Vikan


Vikan - 17.09.1987, Síða 4

Vikan - 17.09.1987, Síða 4
Vikan 38. tbl. 49. árgangur. 17.-23. september 1987. Verð 150 krónur. FORSÍÐAN | RÖDDRITSTJÓRNAR | Í ÞESSARIVIKU Að gefnu tilefni gæti verið yfir- skrift forsíðumyndarinnar sem tengd er greininni um ótta fólks við spítala og aðgerðir. helgi skj. friðjónsson tók þá mynd í stúdíói Vikunnar. Séra Rögnvaldur Finnbogason á Staðastað prýðir einnig forsíðuna en þá mynd tók Valdís Óskarsdóttir á Snæfells- nesi. ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir. BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs- dóttir, Jóna Björk Guðnadóttir, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Sig- ríður Steinbjörnsdóttir, Sigrún Ása Markúsdóttir. LJÓSMYNDARAR: helgi skj. frið- jónsson, Valdís Óskarsdóttir. ÚTLITSTEIKNARI: Hilmar Karlsson. HANDRIT OG PRÓFARKIR: Guðrún Svava Bjarnadóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir. RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11, SÍMI (91) 2 70 22. AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R. Andersen. AFGREIÐSLA OG DREIFING: Þverholti 11, sími (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð: 500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarleaa. Haustverkir Góðæri, blíðviðri og þenslan í atvinnulífinu verða þeir minnis- varðar sem sumarið '87 hefur reist í mínum huga. Nú taka haustverkir við. Áfram heldur þenslan í góðærinu en það kóln- ar í veðri. Skólaæskan fer með ys og þys um götur, hress og lífs- glöð eftir ævintýri sumarsins. Margir hafa merkt við á tossalist- anum að nú verði að bóka tíma í námsflokkunum eða leikfimi- tíma eða þetta námskeið sem fyrirhugað hefur verið að bóka sig á í vetrarbyrjun... lengi. Fósturjörðin tekur á sig ægi- fögur litbrigði haustsins. En haustinu fylgir oft tregi. Af treg- anum koma verkir. Við hefjum hina hefðbundnu lífskjarabaráttu undir öðrum formerkjum þegar hausta tekur, líklega er það kulið í loftinu. Stjórnmálin taka aðra stefnu þegar Alþingi kemur saman í næsta mánuði og gúrkutíð fjöl- miðlanna að baki. Víxilinn fyrir sumarleyfisferðinni þarf að greiða og skattana fyrir áramót. Og baráttan fyrir bættum kjörum fer á fullt skrið. Konur í blaðamannastétt, S'“ hafa að meðaltali tuttugu þ und krónum lægri mánaðarle-- en karlar í sömu stétt, þurfa - bretta upp ermarnar. Konur í almennri skrifstc' vinnu þurfa að fá svör við hvers vegna þær fá 294 kró______ í tímakaup að meðaltali en karlar 378 krónur. Verkakonur, sem fá að meðaltali 237 krónur í tíma- kaup, þurfa að spyrja hvers vegna verkamenn fái að meðal- tali 264 krónur á tímann. Það fylgir haustverkjum að spyrja spurninga og krefjast svara. 6 De Stijl - Bergmál fortíðarinnar. Grein um De Stijl hópinn, hugsjón- irhans og verk. 10 Skelfing á skuröstofunni. Fólk bregst misjafnlega við innlögn á sjúkrahús og aðgerðum. ítarleg grein umspítalahræðslu. 18 Þórir Steingrímsson í Revíuleik- húsinuernafn Vikunnar. 22 Dr. Sverrir Ólafsson, eðlisfræðing- ur við háskólann í Manchester, skrifar um ofurleiðni, nýlega upp- götvun í heimi vísindanna sem á eftjrað yalda rniklum breyti ngum. 29 Vikan og tilveran á sínum stað enn og nú er það haustflensan sem hrjáir Jóhönnu Margréti Einars- dóttur—ríkisstjórnina líka að hennarmati. 30 Mel Gibson er uppalinn í Ástralíu en fæddur í Bandaríkjunum. Um hann er fjallað í kvikmyndaþætti Vikunnar. Hann leikur annað aðal- hlutyerkið í Lethal Weapon. 4 VI KAN 38. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.