur í ráðherrastól í fyrsta sinn, líklega á hátindi ferilsins. Fyrir þá sem áhuga hafa á straumum í pólitíska kjölvatninu er viðtalið áhugavert. Fyrir þá sem hafa áhuga á manninum á bak við stjórnmálamanninn Friðrik Sop- husson er þetta viðtal einnig áhugavert. Fyrir þá sem hafa „rétt" tímaskyn er þetta viðtal í takt við daginn í dag. 6 Ziirich í Sviss er geysifögur borg og þangað skrapp hópur blaða- manna einn laugardag í skoðunar- ferð, svona rétt eins og aðrir skreppa í Flóann. 8 Lánastarfsemi heimsborgaranna er fjölbreytt: nýjasta fyrirbærið á markaðnum eru leg sem leigð eru eða lánuð í níu mánuði -fróðleg grejn. 10 Tímaskyn manna er afstætt og margir segja að það sé aðeins af- brigði af menningaráhrifum og úr tengslum við náttúruna. Hvernig skynjarfólk annars tímann? 18 Valdimar Hermannsson, verslunar- stjóri í Hagkaupi í Kringlunni, er nafn Vikunnar. 20 Aldeilis frábærir Suðurríkjaréttir — baunir, krydd og kruðerí - í Viku- eldhúsinu. 22 Nýjasta kvikmynd ástralska leik- stjórans Philippe Mora, Death of a Soldier, ergóð að mati Hilmars Karlssonar, kvikmyndaskribents þessa merka vikurits. 24 Hvatberar, fjórðu deildar gaurar á keppnisferð, góðglaðir, hnyttnirog hittnir í samskiptum og fótbolta. Donni þjálfari tekinn tali. 4 VIKAN 32 TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.